Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 15.01.1994, Page 12
10
Sveitarsjóðareikningar 1991
Við mat á breytingum fjárhæða milli ára er vert að hafa til
hliðsjónaraðvísitalaframfærslukostnaðarhækkaði uml4,8%
frá 1989 til 1990 og um 6,8% milli áranna 1990 og 1991. Á
sama hátt hækkaði vísitala byggingarkostnaðar um 17,8% á
fyrra tímabilinu og um 7,6% á hinu seinna. Við þennan
samanburð er ennfremur rétt að minna á að nokkur sveitarfélög
færðust á rnilli stærðarflokka á árinu 1991 eins og skýrt var
frá hér að framan.
Y firlitið sýnir að heildartekjur s veitarfélaga á íbúa hækkuðu
um 12,3% milli áranna 1990 og 1991, en það svarar til 5,1%
hækkunar að raungildi á mælikvarða vísitölu framfærslu-
kostnaðar. Heildarútgjöld sveitarfélaga á íbúa sýndu enn
meiri aukningu eða um 8,4% að raungildi. Þá kemur fram í
yfirlitinu að afkoman versnaði talsvert á árinu 1991 hjá öllum
flokkum sveitarfélaga. Sveitarfélög utan höfuðborgar-
svæðisins sýna þó tekjuafgang eins og árið á undan, en á
höfuðborgarsvæðinu versnaði afkoman þriðja árið í röð og
nam tekjuhallinn röskum 12 þús. kr. á íbúa á árinu 1991.
Lántökur og lánveitingar sveitarfélaga voru tiltölulega
litlar á árinu 1991. Er það í reynd svipað og verið hefur fram
til þessa. Framkvæmdir á vegum sveitarfélaganna sjálfra eru
að stærstum hluta fjármagnaðar af samtímatekjum þeirra en
ekki með lánsfé. í þessu sambandi skal tekið fram að í
allflestum tilvikum eru fyrirtæki sveitarfélaga, þ.e. hitaveitur,
rafveitur og hafnarsjóðir, ekki talin sem hluti af eiginlegum
rekstri sveitarfélaganna. Þetta skýrir meðal annars hvers
vegna lánaumsvif sveitarfélaga eru ekki meiri en hér kemur
fram. Rekstrar- og fjármagnsyfirlit sveitarfélaga á árunum
1990 og 1991 er sýnt í 4. yfirliti.
4. yfirlit. Fjármál sveitarfélaga 1990 og 1991
Table 4. Local governmentfinances 1990 and 1991
Milljónir króna á verðlagi hvers árs 1990 1991 Million ISK at current prices
1. Rekstrar- og skatttekjur 29.693 32.660 Current revenue
Skatttekjur 22.584 24.626 Tax revenue
Þjónustutekjur 5.350 6.229 Service revenue
Vaxtatekjur 1.278 1.144 lnterest
Ymsar tekjur 481 661 Miscellaneous
2. Gjöld af rekstri 22.228 25.851 Current expenditure
Rekstrargjöld 20.498 23.750 Operational outlays
Fjármagnskostnaður 1.730 2.101 Interest
3. Rekstrarjöfnuður (1. - 2.) 7.465 6.809 Balance on current account (1.-2.)
4. Tekjur til fjárfestingar 2.117 3.624 Revenue for investment
Innkomin framlög til fjárfestingar 2.117 3.624 Capital transfers received
5. Gjöld til fjárfestingar 9.601 11.603 Investment outlays
Gjaldfærð fjárfesting 4.187 5.809 Charged to expense
Eignfærð fjárfesting 5.414 5.794 Capitalized fixed assets
6. Fjárfestingarjöfnuður (4. - 5.) -7.484 -7.979 Investment balance (4. - 5.)
7. Tekjujöfnuður (3. + 6.) -19 -1.170 Revenue balance (3. + 6.)
8. Veitt lán -1.227 -1.110 Loans granted
9. Inheimtar afborganir 1.000 1.189 Amortization received
10. Hreinar skammtímakröfur -207 -1.021 Short-term claims, net
11. Hreinar skammtímaskuldir 173 1.018 Short-term debt, net
12. Verðbreytingafærslur 405 624 Revaluation
13. Aðrir efnahagsliðir -907 787 Other items
14. Hrein lánsfjárþörf (7. + ... + 13.) -782 317 Net borrowing requirement (7. +... + 13.)
15. Greiddar afborganir -2.971 -3.192 Amortization
16. Verg lánsfjárþörf (14. + 15.) -3.753 -2.875 Gross borrowing requirement (14. + 15.)
17. Tekin lán 4.139 3.257 Gross borrowing
18. Breyting á sjóði og bankareikningum 386 382 Change in cash holdings and bank deposits