Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 15.01.1994, Síða 25
Sveitarsjóðareikningar 1991
23
reikningsskilaaðferðir fyrirtækja í atvinnurekstri. Sveitar-
sjóðum ber því að beita sértækri reikningsskilaaðferð sbr. a.
lið 9. gr. reglugerðar nr. 280/1989. Þar skipta eftirfarandi
atriði mestu máli:
a. Skatttekjur, ráðstöfun þeirra og fjármagnshreyfingar
með samanburði við fjárhagsáætlun.
b. Peningaleg staða í upphafi og við lok tímabils.
c. Lykiltölur.
d. Skýringar.
Eftirfarandi yfirlit sýnir helstu frávik í reikningsyfirlitum
sem byggjast á almennum reikningsskilum annars vegar og
þar sem beitt er sértækri reikningsskilaaðferð hins vegar.
Sveitarfélögin hafa smám saman verið að þróa
uppgjörsaðferðir sínar í átt til sértækra reikningsskila og
kemur hér einnig fram h venær hel stu breytingar áttu sér stað.
Almennaðferð
Rekstrarreikningur
„Sjóðstreymi" (hét einnig
fjármagnsyfirlit en var
sjóðstreymi)
Efnahagsreikn. (eiginfjárstaða)
Sértœkaðferð
Rekstrar- og framkvæmdayfirlit
Fjármagnsyfirlit
Efnahagsreikn.(peningaleg staða)
Raunbreyting peningalegrar stöðu
Lykiltölur
Framsetning rekstrar- og framkvæmdayfirlits var svipuð
bæði árin 1989 og 1990. Tvær breytingar er þó rétt að nefna.
Árið 1990 voru skatttekjur allar færðar undir liðinn
Sameiginlegar tekjur, en ýmsar tekjur sem voru áður færðar
á þennan lið bókfærast nú á viðkomandi málaflokka. Fram til
1989 var meðferð vaxta í reikningsskilum sveitarfélaga
mismunandi og hefur það gert samanburð milli þeirra erfiðari.
Frá 1990 er sveitarfélögum gert að færa allar vaxtatekjur,
vaxtagjöld og verðbætur á málaflokk 28 og þar er einnig gert
ráð fyrir möguleika á færslum reiknaðra fjármagnsliða.
Meginmarkmið efnahagsreiknings sveitarsjóðs og þeirra
fyrirtækja og stofnana sveitarfélaga, sem beita sértækum
reikningsskilaaðferðum, er að draga fram peningalega stöðu
í árslok. Því næst em færðar langtímakröfur og langtímaskuldir
og kemur þá fram peningaleg staða. Peningaleg staða er í
raun sú fjárhæð í efnahagsreikningi sveitarsjóðs sem mestu
máli skiptir. Fastafjármunir, sem færðir eru í efnahags-
reikningi, em sýndir í einni fjárhæð í hinni nýju uppsetningu.
Sundurliðun þeirra kemur fram í sérstöku yfirliti sem
Flagstofan óskar eftir frá sveitarfélögunum. Gert er ráð fyrir
að fjárfesting sveitarfélaga verði í auknum mæli gjaldfærð á
komandi árum. Flér kemur einkum til að með nákvæmri
skilgreiningu á peningalegri stöðu skiptir færsla annarra
eigna í efnahagsreikningi sveitarsjóðs minna máli en áður.
Einnig er mikilvægt skýrt ákvæði í reglugerðinni nr. 280/
1989 þess efnis að sveitarfélögin eigi að halda nákvæma
eignaskrá. Gert er ráð fyrir að í efnahagsreikningi komi fram
tilvísun í skýringar vegna upplýsinga um eignir og
skuldbindingar utan efnahagsreiknings. Fram til 1989 miðaði
úrvinnsla Hagstofu við að „Hrein eign eigin fyritækja með
sjálfstæðan fjárhag“ færðist sem sjálfstæður liður undir
eignum á efnahagsreikningi sveitarsjóðs. Frá og með 1990
fellur þessi liður út af efnahagsreikningi og er sú leiðrétting
gerð með færslunni „breyting á eigin fé í árbyrjun" á sundur-
liðun eiginfjárreikrtinga.
Frá árinu 1990 er reiknuð út raunbreyting á peningalegri
stöðu frá upphafi reikningsárs til ársloka miðað við
byggingarvísitölu á sérstöku yfirliti í reikningum sveitarsjóða.
Breyting á peningalegri stöðu er afstemmanleg við heildar-
niðurstöður af rekstrar- og framkvæmdayfirliti, þegar sú
fjárhæð hefur verið færð til árslokaverðlags.
Hvenœr breytt
Breyttist með ársreikningi 1979
Breyttist með ársreikningi 1990
(nýtt fjármagnsyfirlit)
Breyttist með ársreikningi 1990
Yfirlit tekið upp í ársreikn. 1990
Yfirlit tekið upp í ársreikn. 1990
Hi nu nýj a fj ármagnsy firliti er fyrst og fremst ætlað að sýna
ráðstöfun áskatttekjum sveitarfélagsins og aðrarpeningalegar
hreyfmgar á því tímabili sem það tekur til.
Urvinnsla ársreikninga 1991. Bókhaldslykill sveitar-
félaga gerir meðal annars ráð fyrir að útgjöld til málaflokka
séu brúttófærð. Við það er einnig miðað á reiknings-
eyðublöðum Hagstofu. Fyrstu árin eftir að bókhaldslykillinn
var tekinn í notkun var þó algengt að sveitarfélög sendu inn
reikninga sem sýndu aðeins nettóútgjöld til rekstrar á
málaflokka. Þetta átti einkum við lítil og meðalstór
sveitarfélög. Ennfremur gætti nokkurrar ónákvæmni í
gjaldfærslu og eignfærslu fjárfestinga, þ.e. einhver tilhneiging
var til að eignfæra frekar en gjaldfæra fjárfestingu eða til að
færa á rekstur það sem réttara hefði verið að færa á gj aldfærða
fj árfestingu. V ið úrvinnslu Hagstofunnar hefur verið rey nt að
leiðrétta slíkt og samræma eins og kostur var. En eins og fyrr
segir, þá hafa upplýsingar sveitarfélaga farið batnandi ár frá
ári.
I þessari skýrslu eru sýndar þrjár megintöflur fyrir
sveitarfélögin og ein tafla fyrir fyrirtæki sveitarfélaga á árinu
1991. Tafla I sýnir úrvinnslu á reikningum sveitarfélaga eftir
kjördæmum, kaupstöðum, sýslum og hreppum með yfir 400
íbúa. Tafla Ihefst á að sýnd er heildarfjárhæð sameiginlegra
tekna og sundurliðun þeirra. Til sameiginlegra tekna
sveitarfélaga eru taldar almennar skatttekjur, þ.e. skattar sem
ekki eru markaðir til ákveðinna verkefna. Þá sýnir taflan
he i Idarlj'árhíeði r rekstrargjalda og rekstrartekna og sundur-
liðun þeirra á 20 málaflokka með nokkurri greiningu á deildir
og starfsemi innan málaflokka. I þriðja hluta töflunnar
kemur fram heildarskipting gjaldfœrðrar og eignfœrðrar
fjárfestingar ásamt framlögum þar á móti. Þá fylgir
sundurliðun fjárfestingar eftir málaflokkum og framlög til
þeirra og nokkur sundurliðun á deildir og starfsemi innan
málaflokka. Fjórði hluti töflunnar sýnir raunbreytingu
peningalegrar stöðu milli ára. Fimmti hluti töflunnar sýnir
efnahagsreikning en framsetning hans undirstrikar
peningalega stöðu. Loks sýnir taflan fjármagnsyfirlit, þar
sem fram kemur ráðstöfun skatttekna sveitarfélaganna og
aðrar peningalegar hreyfingar á árinu.
Tafla II sýnir fjárhæðir meginstærða í töflu I í krónum á
hvern íbúa sveitarfélaga eftir sömu skiptingu á kjördæmi,