Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.10.1999, Side 5

Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.10.1999, Side 5
Formáli Þessi skýrslaum fjármál sveitarfélaga árið 1998 er framhald affyrri ritum Hagstofu íslands um sama efni. Á árunum 1997 og 1998 var ritinu breytt til muna, það var einfaldað og felld var niður ítarleg sundurliðun á útgjöldum einstakra sveitarfélaga. Sú sundurliðun er fáanleg á Hagstofu Islands, ýmist á véltæku formi eða á pappír eftir því sem óskað er. Auk þess var hætt að birta sérstaka kafla um þjónustu sveitarfélaga á sviði dagvistar- og félagsmála en það efni verður gefið út í sérstöku riti ásamt öðru efni um félagsmál. Hagstofaíslands og Samband íslenskra sveitarfélaga vinna sameiginlega að söfnun og úrvinnslu ársreikninga sveitar- félaga. Fyrir hönd Hagstofunnar sér sambandið um að afla ársreikninga ífá sveitarfélögum og skrá þá inn í gagnagrunn Hagstofunnar fyrir sveitarsjóðareikninga. Hagstofan annast síðan yfirferð reikninganna og úrvinnslu. Að henni lokinni er gagnagrunnurinn til afnota fyrir báða aðila til athugana á ljárhag sveitarfélaga og til útgáfu. Efni þessarar skýrslu skiptist í þrjá hluta. I fyrsta hluta er gerð grein fyrir afkomu sveitarfélaga í heild árið 1998 og einnig eftir íbúaijölda og kjördæmum. I öðrum hluta eru skilgreiningar helstu hugtaka og skýringar við megintöflur skýrslunnar. I þriðja hluta eru megintöflur um reikninga einstakra sveitarfélaga og yfirlit yfir afkomu fyrirtækja sveitarfélaga sem hafa sjálfstæðan ijárhag. Við vinnslu sveitarsjóðareikninga koma ávallt upp ýmis álitaeíni. í þetta sinn valda færslur í tengslum við breytingu á félagsbústöðum Reykjavíkurborgar vandkvæðum við uppgjör sveitarsjóða eins og nánar er vikið að í þessari skýrslu. Á síðustu árum hefur borið á því að sveitarfélög færi afmarkaða þætti í starfsemi sinni í sérstök fyrirtæki og jafnvel hlutafélög. Ársuppgjör þessara rekstrareininga er síðan utan við uppgjör sveitarsjóðsins. Tilfærslur af þessu tagi valda töluverðu ósamræmi milli sveitarfélaga á þann veg að tiltekin starfsemi er ýmist flokkuð hjá sveitarfélaginu sjálfu eða fyrirtækjum þess. Mikilvægt er að ráðin verði hér bót á og að sveitarfélögin vinni að því að koma sér upp sameiginlegri skilgreiningu á því hvar beri að flokka hinar ýmsu rekstrareiningar sveitarfélaganna. Ekkert mælir gegn því að sveitarfélög flytji rekstrareiningar í sérstök fyrirtæki ef henta þykir. Hins vegar er nauðsynlegt að starfsemi allra sveitarfélaga sé skilgreind á sama hátt þannig að unnt sé að gera samræmt samstæðuuppgjör fyrir hvert og eitt sveitar- félag. Mikilvægt er að við mótun skilgreininga og hugtaka verði stuðst við alþjóðlega staðla. Hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafði Jóhannes Á. Jóhannesson umsjón með söfnun og skráningu ársreikninga sveitarfélaganna. Á Hagstofunni hefur Kristinn Karlsson haft umsjón með úrvinnslu reikninganna og samningu þessarar skýrslu en Sigurborg Steingrímsdóttir hefur annast umbrot bókar-innar. í október 1999 Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri Preface The present report falls into three parts. The fírst part contains an outline ofthe development of local govemment finances in 1998. The second section summarizes defmitions and explanations to the main tables. Four main tables on the fmancial accounts of all local govemments and the fmances of independently operated municipal utilities form the third and fmal part of this report. Since the report for 1996 the collection, generation and utilization of local govemment accounts has been carried out in cooperation between Statistics Iceland and the National Association of Local Authorities in Iceland. The Association has, on behalf of Statistics Iceland, collected the individual annual accounts from the municipalities and read these into the Statistics Iceland database for local government fi- nances. At Statistics Iceland, the accounts have been checked and harmonized after which the total accounts have been generated. Thereafter, the annual accounts are atthe disposal of both the Association and Statistics Iceland for analysis and publication. At the Association of Local Authorities, Jóhannes Á. Jóhannesson has been responsible for the collection and recording of the accounts. At Statistics Iceland, Kristinn Karlsson has been responsible for data processing and the compilation of this report while the lay-out has been in the hands of Sigurborg Steingrímsdóttir. In October 1999 Hallgrímur Snorrason Director-General
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga
https://timarit.is/publication/1126

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.