Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.10.1999, Síða 11
Sveitarsjóðareikningar 1998
9
Munurinn skýrist einkum af því að hér eru fjármál sveitar-
félaga sett fram sérstaklega en í þjóðhagsreikningum eru þau
talin hluti af starfsemi hins opinbera í heild. Þetta snertir fyrst
og fremst innbyrðis samskipti ríkissjóðs og sveitarfélaga og
þar með hvar útgjöld af sameiginlegri starfsemi þessara aðila
erutalin. I þjóðhagsreikningumerutilfærslurfráríkissjóðitil
sveitarfélaga færðar sem útgjöld hjá ríkissjóði og koma til
frádráttar vergum (brúttó) útgjöldum sveitarfélaga. I
reikningum sveitarfélaga - og þar með í þessari skýrslu - eru
þessar tilfærslur taldar til tekna hjá þeim og koma þannig á
móti vergum útgjöldum þeirra. Þá koma tekjur af seldri
þjónustu sveitarfélaga til lækkunar á útgjöldum þeirra í
uppgjöri þjóðhagsreikninga og teljast í flestum tilvikum til
einkaneyslu. Hjá sveitarfélögum eru þessar tekjur færðar í
tekjuhlið rekstrarreiknings og eru hluti af ráðstöfunarfé
þeirra. í þjóðhagsreikningum eru öll fjármál Jöfnunarsjóðs
sveitarfélaga talin hj á sveitarfélögum. I þessari skýrslu kemur
fram hjá sveitarfélögum eingöngu sá hluti af fjármálum
Jöfnunarsjóðs, sem varðar samskipti hans við þau, en
fyrirgreiðsla sjóðsins við aðra aðila er ekki meðtalin.
Afkoma sveitarfélaga 1998
I þessari skýrslu um fjármál sveitarfélaga á árinu 1998 er í
yfirlitstöflum reynt að sýna þau í samhengi við afkomu þeirra
árið á undan. Með því móti fæst gleggri mynd en ella af helstu
breytingum sem urðu á fjárhag sveitarfélaganna á árinu
1998. Annars vegar verður fjallað um sveitarfélögin í heild,
hins vegar borin saman fjármál þeirra á íbúa miðað við
mismunandi flokkun sveitarfélaga.
Fjárhagur sveitarfélaga í heild
Niðurstöðutölur um fjármál sveitarfélaga á árinu 1998 sýna
bæði aukinn tekjuhalla og lánsfjárþörf samanborið við árið
á undan. Tekjur sveitarfélaga jukust um 12,6% eða um
10,8% að raungildi og gjöld um 13,5% eða um 11,6% að
raungildi. Heildargjöld umfram heildartekjur námu 4,5
milljörðum króna á árinu 1998. Árið á undan var hallinn 3,6
milljarðar króna samanborið við 0,6 milljarða króna árið
1996 og 1,9 milljarða króna árið 1995. Sem hlutfall af
landsframleiðslu var tekjuhallinn svipaður árin 1997 og
1998 eða 0,7% fyrra árið og 0,8% það seinna. Lítill munur
4. yfirlit. Tekjur og gjöld sveitarfélaga 1997-1998
Summary 4. Local government revenue and expenditure 1997—1998
Milljónir króna á verðlagi hvers árs Hlutfall af VLF'
Million ISK at current prices Percent of GDP'
1997 1998 1997 | 1998
Heildartekjur 56.416 63.543 10,6 10,8 Total revenue
Skatttekjur 39.018 43.655 7,4 7,4 Tax revenue
Beinir skattar 30.765 34.435 5,8 5,9 Direct taxes
Obeinir skattar 8.253 9.220 1,6 1,6 Indirect taxes
Þjónustutekjur 12.649 14.006 2,4 2,4 Service revenue
Vaxtatekjur 653 626 0,1 0,1 Interest
Tekjur til fjárfestingar 4.096 5.256 0,8 0,9 Capital transfers received
Heildargjöld 59.968 68.073 11,3 11,6 Total expenditure
Rekstrargjöld 44.484 50.085 8,4 8,5 Operational outlays
Fjármagnskostnaður 2.287 2.504 0,4 0,4 Interest
Gjöld til fjárfestingar 13.197 15.485 2,5 2,6 Investment outlays
Tekjujöfnuöur -3.552 -4.530 -0,7 -0,8 Revenue halance
1 Verg landsframleiðsla, en hún nam 529.949 m. kr. árið 1997 og 586.572 m. kr. árið 1998, samkvæmt gögnum Þjóðhagsstofnunar. Landsframleiðslan jókst
um 5,3% að raungildi íyrra árið ogum 5,1% seinna árið. Gross domesticproduct amountedto 529,949 mitlion ISK 1997 and586.572 millionlSK in 1998.
var á tekjuhalla og hreinni lánsfjárþörf sveitarfélaganna
bæðiárin.. Semhlutfallaflandsframleiðslunamlánsfjárþörfín
0,6% árið 1997 og 0,9% árið 1998. 3. yfirlit sýnir fjármál
sveitarfélaga á árunum 1997 og 1998 í hnotskum.
Tekjuhalli sveitarfélaganna svaraði til 7,1% af tekjum
þeirra árið 1998 samanborið við 6,3% árið 1997. Eru það
nokkru hærri hlutföll en næstu tvö ár þar á undan en árið 1996
var það 1,3% og 4,6% árið 1995. Árið 1994 nam hallinn
19,4% af tekjum sveitarfélaganna og 15,1% árið 1993, en
þau tvö ár var halli þeirra mun meiri en þekkst haföi um langt
skeið. í 4. yfirliti er dregin upp mynd aftekjuafkomu sveitar-
félaga árin 1997 og 1998.
Heildartekjur sveitarfélaga námu 10,8% af landsfram-
leiðslu ársins 1998ogheildargjöldþeirra 11,6%. Áratuginn
1989-1998 mældust umsvif sveitarfélaga á bilinu 9-11% af
landsframleiðsluhversárs. Á samatímabilijókst landsfram-
leiðslan um tæp 22% að raungildi, en tekjur sveitarfélaga
jukust um 45% að raungildi og gjöld þeirra um tæp 47%.
Aukin umsvif sveitarfélaga skýrast einkum af tilflutningi
verkefna frá ríki til sveitarfélaga.
Tekjur sveitarfélaga era einkum af þrennum toga; skatt-
tekjur, eigin rekstrartekjur og framlög frá öðrum. Síðasttaldi
tekjustofninn er aðallega vegna sölu á eignum hjá sveitar-
félögum og greiðslurtil sveitarfélaga frá ríkissjóði og öðrum
sveitarfélögum til að standa skil á hlutdeild í kostnaði af
sameiginlegum verkefnum. I þeim yfirlitum sem hér era