Gistiskýrslur - 01.07.2001, Blaðsíða 23
Gistiskýrslur 2000
21
Fjöldi nœturgesta og meðaldvalarlengd. í júní árið 1995
var byrjað að safna upplýsingum um fjölda næturgesta.
Tilgangur með talningu næturgesta er fyrst og fremst sá að
afla upplýsinga um meðaldvalarlengd gesta en hún er
mismunandi bæði eftir landsvæðum og ríkisfangi. Auk þess
geta tölur um næturgesti gefið góða hugmynd um fjölda
ferðamanna eftir einstökum svæðum. Meðaldvalarlengd er
reiknuð með því að fjölda næturgesta er deilt upp í fjölda
gistinátta. Þess ber að gæta að með dvalarlengd er átt við
dvalarlengd á gististað en ekki lengd dvalar í landinu eða á
ferðalagi. I yfirliti 17 kemur fram meðaldvalarlengd
Islendinga og útlendinga á annars vegar hótelum og gisti-
heimilum og hinsvegar á öðrum gististöðum eftir land-
svæðum árin 1998-2000. Ekki hafa orðið miklar breytingar
á dvalarlengd gesta og er sú sama árið 2000 og 1998 í öllum
tilvikum nema hvað Islendingar hafa stytt dvöl sína á
gististöðum öðrum en hótelum og gistiheimilum úr 1,5 nótt
árið 1998 í 1,3 nótt árið 2000.
17. yfirlit. Meðaldvalarlengd eftir tegund gististaða og landsvæðum 1998-2000
Summary 17. Average length ofstay by type of accommodation and region 1998-2000
Hótel og gistiheimili Hotel and guesthouses Aðrir gististaðir en hótel og gistiheimili Other accommodation than hotels or guesthouses
íslendingar Icelanders Útlendingar Foreigners íslendingar Icelanders Útlendingar Foreigners
1998 1999 2000 1998 1999 2000 1998 1999 2000 1998 1999 2000
Alls Total 1,6 1,5 1,6 2,0 2,0 2,0 1,5 1,6 1,3 1,4 1,4 1,4
Höfuðborgarsvæði Capital region 2,0 1,9 1,8 2,5 2,6 2,6 2,0 1,8 2,0 1,7 1,6 1,8
Suðumes Southwest 1,3 1,3 1,4 1,6 1,4 1,6 1,5 1,3 1,2 1,2 1,2 1,3
Vesturland West 1,4 1,5 1,6 1,5 1,5 1,5 1,9 2,0 1,3 1,3 1,4 1,4
Vestfirðir Westfjords 1,5 1,5 1,6 1,4 1,3 1.4 1,2 1,6 1,6 1,4 1,5 1,4
Norðurland vestra Northwest 1,3 1,2 1,4 1,1 1,2 1,3 1,7 1,8 1,4 1,1 1,4 1,3
Norðurland eystra Northeast 1,6 1,6 1,6 1,6 1,6 1,6 1,6 1,5 1,4 1,3 1,4 1,3
Austurland East 1,4 1,4 1,4 1,2 1,1 1,2 1,5 1,3 1,2 1,3 1,3 1,3
Suðurland South 1,5 1,4 1,4 1,5 1,6 1,5 1,5 1,7 1,2 1,4 1,4 1,2
Heildarfjöldi gistinátta 1986-2000. Árið 1996 varífyrsta
skipti, samkvæmt öruggum heimildum, hægt að áætla
heildarfjölda gistinátta í öllum tegundum gistingar. Aætlun
fjölda gistinátta á gististöðum sem ekki hafa sent Hagstofunni
gistiskýrslur er aðallega byggð á vitneskju um gistirými og
nýtingu. Gistirými er þekkt á öllum gististöðum nema á
svefnpokagististöðum og tjaldsvæðum enda er oft erfitt að
gera sér grein fyrir gistirými á þeim stöðum. Aætlanir um
gistingu á svefnpokagististöðum sem ekki berast skýrslur
frá eru aðallega byggðar á samtölum t.d. við þá sem selja
gistingu í félagsheimilum og skólum, ferðamálafulltrúa,
starfsmenn sveitarfélaga og fleiri. Einnig er notast við eldri
gögn þar sem þau eru til. Áætlanir fyrir hálendisskála og
tjaldsvæði eru, eins og áætlanir fyrir svefnpokagististaði,
mest byggðar á samtölum við þá sem tengjast ferðaþjónustu-
nni, einnig er stuðst við eldri gögn ef til eru.
Árin 1986-1994 voru áætlanir fyrir hótel og gistiheimili,
farfuglaheimili og bændagististaði gerðar á grundvelli gagna
um framboð og nýtingu. Sama á við árið 1995 en þá var auk
þess áætlað á heimagististaði með sama hætti. Fram til ársins
1996 bárust skýrslur frá helmingi skráðra svefnpokagisti-
staða, lítið var vitað um þá staði sem ekki skiluðu skýrslum
og því var farið varlega í gerð áætlana. Árin 1986-1994 má
ætla að gistitölur á tjaldsvæðum nái til u.þ.b. 75-80% þeirra
en heimtur skýrslna árin 1995 og 1996 voru mun betri. 116.
yfirliti kemur fram að gistinóttum á tjaldsvæðum og í skálum
fjölgaði árið 1995 miðað við árið 1994 en aukninguna ber
að skoða með fyrirvara. Hún á aðallega rætur að rekja til
betri skýrsluskila, auk þess hefur eflaust verið vanáætlað á
tjaldsvæði og skála árið 1994.
Heildarfjöldi gistinátta hefur aukist jafnt og þétt allt frá
því gistináttatalning Hagstofunnar hófst. Frá árinu 1996 til
ársins 1999 hefur gistinóttum fjölgað um 6-9% á ári og voru
þær 1.685 þúsund árið 1999. Árið 2000 dró aðeins úr aukn-
ingunni, en gistinóttum fjölgaði um 3% milli áranna 1999-
2000. Mikilvægt er þó að athuga að um leið og gistinóttum
hefur farið fjölgandi á Islandi hefur gististöðum fækkað í
öllum flokkum nema í skálum í óbyggðum en fjöldi þeirra
hefur staðið í stað á tímabilinu. 68% allra gistinátta árið 2000
voru á hótelum og gistiheimilum, en þeim fjölgaði um tæpt
0,5% milli áranna 1999 og 2000. Gistinætur voru fleiri árið
2000 miðað við árið 1999 á öllum tegundum gististaða nema
svefnpokagististöðum. Yfirlit 18 sýnir heildarfjölda gistinátta
frá árinu 1986. Eins og áður hefur komið fram var gerð
nokkur breyting á flokkun gististaða árið 1995. Árið 1995
var 66% gistinátta bundin hótelum og gistiheimilum og 21%
tjaldsvæðum. Árið 2000 eru hlutföllin svipuð, eða 68% á
hótelum og gistiheimilum og 21% á tjaldsvæðum. Val á
tegund gististaða er nokkuð mismunandi eftir ríkisfangi
gesta. f yfirlitum 19, 20 og 21 er heildarfjöldi gistinátta árin
1999 og 2000 sundurliðaður hlutfallslega eftir ríkisfangi
gesta, landsvæðum og tegund gististaða. Þar kemur fram