Útvegur - 01.09.2002, Blaðsíða 190
188
Útflutningur sjávarafurða
7. Útflutningur sjávarafurða
7. Export ofmarine products
7.1 Magn
7.1. Export quantity
Allar tölulegar upplýsingar um útflutning á sjávarafurðum
byggja sem fyrr á upplýsingum frá Utanríkisverslun
Hagstofu Islands. Frá og með þessari útgáfu Utvegs verður
tekin upp sú nýbreytni að lögð er til grundvallar sama
flokkun og Utanríkisverslunin byggir á í sínum töflum. Þar
með verða allar tölulegar upplýsingar milli Utvegs og
Utanríkisverslunarinnar um útfluttan fisk hinar sömu. Þetta
þýðir að tölur sem birtar eru í töflum 7.3-7.5 fyrir árin 2000
og 2001 innihalda ekki magn og virði niðursoðins sjávarafla
en tölur fram að þeim tíma gera það, ólíkt því sem hefur
verið fram að þessu. Þegar gerður er samanburður yfir
langan tíma, sem breytt aðferð við flokkun nær ekki til, er
stuðst við samtöludálk taflna 7.1 og 7.2. Þetta skal haft í
huga við samanburð aftur í tímann.
A árinu 2001 fluttu Islendingar út 779 þús. tonn af
sjávarafurðum og er það aukning um 54,5 þús. tonn (7,4%)
samanborið við árið áður þegar 725,5 þús. tonn voru flutt út.
Utfluttar afurðir botnfisktegunda voru rúm 218 þús. tonn
en voru rúm 225 þús. tonn á árinu 2000. Þorskafurðir voru
veigamesta afurð botnfisktegunda með 116 þús. tonn.
Af flatfiskafurðum voru flutt út 20 þús. tonn á árinu 2001
samanborið við 18,8 þús tonn á árinu 2000. Grálúðuafurðir
voru 11,3 þús. tonn á árinu 2001 en tæp 10 þús. tonn á árinu
2000.
Afurðir uppsjávartegunda voru fyrirferðarmestar í
heildarútflutningi en af þeim voru flutt út 474,8 þús. tonn á
árinu 2001 samanborið við 422,3 þús. tonn á árinu 2000.
Loðna er langstærsta einstaka tegundin með 330,4 þús.
tonn.
Af skel- og krabbadýraafurðum var flutt út 44 þús. tonn
á árinu 2001 en á árinu 2000 voru flutt úr tæplega 36,5 þús.
tonn. Magn rækju er mest í þessum flokki en afurðir hennar
námu 27,7 þús. tonnum.
A árinu 1991 dróst magn útfluttra sjávarafurða mikið
saman frá árinu 1990 og náði útflutningurinn á því ári
lágmarki, um 472 þús. tonn. Astæðuna var aðallega að finna
í mun minni loðnuafla. Arið 1992 tóku loðnuveiðamar við
sér en aukningin varð ekki eins mikil í heildarmagni útfluttra
sjávarafurða eins og búast hefði mátt við, þar sem töluverð
minnkun varð í útflutningi ísfisks. Arið 1993 nam út-
flutningurinn rúmum 635 þús. tonnum og munaði þar mest
um ágætan loðnuafla enda vega lýsi og mjöl þungt í magni
útflutnings. Ekki varð mikil breyting milli áranna 1993 og
1994 er flutt voru út um 633 þús. tonn. Árið 1995 kom síðan
afturkippur í útflutning sjávarafurða, út voru flutt 607 þús.
tonn. Það ár drógust þorskveiðar saman, þó minna en efni
stóðu til vegna aukinna úthafsveiða. Loðnuveiðin minnkaði
en á móti kom aukinn síldarafli og góð rækjuveiði.
Árin 1996-1997 tók útflutningurinn síðan stórt stökk
uppáviðogvarkominnítæp800þús. tonnárið 1997. Þessi
tvö ár var það fyrst og fremst góður loðnuafli sem bar uppi
þessa miklu aukningu, hann fór yfir milljón tonn bæði árin.
Árið 1998 varð síðan 10% samdráttur í magni útflutnings en
það ár minnkaði loðnuveiðin um helming frá 1997. Botn-
Mynd 7.1 Magn útfluttra sjávarafurða 1990-20011
Figure 7.1 Quantity of exported marine products 1990-20011
900 i----------------------------------------------
1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001
1 Breytt flokkun fyrir árin 2000 og 200i. Changed classification for year 2000 and 2001