Útvegur - 01.09.2002, Blaðsíða 53
Afli og aflaverðmæti
51
3. yfirlit. Viðskipti með ufsa 1999-2001
Summary 3. Saithe trading 1999-2001
1999
2000
2001
Bein viðskipti Direct trade
Magn (tonn) 14.294 16.068 15.654 Quantity (tonnes)
% af heildarufsaafla 46.7 48,8 49,1 % of total saithe catch
Verð (kr/kg) 45,27 41,75 41,82 Price (ISK pr. kg.)
Verðbr. frá fyrra ári % 7,4 -7,8 0.2 Price change from previous year, %
Raunverð1 50,71 44,54 41,82 Real price (ISK pr. kg.)1
Breyting milli ára % 3,9 -12,2 -6,1 Change from previous year %
Gámaviðskipti Trading in containers
Magn (tonn) 259 192 270 Quantity (tonnes)
% af heildarufsaafla 0,8 0,6 0,8 % of total saithe catch
Verð (kr/kg) 68,24 57,66 78,01 Price (ISK pr. kg.)
Verðbr. frá fyrra ári % -8,0 -15,5 35,3 Price change from previous year, %
Raunverð1 76,45 61,51 78,01 Real price (ISK pr. kg.f
Breyting milli ára % -11.0 -19,5 26,8 Change from previous year %
Innlendir markaðir Trading on domestic markets
Magn (tonn) 7.946 6.868 5.882 Quantity (tonnes)
% af heildarufsaafla 26,0 20,9 18,5 % oftotal saithe catch
Verð (kr/kg) 55,35 40,05 53,20 Price (ISK pr. kg.)
Verðbr. frá fyrra ári % -8,9 -27,6 32,8 Price change from previous year, %
Raunverð1 62,01 42,73 53,20 Real price (ISK pr. kg.f
Breyting milli ára % -11.9 -31,1 24,5 Change from previous year %
1 Meðalverð (kr/kg) fært yfir á verðlag ársins 2001. Average príce (ISK pr. Kg) at 2001 prices.
Heimild Source: Vigtarskýrslur Weight reports.
2000. Mest af ufsanum er selt beinni sölu eða 15.700 tonn
sem er nærri helmingur ufsaaflans en nærri fimmtungur
hans eða 5.900 tonn eru seld á innlendum fiskmörkuðum.
Alls voru um 77% ufsaflans veidd í botnvörpu árið 2001
sem er litlu minna en gerðist árið 2000.1 net voru veidd 14%
ufsaaflans sem er aukning um eitt prósentustig og sama
hlutfallslega aukning verður á hlut handfæra í ufsaaflanum
en dragnótaveiðar á ufsa fara minnkandi.
Minna veiddist í önnur veiðarfæri. A mynd 5.15 má sjá
hlutfallslega skiptingu ufsaafla eftir helstu veiðarfærum
síðastliðin 10 ár.
5.2.4 Karfi
5.2.4 Redfish
1 þessu riti er fjallað um karfa í tvennu lagi, karfa og
úthafskarfa (sjá kafla 5.2:5).
Karfaaflinn af íslandsmiðum árið 2001 var 50 þús. tonn
og er það mun minna en á árinu 2000. Samdrátturinn nemur
21 þús. tonni sem lætur nærri að vera 30% minnkun á afla.
I krónum talið er fallið um einn milljarður eða 19,2% frá
árinu 2000.
Karfaafli var nokkuð stöðugur á árunum 1985-1995, á
bilinu 85-95 þús. tonn. Árið 1996 fór aflinn síðan niður í
68.000,hannjókstí73.000tonnárið 1997 oghefur síðanþá
verið nærri 70 þús. tonna markinu þar til nú, en karfaafli
hefur ekki verði minni frá árinu 1981. Þessa þróun í
karfaveiðum á íslandsmiðum frá 1981 má sjá á mynd 5.16.
Meðalverð karfa í öllum viðskiptum hækkaði nokkuð
árið 2001, í 81,36 krónu úr 70,97 kr. á hvert kíló fyrir árið
2000, eða rúmar 10 kr. á milli ára.
Þegar einstakar tegundir viðskipta eru skoðaðar nánar
sést að miklar verðsveiflur eru eftir mánuðum í
gámaviðskiptum með karfa árið 2001, sérstaklega á síðari
helmingi ársins, og er það svipað og árin á undan. Mynd
5.17 sýnir þróun karfaverðs eftir því hvort um er að ræða
gámafisk, sölu á mörkuðum innanlands eða beina sölu.
Einnig er á myndinni sýnt meðalverð í hverjum mánuði
ársins 2001.
Bein viðskipti með karfa drógust saman í magni um 2.600
tonn en sem hlutfall af heildarkarfaafla þá eykst hlutdeild
beinna viðskipta úr 33% árið 2000 í tæp 42% á árinu 2001.
Magn karfa í gámaviðskiptum dregst einnig saman, um 500
tonn en hlutdeildin vex um þrjú prósentustig, og á innlendum
fiskmörkuðum drógust karfaviðskipti saman um 1.000 tonn
en hlutdeildin óx um 0,5% m.t.t. heildarkarfaaflans. Alls
voru 13,1% karfaaflans send utan í gámum en 6,2% hans
seld innanlands á fiskmörkuðum. Lítilsháttar verðhækkun
varð á hverju karfakflói í beinum viðskiptum en meiri
verðhækkun varð í gámaviðskiptum og á innlendum
fiskmörkuðum. Þannig fengust að meðaltali 78 krónur á
hvert kfló á innlendum fiskmörkuðum og er það 37% hærra
verð en á árinu 2000 og í gámav iðskiptum fékkst að meðaltali
151 króna fyrir kflóið sem er fjórðungs hækkun frá fyrra ári.
Þróun viðskipta með karfa eftir helstu viðskiptaformum
sést vel á yfirliti 4.