Framtíðin - 23.07.1929, Síða 4

Framtíðin - 23.07.1929, Síða 4
4 FRAMTÍÐIN Frh. frá 1. bls. Af því leiðir, að oft eru frá- sagnir flokkablaðanna, vegna þess að ritstjórarnir eru háðir vilja ráð- andi manna innan flokkanna, eklú birtar í réttu Ijósi. Hvað sannleiks- gildi snertir, er undir svona kring- umstæðum oft engin heil brú í þeim. Afarörðugt er eða ómögulegt að afla sér ábyggilegra upplýsinga við- víkjandi hinum nýafstöðnu lands- inálafundum. Svo mjög er eitur flokkapólitíkinnar búið að sýkja og gegnsýra þjóðina, að flestir menn eru hlutdrægir og halla réttu máli, annaðhvort vísvitandi eða óafvitandi og eins og ósjálfrátt. Hefðu kosningar til alþingis farið fram næstu daga á eftir fundun- um, væru menn auðvitað yflrleitt síður í vafa um, hvað í raun og veru gerðist á fundum þessum. En þar sem því er ekki þannig varið, veður alþjóð 1 »villu og svíma«, hvað »stemningu« áheyrendanna á fundunum snertir. Pjódræknir menn blekkja sjálfa sig, ef þeir treysta frásögnum flokka- blaðanna. Sgm dæmi um hið fráleita atferli flokiíablaðanna er Akureyrarfund- urinn. Frásagnir flokkablaðanna þriggja voru svo ólíkar, að mönn- um, ókunnugt um málavexti, hefði verið öldungis ómögulegt að ímynda sér að um að eins einn fund væri að ræða — heldur þrjá fundi. Pann- ig leit svo út að þrír Ólafar Thors, þrír Bernharðar Stefánssynir og þrír Einarar Olgeirssynir hefðu flutt þar erindi. Blaðið »Dagur« er lygajöfur Norðurlands eins og »Tíminn« er hér syðra. En þó fór svo gersam- lega um þverbak í þetta sinn, að sumir létu svona hálft um hálft furðu sína í ljós yfir ósvífni þess og óbilgirni. Og þó eru menn mörgu vanir af slíku tæi hjá því blaði. Ber gætnum mönnum saman um, að öllu hafl verið snúið öfugt, er að fundinum laut — að öll frásögn blaðsins um fundinn hafl verið ó- blönduð ósannindi frá upphafl til enda. Greinina um fundinn í málgagni lýðæsingamanna reit Einar Qlgeirs- son síldareinkasölublóðsuga. Pað nægir, til þess að menn geti getið sér til, hvernig »réttmæti« hennar muni vera! Annars er mér eðlilega óljúft í þessu sambandi að nefna nafn blaðsins, sem greinin er í. , Pað heitir »Yerkamaðurinn«. Nafn- ið sjált á blaðinu er því virðingar- vert og heiðarlegt. En ritarar og umráðamenn blaðsins (það er rit- stjóralaust) eru óheiðarlegir og fyr- irlitlegir. Peir eru skaðræðismenn, einkum og sérstaklega gagnvart varnarlausasta fólkinu — verka- mönnunum. Pví er sárt að þessi blaðsnepill, sem saurgar og svívirð- ir heiðarleika verkamanna í heild sinni, skuli þó að nafninu til vera eins og »helgaður« þeirri stétt — en aðeins til ábata fyrir Einar 01- geirsson og önnur verstu illþýði landsins. Samkvæmt þeirri bestu heimild, sem fáanleg var (eg gat ekki, kringumstæða vegna, setið nokkurn fundanna, nema þann sem haldinn var á Djúpavogi), ummælum tveggja manna er viðstaddir voru, og eru taldir áreiðanlegir og sannsöglir menn, komst blaðið Islendingur næst sannleikanum. En hinsvegar hefir ritstjóri þess auðvitað ekki séð sér annað fært en að »lita« það eitthvað, þ. e. gera það hlut- drægt að nokkru, víkja dálítið út af réttri leið, eins og ritstjórar flokkablaðanna eru knúðir til að gera. Eins í þessu sem öðru getur að eins óháð blað orðið fólki til sannr- ar leiðbeiningar. Frh. ------------ Vernd vinnulýðsins. Eg er vinur og talsmaður verka- manna eins og annara stétta. Eg ber hagsmuni verkamanna fyrir brjósti eins og hagsmuni annara stétta. 0g eg virði þessa stétt al- veg eins mikið og aðrar stéttir. Síst að furða þótt eg geti ekki orða bundist yfir ósvífni, lygum og blekkingum forkólfa »jafnaðar- manna«-klikkunnar. — Peir fita sig á sveita alþýðunnar. Auður þeirra er sem sé blóðpeningar. Pessi varmenui leitast við af öllum mætti að gera þjóðarheildina að þrælum sínum, er þeir munu, ef þeim tekst slíkt (sem þeim skal ekki — skal aldrei takast), kúga miskunnarlaust, eins og Héðinn Brí- etarson kúgar verkafólk sitt (sbr. skýrslu samherja haris, M. Y. Jó- hannessonar). Af þessu leiðir að þeir hata vinnudóminn og berjast gegn honum með hnúum og hnef- um Vinnudómurinn er vernd fyrir verkalýðinn gegn ofbeldi og yfir- gangi leiðtoga æsingahreyfingarinn- ar (en það eru leiðtogarnir, þessir falsspámenn verkamanna, er ein- göngu sjálfir stórhagnast á verk- bönnum, en iðjumennirnir og þjóð- in í heild sinni bíður tjón af), og ennfremur vernd gegn ofbeldi at- vinnurekenda, ef um slíkt kynni að vera að ræða. Vinnudómurinn er skjól og skjöldur verkalýðsins. Og það vita leiðtogarnir, Héðinn, J. Bald., Ein. Olgeirsson og allúr skarinn þessara mannlegu djöfla, þessara konga eigingirninnar, hræsninnar og lyginnar. 1930 er nafn á nýjum vindli, sem búinn er til af (P. Wulff, — Kaupmannahöfn, bestu vindlagerð Danmerkur. 1930 fæst alstaðar með þessu verði: 1 stk. 50 aura. 25 stk. kassi 10 kr. 50 stk. kassi 19,50. Fyrirliggjandi í heildsölu í Gúmmístígvél hafa hlotið lof allra, sem reynt hafa. Rúmgóð, þægileg, og framúrskarandi endingargóð. Jafnan fyrirliggjandi í öll- um venjulegum stærðum og gerðum fyrir karla, konur og börn. Gummískór með hvítum, gráum og brúnum botnum. Sterkur og ódýr slitskófatnaður. Vörur sendar gegn eftirkröfu. Greið og ábyggileg viðskifti. H V ANNBERGSBRÆÐUR Reykjavík. SKÓVERSLUN Akureyri. iffli n sálrn Hvaða skýringar gefa náttúruvísindin á leyndardómum mannssálarinnar og lífsins? Nýútkomnar bækur útskýra þetta eins nákvæmlega og full- komlega og unt er. Bækurnar eru alls 30 arkir að stærð. Ódýrustu og bestu bíókakaup, sem völ er á. Bækurnar kosta að eins 5 krónur burðargjaldsfrítt. Petta tilboð er aðeins til 1. október. Með því að upplagið er takmarkað, er vissast að tryggja sér bækurnar sem fyrst. Öllum fyrirspurnum svarað greiðlega. Sendið pantanir yðar aðalútsölumanni bókanna: E. GUÐMUNDSSYNI, Frakkastíg 24. IWWWWWWWBWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWHWIWHWW JIM i I TOMMIWtWWWW | Framtíðin mun leiða það í Ijós, að hér eítir sem hingað til verða bestu bifreiðarnar til lengri og skemri ferða ávalt frá Steindöri. :^wnwwiwiwiww Sagan í þessu blaði heitir VALRÓS, og er áframhald frá 1. tölubl. Ritstjóri: J. S. Birkiland. Prentsm. Jóns Helgasonar. Verð blaðsins er fimm krónur ár* gangurinn. Gjalddagi 1. október ár hvert.

x

Framtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framtíðin
https://timarit.is/publication/1397

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.