Framtíðin - 24.02.1931, Side 1

Framtíðin - 24.02.1931, Side 1
Burt með sundrung, ílokkadrátt og stétta hatur. BLAÐ ÓHAÐRA MANNA Innleið samhug, samvinnu og sant- eining allra stétta. Upphitun húsa með miðstöðvar- tækjum. Eftir Loft Bjarnason, járnsmið. Þaó er oróið alment hér á landi aó hita upp hús, sem upphitun hurfa, með miðstöðvartækjum svo kölluðum. En jbar sem ekkert hef- ir sést á prenti til leióbeiningar beim, sem þessi tæki þurfa að nota, þá langar mig til að gera tilrann til aó rita nokkur orð um þetta efni, ef vera mætti að þaó gæti komið aó einhverju liði. En af því aó eg get ekki talið mig með rit- snillingum nútímans, þá verð eg að biója fólk, sem les þetta, að taka viljann fyrir verkið. Eg vil þá fyrst minnast á fyrir- komulag slíkra tækja. Það tíðkast töluvert hér í Reykjavík að hafa, tvær eða íleiri miðstöóvar í sama húsi eða einn mióstöóvarketil fyr- ir hverja hæó. Sá kostur fylgir pessu fyrirkomulagi að íbúandi hverrar hæðar hefir algerlega ráð á upphitun íbúðar sinnar, og er þá®enginn ágreiningur um hitun, sern oft vill verða.. þar sem ein miðstöð er fyrir alt húsió. Það vill oft vera svo, aó einum finst óþarft að kynda þegar annar vill hafa hita, en kolakostnaðurinn kemur samt jafnt á alla og veldur það óánægju. En þetta fyrirkomu- lag er aýrara og að engu leyti betra að öðru leyti en því, sem eg hefi greint. Þá vil eg fara nokkrum oróum um uppsetningu nefndra tækja. Það hefir hingaó til verió álitinn lítill vandi að koma fyrir miðstöðv- artækjum til upphitunar. Menn af ýmsu tæi hafa tekió sér rörtong í hönd og gert sér þaó að atvinnu, án þess að hafa nokkra kunnáttu eöa þekkingu í því efni, enda hef- ir það ekki ósjaldan komið fyrir. að það hefir sýnt sig, að þessir menn hafa alls ekki verið starfinu vaxnir, og kaupmenn, sem hafa haft sölu slíkra tækja á hendi, hafa jafnvel verið svo óvandaöir að virðingu sinni að þeir hafa ekk- ert skift sér af því, hvort tæki þau, sem þeir hafa selt, kæmu að fullum notum eða ekki, að eins ef salan gat komist í framkvæmd. Og’ þá er nauðsyn fyrir seljendur slíkra tsékja að athuga þetta mál, sérstaklega þegar seld eru slík tæki út um landið. Kaupmenn þurfa að hafa vissu fyrir því, aó tæki þau sem þeir selja geti reynst svo vel sem unt er. Það ætti að vera þeim hvatning til frekari sölu á tækjunum, því tækin eru oft dæmd slæm, þó að það sé að eins uppsetningunni að kenna, og skal eg setja her eitt dæmi því til sönnunar. Maður, sem keypt hafói mið- stöðvartæki af kaupmanni, kemur til hans og segir þá sögu, að einn ofninn, sem hann hafi keypt, hljóti að vera gallaður. En þegar athugað var, hvernig leiðslan áð honum var lögð, þá kom það í ljós, hvers vegna ofninn ekki kom að notum. Þekkingin hjá þeim, sem uppsetninguna framkvæmdi, var ekki meiri en það, að hann hélt að á sama stæði, hvernig leióslan væri lögð. Svona dæmi mætti mörg tilfæra og vegna þess hefir mörg mið- stöðin reynst ver en við mátti bú- ast, og hefir bakað kaupendum margfaldan kostnað. Við uppsetningu miðstöðvartækj- anna er margs að gæta, sem óreyndir og óvanir menn gera sér ekki grein fyrir áður en þeir taka að sér slíkt verk og mun eg víkja að því síðar. 1 sambandi við uppsetningu nefndra tækja vil eg fara nokkr- um orðum um útboð þau, sem nú eru svo mjög farin að tíðkast í sambandi við miðstöðvauppsetn- ingu, það er að segja þau útboð, sem ekki fylgir teikning eða ná- kvæm lýsing af uppsetning tækj- anna. Um þau útboð er öðru máli að gegna, því að þá er venjulega eftirlit með uppsetningunni. Frh. Fjölbreytni. öll blöð landsins eiga sammerkt í því að vera einhæf og einlúiða. Fjölbreytni er þar ekki til að dreifa. Það er hlutverk Framtíð- arinnar að vera hið gagnstæóa. Aó bæta úr brýnni þörf. Að geta boð- ið alþjóð lesmál við flestra hæfi. fjölbreytt, rökfast, mentandi og göfgandi. Blaðið á jafnt erindi til manna af öllum stéttum og úr öllum stjórnmálaflokkum. Nokkrir lærð- ustu, frjálslyndustu og áhugasöm- ustu borgarar ríkisins hafa hei't- ið liðveislu sinni í þessu efni. Er hér að ræða um sérfræðinga. Rit- gerðir þeirra grundvallast því á þekkingu. Eg vil að eins hafa rök og staðreyndir að bjóða lesendum blaðs mins. 1 næstu blöóum birtast ritgerð- ir um barnauppeldi, íþróttir, bind- indisstarfsemi, kvenréttindi, fræðslumál ýmis konar, listir, vís- indi, iónað, verslun og sjávarútveg eftir sérfróða menn. Kaupið, borgið og lesið Fram- tíðina. r—o-c Af Alþingi er lítið annað í frásögur færandi en það, að vinnubrógð eru léleg að vanda. Veikindaalda sú (nefnd influensa), sem nú veltur yfir höf- uðborg vora og ýmsa aðra lands- hluta, á sinn þátt í þvi að valda- braskarar landsins hafa lítið að- hafst og svo að segja engu komið í framkvæmd enn sem komið er. Úlfar valdapólitikinnar eru þó teknir að ýlfra eða gjamma, eins og að vanda. 1 Alþingishúsinu — sem valda- eða flokkapólitíkin hef- ir gert að ræningjabæli, eru öll hrossakaupin enn óútkljáð, að því er séð veróur. Rifrildi því og stórskömmum, sem einkennir starfsemi undanfarinna þinga, en sem þingmenn strika að miklu leyti út úr ræðum sínurn áður en þær eru prentaðar, ber ekki mikið á fyr en síóar. En það ber þá eitthvað nýrra við, ef einstöku óróaseggir ekki haga' sér eins og götustrákar þegar t. d. verður farið að ræóa um fjárlögin, bein eóa bitlinga og því um líkt. Þeim, sem ekki sitja að krásunum nú (kjötpotti landsins) þykja þeir, sem þar bera mikið úr býtum (og þeir eru margir) þegar orðnir alt of svínfeitir. Skuldasúpa ríkisins og fjár- þröng yfirleitt gerir það að verk- um að dregiö mun úr ýmsum nauðsynlegum verklegum fram- kvæmdum. Og er það síst glæsi- legt. Ræðu fjármálaráðherrans var útvarpað. Deildu andstæðingar á hann eins og gengur og gerist. Rík- isbókhaldið, eins og það er, þótti þeim flókið og varhugavert, og fjárausturinn kváðu þeir afskap- legan vera. Ráðherra upplýsti að ríkisskuldirnar væru raunveru- lega hærri en áður hafði verið haldió fram, eóa yfir 40.000.00 króna. — Hlutdrægni virtist út- varpsstjórinn hafa beitt gagnvart andstæóingum stjórnarinnar, þar sem athugasemdum þeirra við ræðu fjármálaráðh. var ekki út- varpað, eins og þeir þó hugðu að væri, og þótti slíkt vítavert. Meðal frumvarpa, er flutt hafa verið af einstökum þingmönnum, eru þessar hinar helstu: Einkasala á tóbaki og eldspýtum, vaxtalækk- un, hafnargerð í Dalvík, Akranesi og Sauðárkróki. Margar fjárbeiðn- ir hafa Alþing’i borist e'ns og að vanda o. s. frv. Meðal margs annars í ræðu fjármálaráðh.,- en þar kendi margra grasa, gat hann þess, að töp beggja aðalbanka landsins hefðu á síðasta áratug numið 33.000.000 króna. Hann kvað tekj- urnar hafa numið 17.250.000 krón- um. Þeir tekjuliðir er mest fóru fram úr áætlun voru: víneinkasal- an 800.000 kr., tekju- og eigna- skattur 551.000 kr., símatekjur 443.000 kr., áfengistollur 400.000 kr., tóbakstollur 337.000 kr., kaffi og sykurtollur 197.000 kr., sæt- inda- og konfektgerð 110.000 kr., vitagjöld 150 kr. og bifreiðatoll- ur 51.000 kr. O; s. frv. íslendingar! Kaupið og borgið Framtíðina. Framtíðin er eina blaðið á land- inu, sem á tilverurétt sinn ein- göngu vegna göfugra hugsjóna. Mínum kringumstæðum er þann- ig háttað, að eg get ekki lifað fyrir sjálfan mig. Mitt hlutverk er því aó reyna aó verða alþjóð til einhvers gagns. Þeir, sem kaupa blaóið og greiða andvirði þess skil- víslega, styója mig í því að lifa lífi mínu fyrir aðra menn — fyrir þjóðfélagið. Það er orðin hefð hér á landi, ef svo mætti að orði komast, aó and- virói blaða er greitt seint eða aldrei. Framtíðin er vísir aó menning- arblaói. Styójið að þróun þessa vísis. Ef blaðið er greitt skilvís- lega, verður mér kleift að gera það betur úr garði, stækkað það og geta jafnframt fært þjóðinni meiri og fullkomnari fræðslu í ýmsum greinum. Látið ekki undir höfuð leggjast að greiða andviröi blaðsins, svo fremi ykkur sé unt. Hin almenna fjárkreppa gerir þetta öróugra, eins og alt annað. En góður vilji er sigursæll. Sýnið það í verki. Eg á enga peninga til — á ekk- ert annað til en baráttuþrá fyrir fögrum hugsjónum. Eg hefi því ekkert annað handbært fé en það, sem reitist saman af áskriftar- gjöldum, með mjög mikilli fyrir- höfn, að eg ekki nefni sérstaklega hve mikið píslarvættishlutskifti lífsins það er að sarga út úr sum- um mönnum nokkurn skapaðan hlut fyrir andleg verðmæti, svo

x

Framtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framtíðin
https://timarit.is/publication/1397

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.