Ásgarðstíðindi - 15.01.1929, Qupperneq 3
ÁSGARÐSTÍÐINDI
3
Til húsmæðra í Reykjayík.
Virðulega húsfreyja!
Yður mun vera kunnugt um, að vér framleiðum 2
tegundir af smjörlíki:
HJARTAÁS- og L A U P Á S- smjörlíki.
H j a r t a á s-smjörlíkið er sýrt eingöngu með hreinum
mjólkursýrugerlum af bestu tegund, samskonar og notaðir
eru til að sýra rjóma á rjómabúum, en L a u f á s-smjör-
líkið er það, sem sumir munu kalla „endurbætt“ smjörlíki.
Bragðið er ekki alveg það sama; það er hreinna
smjörbragð að Hjartaás-smjörlíkinu, en ekki eins sterkt
og að Laufásnum.
En nú er ekki smekkur allra eins, og það munu vera
tiltölulega fáir, sem hafa bragðað báðar tegundirnar.
Vér leyfum oss því að senda yður hérmeð sýnishorn
af báðum þessum tegundum:
HJARTAÁS- og LAUFÁS- smjörlíkinu
og vonum, að þér gerið oss þá ánægju aö bragða báðar
tegundir og bera þær saman og eins að bera þær saman
við aðrar smjörlíkistegundir, ef þér hafið notað annað
smjörlíki fram að þessu.
Biðjið kaupmann þann, er þér skiftið við, um
HJARTAÁS- eða LAUEÁS-smjörlíki, eftir því hvor tegundin
yður líkar betur.
Smjörlíki vort er ekki dýrara en annað smjörlíki, en
það er mun betra. Kaupið þvi Hjartaás- eða Laufás-smjör-
líkið, því að með því móti fáið þér flest og mest gæðin
fyrir peninga yðar.
ÁSGARÐUR H.F.
SMJÖRLÍKISGERÐ.
Ath.: Ef vandkvæði eru á því að fá smjörliki vort hjá verslun
þeirri, er þér skiftið við, gjörið þá svo vel að gera oss viðvart.
Hérmeð fylgja tvær öskjur. ErHJARTAÁS-
smjörlíki i annari, en LATJFÁS-smjörliki i
hinni. Hvað hvor tegundin er, sjáið þér á
miða, sem liggur ofaná i öskjunum og eins
neðan á botnunum á öskjunum.