Skessuhorn


Skessuhorn - 06.09.2017, Side 2

Skessuhorn - 06.09.2017, Side 2
MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 20172 Þó fyrstu göngur og réttir á Vesturlandi séu afstaðnar fara flestar þeirra fram næstu daga og vikur. Sums staðar þarf að reka fé yfir þjóðvegi og ökumenn og aðr- ir vegfarendur því minntir á að fara sér- staklega varlega við aksturinn og taka til- lit til aðstæðna. Hæg norðaustlæg eða breytileg átt og skúrir eru í kortunum, einkum sunnan- og vestan lands á morgun, fimmtudag. Hiti 4 til 13 stig, hlýjast á suðvesturhorn- inu. Áfram hæg norðaustlæg eða breyti- leg átt á föstudag. Skýjað verður um land- ið norðan- og austanvert en léttir til suð- vestan lands. Hiti breytist lítið. Víðast hvar hægviðri og þurrt á laugardag, en fer að rigna með vaxandi suðaustanátt suðvest- anlands um kvöldið. Hiti 3 til 12 stig, mild- ast suðvestan til. Á sunnudag og mánu- dag er útlit fyrir áframhaldandi norðlæga átt með dálítilli vætu og heldur kólnandi veðri, einkum norðvestan til. Úrkomulítið á Suður- og Vesturlandi. „Ætlar þú að fylgjast með íslenska karla- landsliðinu á Evrópumótinu í körfuknatt- leik?“ var spurt á vef Skessuhorns í síðustu viku. Flestir sögðu einfaldlega „nei“, eða 39%. „Fylgist eitthvað með“ sögðu 21%, „já, ætla að fylgjast með öllum leikjunum“ sögðu 16% og „já, ætla að horfa á flesta leiki“ sögðu 15%. Fæstir sögðu „kannski“, eða 8%. Í næstu viku er spurt: „Hverjir eru stærstu mannkostirnir?“ Skagamaðurinn Birgir Leifur Hafþórsson fagnaði á sunnudag sínum fyrsta sigri á áskorendamótaröðinni í golfi sem fram fór í Frakklandi. Þetta er besti árangurs kappans í golfi fram að þessu. Hann er Vestlendingur vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Listakona spjallar við gesti AKRANES: Nokkrir dag- ar eru nú eftir af einkasýn- ingu Hildar Björnsdóttur í Akranesvita. Á síðasta degi sýningarinnar, næstkom- andi sunnudag, ætlar hún að vera til staðar í vitanum frá klukkan 13 til 15. Þá gefst gestum tækifæri til að spjalla við listamanninn og sjá sýn- inguna sem hefur verið vel sótt í sumar. Verk Hildar eru unnin út frá ljósmyndum sem hún hefur tekið á Íslandi undanfarin ár. Ljósmyndirn- ar hafa flestar verið tekn- ar við sjávarsíðuna á Vestur- landi. Verkin eru unnin á ál- plötur og prentuð á grófan vatnslitapappír. Listakonan segir sjálf að hún heillist að hinum sífellda breytileika og litadýrð íslenskrar náttúru í samspili við árstíma. -mm Hreinsa strendur og mál sama daginn Í ár ber Alþjóða strand- hreinsunardaginn upp á Dag íslenskrar náttúru sem hald- inn er hátíðlegur 16. sept- ember ár hvert. Í plastlaus- um september vekur Land- vernd því athygli á þeim hættum sem fylgja plast- mengun í hafi. „Við hvetjum fólk til að skipuleggja sína eigin hreinsun og taka þátt í plastlausum september. Auðvelt er að minnka notk- un plasts, kaupa minna og að auka endurvinnslu. Hóp- ar, einstaklingar og fyrirtæki eru hvattir til að skrá sig til leiks á síðunni hreinsumisl- and.is en þar eru allar hreins- anir sýndar á Íslandskorti. Á síðunni má finna fræðslu og veitir Landvernd góð ráð og leiðbeiningar fyrir skipu- lagningu strandhreinsunar.“ -mm Áhyggjur vegna stöðu sauðfjár- bænda S K O R R A D A L U R : „Hreppsnefnd Skorradals- hrepps lýsir yfir áhyggjum sínum á stöðu mála er varð- ar sauðfjárbændur. Hvetur hreppsnefndin því til þess að allir viðkomandi leiti allra leiða til að draga úr þeim skaða sem fyrirséður er,“ seg- ir í ályktun sem hreppsnefnd Skorradalshrepps samþykkti nýverið á fundi sínum. -mm Bifreiðastöð ÞÞÞ á Akranesi fagn- aði 90 ára starfsafmæli miðviku- daginn 23. ágúst síðastliðinn. Fyr- irtækið var stofnað 23. ágúst 1927 af Þórði Þ. Þórðarsyni og Sigríði Guðmundsdóttur á Hvítanesi við Kirkjubraut 16 á Akranesi. Eigend- ur þess í dag eru bræðurnir Þórð- ur Þ. Þórðarson og Ólafur Þórð- arson, barnabörn Þórðar og Sig- ríðar. „Okkar helsta verkefni er að þjónusta fyrirtæki og einstak- linga á Akranesi og í nágrenni bæj- arins, eins og verið hefur alla tíð. Það er jafnframt stærsta verkefnið sem framundan er,“ segir Þórður Þ. Þórðarson í samtali við Skessu- horn. „Annars hef ég nú ekki mik- ið um málið að segja. Vissulega erum ekki mörg fyrirtæki sem ná þessum aldri og við erum örugg- lega eitt elsta fyrirtækið á Akranesi. Hvers vegna við höfum náð þessum aldri, en ekki önnur fyrirtæki, veit ég ekki,“ segir hann. Einn bíll í upphafi Starfsemi Bifreiðastöðvar ÞÞÞ hófst þegar Þórður Þ. Þórðarson keypti sér vörubíl og hóf að gera hann út árið 1927. Starfsemin jókst og hann rak umfangsmikla útgerð flutningabíla og rútubíla einnig fram til 1970. Árið 1973 tók Þórður sonur hans við og stýrði fyrirtækinu þar til hann lést árið 2002. „Við Óli tóku við þessu þegar pabbi lést árið 2002 og erum tveir eigendur fyrir- tækisins í dag,“ segir Þórður. Fyrir- tækið hefur því alla tíð verið í eigu sömu fjölskyldunnar. Bjartsýnn á framtíðina Starfsmenn Bifreiðastöðvar ÞÞÞ hafa verið milli 20 og 25 talsins undanfarin ár. Segir Þórður að sá fjöldi hafi haldist nokkuð stöðug- ur síðustu ár og reksturinn gengið ágætlega. „Það hefur gengið ágæt- lega þó þetta sé stöðug barátta eins og hjá öllum öðrum,“ segir hann og kveðst líta björtum augum til fram- tíðar. „Það er dálítið grátlegt hve lítið er af iðnfyrirtækjum hér í bæn- um og í raun skrítið að fyrirtæki skuli lítið sækjast eftir því að koma hingað. Það hefur verið barátta og verkefni bæjaryfirvalda í áratugi. Sú vinna virðist ekki hafa skilað sér, hvernig sem á því stendur. Engu að síður er bærinn alltaf að stækka. Íbúunum fjölgar stöðugt og það þýðir ekkert annað en að vera bjart- sýnn á framtíðina,“ segir Þórður Þ. Þórðarson að endingu. kgk Bifreiðastöð ÞÞÞ stendur á níræðu Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi (t.h.) og Ólafur Adolfsson, formaður bæjarráðs (t.v.), færðu Bifreiðastöð ÞÞÞ málverk eftir Bjarna Þór og blómvönd úr Módel í tilefni afmælisins. Þórður veitti gjöfunum viðtöku fyrir hönd fyrirtækisins. Ólafur Þórðarson og Þórður Þ. Þórðarson, eigendur Bifreiðastöðvar ÞÞÞ. Stórt skarð kom í veginn upp að Jökulhálsi á Snæfellsnesi síðastlið- inn föstudag. Starfsmaður Vega- gerðarinnar fór strax til að meta að- stæður og merkti svæðið til að koma í veg fyrir óhöpp. Í ljós kom að veg- urinn hafði farið illa á kafla þar sem rör hafði stíflast, flætt yfir og mynd- ast hafði stórt skarð í veginn og hann því nánast einbreiður á kafla. Trak- torsgrafa var sent til að lagfæra veg- inn og moka frá rörinu þannig að vatnið ætti greiða leið í gegn. Gekk viðgerðin vel. Vegfarendur eru engu að síður beðnir um að gæta varúð- ar á ferð um Jökulháls því vegurinn getur verið fljótur að skemmast þeg- ar mikið rignir. þa Vatnavextir og vega- skemmdir á Jökulhálsi Skagamaðurinn Jónas Heiðarr Guðnason keppti á dögunum fyr- ir Íslands hönd í stærstu barþjóna- keppni í heimi, World Class keppn- inni, sem fram fór í Mexíkóborg. Jónas komst ekki áfram en má þó vel við una því meira en tíu þúsund bar- þjónar bitust um aðeins 55 laus sæti í keppninni. Hann öðlaðist þátt- tökurétt fyrir Íslands hönd með sigri í undankeppninni á Íslandi. Af 55 barþjónum, frá fjölmörgum lönd- um sem boðið var til Mexíkóborgar, komust tíu barþjónar í úrslit keppn- innar. Jónas komst sem fyrr segir ekki áfram að þessu sinni en stóð sig með stakri prýfði. Það var hin kanadíska Kaitlyn Stewart sem bar sigur úr býtum í Mexíkóborg og getur því kallað sig heimsins besta barþjón. kgk Jónas Heiðarr komst ekki áfram í Mexíkó Jónas Heiðarr Guðnason barþjónn frá Akranesi.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.