Skessuhorn


Skessuhorn - 06.09.2017, Qupperneq 6

Skessuhorn - 06.09.2017, Qupperneq 6
MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 20176 Göngum í skólann LANDIÐ: Átakið Göngum saman verður formlega sett í dag, miðvikudag. Markmið þess er að hvetja nemendur og foreldra á Íslandi til að ganga, hjóla eða nota annan virk- an ferðamáta til og frá skóla. Um leið er ætlunin að hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skól- ann og fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar, kenna reglur um öryggi á göngu og á hjóli og draga úr umferð, umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum. Stuðlað er auk þess að vitund- arvakningu um ferðamáta og umhverfismál. -mm Minna aflaverðmæti en meira magn MIÐIN: Aflaverðmæti ís- lenskra skipa í maí var tæp- ir 10,7 milljarðar króna sem er um 11,3% minna en í maí 2016. Í samantekt Hagstofu Íslands kemur fram að fiskafli íslenskra skipa í mánuðinum hafi engu að síður verið 27% meiri en heildaraflinn var í maí 2016, eða tæp 138 þúsund tonn. „Verðmæti botnfisksafl- ans nam rúmum 8 milljörð- um sem er 4,7% samdrátt- ur miðað við maí 2016. Verð- mæti þorskaflans nam tæpum 5 milljörðum og dróst sam- an um 0,9% þrátt fyrir 19,9% aukningu í magni. Samdráttur varð einnig í verðmæti annarra tegunda. Verðmæti flatfisk- afla dróst saman um 23,4% og verðmæti uppsjávarafla dróst saman um 24,8%.“ Á tólf mánaða tímabili frá júní 2016 til maí 2017 nam aflaverðmæti íslenskra skipa 114 milljörð- um króna sem er 19,7% sam- dráttur miðað við sama tíma- bil ári fyrr. -mm Flestir búnir að manna kennarastöður LANDIÐ: Flestir grunnskólar landsins hófu nú í ágúst skóla- árið fullmannaðir. Þetta kem- ur fram í niðurstöðu könn- unar sem Samband íslenskra sveitarfélaga lét framkvæma. Kennarar skipa 92,5% stöðu- gilda. Könnunin var gerð eft- ir miðjan ágúst og bárust svör frá 134 af 155 grunnskólum landsins. -mm Íbúaþing um farsæl efri ár AKRANES: Íbúaþing um farsæl efri ár verður haldið á Akranesi í lok þessa mánaðar, miðvikudag- inn 27. september. Það hefst kl. 17:00 í sal Grundaskóla og áætl- að er að það standi til kl. 22:00. Íbúaþingið er haldið í tengslum við starfshóp sem skipaður var í lok síðasta árs til að fjalla um samráð og stefnumótun í málefn- um aldraðra. Niðurstöður íbúa- þingsins verða notaðar sem inn- legg í þeirri stefnumótunarvinnu starfshópsins. Á þinginu verð- ur leitast við að svara eftirfar- andi spurningum: Hvað er gott við að eldast á Akranesi? Hvern- ig viltu sjá málefni eldri borgara á Akranesi þróast? Hvernig get- ur Akraneskaupstaður stuðlað að farsælum efri árum? Hvað get- um við sem einstaklingar gert til að stuðla að farsælum efri árum? Öllum íbúum Akraness er vel- komið að mæta á íbúaþingið, segir í tilkynningu frá Akranes- kaupstað. -kgk FSN og Hópferðabílar Svans endurnýja samning GRUNDARFJ: Fjölbrauta- skóli Snæfellinga og Hópferða- bílar Svans Kristófers ehf. end- urnýjuðu samning um rútuakst- ur nemenda á dögunum. Samn- ingurinn er til þriggja ára með möguleika á framlengingu sé þess óskað. Fyrirtækið hefur séð um aksturinn undanfarin fimm ár og hefur hann gengið hnökralaust fyrir sig og er mikil ánægja með samstarfið af beggja hálfu. - tfk Undanfarið hafa staðið yfir tölu- verðar malbikunarframkvæmd- ir í Stykkishólmi. „Malbikunar- aðgerðir hófust um miðjan ágúst og lauk um síðustu helgi, það er að segja þær aðgerðir sem varða verkefni sem snúa að bænum. Síð- an verður áframhald malbikunar hjá fyrirtækjum og einstaklingum hér í bæjarfélaginu,“ segir Sturla Böðvarsson bæjarstjóri í samtali við Skessuhorn. Það var Kraftfag ehf. sem annaðist malbikun fyr- ir Stykkishólmsbæ, en starfsmenn fyrirtækisins hafa verið við malbik- un á Snæfellsnesi í sumar. Göturnar sem malbikaðar voru að þessu sinni í Stykkishólmi eru Hamraendi, Smiðjustígur, Reitar- vegur, Silfurgata og Hafnargata, auk þess sem plan við Hafnarhús- ið var malbikað sem og planið við áhaldahús bæjarins. „Allt saman gekk þetta alveg prýðilega,“ segir Sturla. Hann segir frekari gatnafram- kvæmdir fyrirhugaðar í bænum á næstunni. „Við gerum ráð fyrir því að fá Borgarverk hingað til okkar að leggja klæðningu á þær götur sem hentar að leggja klæðningu á. Mal- bikið höfum við notað þar sem álag er mest, en klæðningin virkar vel á aðrar götur,“ segir Sturla. Göturnar sem til stendur að klæða eru Hjalla- tangi, Skúlagata, Lágholt, Austur- gata og síðan götur í Neshverfinu. „Gerum við ráð fyrir því að vinnu- flokkur Borgarverks komi og klæði um miðjan september,“ segir Sturla að endingu. kgk/ Ljósm. sá. Malbikað í Stykkishólmi Starfsmenn Fagverks að malbika Hafnargötu í Stykkishólmi. Hér er annað sjónarhorn af framkvæmdum á sama stað. Skemmtiferðaskiptið Pacific Prin- cess kastaði ankerum á ytri höfn- inni í Grundarfirði mánudags- morguninn 4. september. Paci- fic Princess er þriðja síðasta skipið sem kemur til Grundarfjarðar þetta sumarið en aðeins skipið Sea Spi- rit á eftir að koma tvisvar sinnum dagana 10. og 21. þessa mánaðar. Alls voru 26 skipakomur til Grund- arfjarðar í sumar en það er svipað- ur fjöldi og undanfarin ár. Farþeg- arnir voru ýmist á ferð í rútum um Snæfellsnes eða á gangi um bæinn í mildri rigningunni eins og þess- ir tveir herramenn á meðfylgjandi mynd. tfk Eitt af síðustu skemmtiferðaskipunum

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.