Skessuhorn


Skessuhorn - 06.09.2017, Qupperneq 14

Skessuhorn - 06.09.2017, Qupperneq 14
MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 201714 Um kvöldmatarleytið síðastlið- inn miðvikudag sást til tveggja manna við ólöglegar veiðar á bökk- um Norðurár í Borgarfirði. Voru þeir bæði með net og veiðistang- ir á árbakkanum á þekktum veiði- stað skammt frá Hafþórsstöðum í Norðurárdal. Stangveiðimenn í ánni gerðu lögreglu viðvart. Þeg- ar þeir hugðust gefa sig á tal við hina meintu veiðiþjófa lögðu þeir á flótta á bílaleigubíl. Númer bílsins náðist. Lögregla greip samkvæmt upplýsingum Skessuhorns í tómt, en hóf eftirgrennslan eftir mönn- unum. Hinir meintu veiðiþjófar voru að sögn sjónarvotta vel útbún- ir til veiða, í vöðlum, með net og veiðistöng með flotholti. Þeir töl- uðu erlent tungumál. Við rannsókn lögreglu kom í ljós að þeir höfðu leigt bílaleigubíl í fimm daga. Í sumar hefur það ítrekað gerst að fólk hefur verið staðið að ólög- legum veiðum í fengsælum veiði- ám, m.a. Norðurá og Kjarará í Borgarfirði. Dæmi eru um slíkt víðar um land og hefur greinilega færst mjög í vöxt. mm Veiðiþjófar komust undan með net og stangir Laxfoss í Norðurá. Ljósm. úr safni. Gylfi Scheving Ásbjörnsson, skip- stjóri á Tryggva Eðvarðs SH, seg- ir í samtali við Skessuhorn að komandi vertíð leggist bara vel í sig. „Ég kippi mér samt ekki upp við ef fiskverðið verður lægra á þessari vertíð en á þeirri síðustu. Nóg var fiskverðið þá lágt. Mað- ur verður að lifa í voninni að fisk- verð fari að hækka að nýju. Eins og er erum við á makrílveiðum og höfum fengið um 100 tonn, en í morgun lönduðum við tíu tonn- um fyrir hádegi og eru farnir aftur út,“ sagði Gylfi kampakátur þeg- ar fréttaritari hitti hann að máli á sunnudaginn. „Verði á makríl er í sögulegu lágmarki en samt sem áður er gaman að vera á veiðum í mokfiskirí eins og núna og höfum við bara gaman að þessum veið- um.“ Gylfi segir að þeir fari á línu- veiðar 10. september og fari þá beint á Hólmavík til veiða. „Við vorum þar einnig í fyrra og þar er góður afli á línuna, en frekar dræm hér í Breiðafirði. Balarnir eru keyrðir til Hólmavíkur dag- lega þar sem beitt er í Rifi.“ Gylfi segir að það séu sex menn sem vinna við beitningu í landi og svo eru þeir þrír á sjó og róið með 48 bala. af „Vertíðin leggst vel í mig“ Línan á Tryggva Eðvarðs gerð klár til þess að beita hana. Gylfi Ásbjörnsson skipstjóri á Tryggva Eðvarðs. Emil Freyr Emilsson, skipstjóri á línubátnum Guðbjarti SH frá Rifi, segist bjartsýnn á komandi vertíð. Í samtali við fréttaritara segir Emil að það þýði ekkert annað en vera bjartsýnn; fiskverð verði örugglega flott í vetur; „því við erum með úr- vals hráefni,“ bætir hann við. „Við höfum farið í nokkra róðra hér á Breiðarfirði og aflinn hefur verið þetta frá 70-100 kg á bala,“ segir Emil en uppistaðan í aflanum hefur verið fín ýsa. „Í dag erum við með um þrjú tonn og þar af er ýsa 1.800 kíló. Við munum síðar í vik- unni fara á Skagaströnd til veiða því þar hefur verið ágætis afli á þessum tíma árs og sennilega verðum við þar fram í nóvember og þá fara aflabrögð hér fyrir vestan að glæð- ast að nýju. Við róum með land- beitta línu,“ segir Emil, en líkt og aðrir bátar sem róa frá Skagaströnd verða ekið með balana norður á hverjum degi. „Það er allt í lagi, þetta eru ekki nema um þrír og hálfur tími frá Rifi á Skagaströnd,“ segir Emil og brosir út í annað. af „Þetta verður rosalega fín vertíð“ Emil Freyr Emilsson, skipstjóri á Guð- bjarti SH, með tvær vænar ýsur. Guðbjartur SH kemur að landi í Rifi á sunnudaginn. Guðbjörn Smári Hauksson, út- gerðarmaður á dragnótarbátnum Gunnari Bjarnasyni SH frá Ólafs- vík, segir að komandi vertíð leggist ekki vel í sig. Hann segist alls ekki eiga von á að fiskverð hækki í vet- ur. „Báturinn fór á sjó 1. septem- ber og tók þrjú höl, en þá kom upp smávægileg bilun í spilkerfi. Samt sem áður var aflinn fimm tonn. Verðið fyrir þorskinn reyndist að- eins 216 krónur og þar af fara 22,98 krónur í auðlindagjald, svo þá er ekki mikið eftir. Það verður ekki hægt að leigja kvóta í vetur á þessu verði,“ segir Guðbjörn og bætir við að þessi hækkun á auðlindagjald- inu hafi veruleg áhrif í Snæfellsbæ, þar sem bátar eru mest á þorskveið- um. „Helst er hægt að hafa teg- undaskipti en leiga kemur varla til greina,“ segir Guðbjörn. af „Þetta verður erfið vertíð“ Gunnar Bjarnason SH kemur til hafnar í Ólafsvík. Löndun úr bátnum.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.