Skessuhorn - 06.09.2017, Qupperneq 15
MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 2017 15
Úthluta! aflamark í upphafi fiskvei!iársins 2017/2018 til skipa á Vesturlandi
Eink.st Eink.nr. Ger! Heimahöfn Aflamark í kg.
1868 Helga María AK 16 Skuttogari Akranes 4.664.192
1202 Grundfir!ingur SH 24 Skip me! aflamark Grundarfjör!ur 2.430.131
2159 Örvar SH 777 Skip me! aflamark Rif 2.341.739
2685 Hringur SH 153 Skip me! aflamark Grundarfjör!ur 2.320.586
2704 Bíldsey SH 65 Krókaaflamarksbátur Stykkishólmur 1.707.500
2017 Helgi SH 135 Skip me! aflamark Grundarfjör!ur 1.662.523
2936 "órsnes SH 109 Skip me! aflamark Stykkishólmur 1.561.682
2847 Rifsnes SH 44 Skip me! aflamark Rif 1.493.432
1134 Steinunn SH 167 Skip me! aflamark Ólafsvík 1.223.149
2911 Gullhólmi SH 201 Krókaaflamarksbátur Stykkishólmur 1.199.094
1028 Saxhamar SH 50 Skip me! aflamark Rif 1.166.307
1629 Farsæll SH 30 Skip me! aflamark Grundarfjör!ur 1.085.187
1019 Sigurborg SH 12 Skip me! aflamark Grundarfjör!ur 973.619
1343 Magnús SH 205 Skip me! aflamark Hellissandur 963.257
1304 Ólafur Bjarnason SH 137 Skip me! aflamark Ólafsvík 948.602
2826 "orsteinn SH 145 Krókaaflamarksbátur Rif 911.939
253 Hamar SH 224 Skip me! aflamark Rif 805.512
2909 Bjarni Ólafsson AK 70 Skip me! aflamark Akranes 778.104
2860 Kristinn SH 812 Krókaaflamarksbátur Rif 749.272
2574 Gu!bjartur SH 45 Krókaaflamarksbátur Hellissandur 723.912
1856 Rifsari SH 70 Skip me! aflamark Rif 690.505
2902 Stakkhamar SH 220 Krókaaflamarksbátur Rif 666.455
2481 Bár!ur SH 81 Smábátur me! aflamark Arnarstapi 639.097
2330 Esjar SH 75 Skip me! aflamark Rif 633.069
1246 Egill SH 195 Skip me! aflamark Ólafsvík 609.120
2822 Særif SH 25 Krókaaflamarksbátur Rif 557.207
2463 Matthías SH 21 Skip me! aflamark Rif 519.205
2406 Sverrir SH 126 Krókaaflamarksbátur Ólafsvík 407.260
2882 Víkingur AK 100 Skip me! aflamark Akranes 403.880
1321 Gu!mundur Jensson SH 717 Skip me! aflamark Ólafsvík 392.311
2660 Arnar SH 157 Smábátur me! aflamark Stykkishólmur 368.150
1054 Sveinbjörn Jakobsson SH 10 Skip me! aflamark Ólafsvík 362.034
2462 Gunnar Bjarnason SH 122 Skip me! aflamark Ólafsvík 359.622
2682 Kvika SH 23 Krókaaflamarksbátur Arnarstapi 331.197
2274 Bára SH 27 Skip me! aflamark Hellissandur 237.642
2763 Brynja SH 236 Krókaaflamarksbátur Ólafsvík 229.393
2457 Katrín SH 575 Smábátur me! aflamark Ólafsvík 199.053
2830 Álfur SH 414 Krókaaflamarksbátur Arnarstapi 177.559
2589 Kári SH 78 Krókaaflamarksbátur Stykkishólmur 155.476
2737 Ebbi AK 37 Smábátur me! aflamark Akranes 151.307
2809 Kári III SH 219 Krókaaflamarksbátur Rif 99.578
2576 Bryndís SH 128 Krókaaflamarksbátur Arnarstapi 89.809
2325 Leynir SH 120 Skip me! aflamark Stykkishólmur 89.400
2243 Hafnartindur SH 99 Núllflokkur Hellissandur 88.677
2615 Ingibjörg SH 174 Krókaaflamarksbátur Rif 80.195
2419 Rán SH 307 Krókaaflamarksbátur Rif 76.704
1986 Ísak AK 67 Smábátur me! aflamark Akranes 75.370
2314 "erna SH 350 Krókaaflamarksbátur Rif 72.157
7281 Hólmar SH 355 Krókaaflamarksbátur Ólafsvík 59.801
7420 Birta SH 203 Krókaaflamarksbátur Grundarfjör!ur 57.821
2477 Vinur SH 34 Krókaaflamarksbátur Grundarfjör!ur 53.244
2126 Rún AK 125 Krókaaflamarksbátur Akranes 52.213
2625 Hólmarinn SH 114 Krókaaflamarksbátur Stykkishólmur 48.503
6548 "ura AK 79 Smábátur me! aflamark Akranes 44.997
2825 Glaumur SH 260 Krókaaflamarksbátur Rif 43.036
2347 Hanna SH 28 Krókaaflamarksbátur Stykkishólmur 40.836
2423 Fri!rik Bergmann SH 240 Krókaaflamarksbátur Ólafsvík 39.495
6678 "ytur MB 10 Krókaaflamarksbátur Borgarnes 37.665
7528 Huld SH 76 Krókaaflamarksbátur Arnarstapi 37.485
1771 Herdís SH 173 Krókaaflamarksbátur Rif 37.044
2441 Kristborg SH 108 Krókaaflamarksbátur Stykkishólmur 35.710
7456 Gestur SH 187 Krókaaflamarksbátur Arnarstapi 35.580
2359 Margrét SH 330 Krókaaflamarksbátur Grundarfjör!ur 31.916
2417 Kristján SH 176 Krókaaflamarksbátur Arnarstapi 30.179
2384 Gla!ur SH 226 Krókaaflamarksbátur Ólafsvík 28.344
7527 Brimsvala SH 262 Krókaaflamarksbátur Stykkishólmur 27.848
7412 Hilmir SH 197 Krókaaflamarksbátur Ólafsvík 26.351
7296 Hafrún SH 125 Krókaaflamarksbátur Ólafsvík 22.236
2555 Sædís SH 138 Krókaaflamarksbátur Ólafsvík 19.455
7164 Geysir SH 39 Krókaaflamarksbátur Ólafsvík 18.939
7495 Ríkey MB 20 Krókaaflamarksbátur Borgarnes 16.699
6055 Erla AK 52 Krókaaflamarksbátur Akranes 15.701
7234 Karl "ór SH 110 Krókaaflamarksbátur Stykkishólmur 15.085
6986 Hafdís SH 309 Krókaaflamarksbátur Arnarstapi 14.213
5982 Sælaug MB 12 Krókaaflamarksbátur Borgarnes 12.583
6272 Hansi MB 1 Krókaaflamarksbátur Borgarnes 10.290
7757 Jói á Nesi SH 159 Krókaaflamarksbátur Ólafsvík 10.228
7737 Jóa II SH 275 Krókaaflamarksbátur Rif 10.047
7410 "röstur SH 19 Krókaaflamarksbátur Grundarfjör!ur 7.679
7113 Frú Emilía SH 60 Krókaaflamarksbátur Arnarstapi 6.546
2177 Arney SH 162 Krókaaflamarksbátur Grundarfjör!ur 5.390
6719 Selfell SH 36 Krókaaflamarksbátur Stykkishólmur 5.101
7690 Björgvin SH 500 Krókaaflamarksbátur Ólafsvík 2.055
6976 Leifi AK 2 Smábátur me! aflamark Akranes 1.714
7053 Bessa SH 175 Krókaaflamarksbátur Rif 1.533
7082 Rakel SH 700 Krókaaflamarksbátur Ólafsvík 1.434
6979 Fákur SH 8 Krókaaflamarksbátur Stykkishólmur 58
2545 Borgar Sig AK 66 Krókaaflamarksbátur Akranes 1
6244 Kvika SH 292 Smábátur me! aflamark Stykkishólmur 1
Samtals: 54.743.289
Síðastliðinn föstudag gekk nýtt fisk-
veiðiár í garð. Fiskistofa annast út-
hlutun aflamarks á grundvelli afla-
hlutdeilda. Að þessu sinni er úthlut-
að 375.589 tonnum í þorskígildum
talið samanborið við 365.075 þorsk-
ígildistonn í fyrra. Aukning á milli ára
samsvarar því um 10.500 þorskígild-
istonnum. Til báta og skipa á Vestur-
landi er að þessu sinni úthutað tæp-
um 55 þúsund tonnum, eða 14,6%
afla innlendra skipa. Togarinn Helga
María AK, skip HB Granda, hefur
langmesta úthlutun þeirra, eða tæp-
lega 4.700 tonn. Í næstu sætum þar á
eftir koma Grundfirðngur SH, Örvar
SH og Hringur SH (sjá nánar með-
fylgjandi töflu).
Úthlutun í þorski á nýliðnu fisk-
veiðiári er 203 þúsund tonn og hækk-
ar um tæp 9.000 tonn frá fyrra ári.
Ýsukvótinn er 31.732 tonn og hækkar
um 4.200 tonn og er sama aukning í
ufsakvótanum. Tæplega 1.700 tonna
samdráttur er á úthlutun á gullkarfa
og tæplega 1.100 tonna samdráttur í
djúpkarfa. Þá er úthlutun í íslenskri
sumargotssíld 29.000 tonnum lægri
en í fyrra. Úthlutað aflamark er alls
422.786 tonn sem er tæplega 6.600
tonnum minna en á fyrra ári. Fiski-
stofa vekur athygli á að nú verður út-
hlutað aflamarki í deilistofnum og
ekki er óalgengt að aukið sé við afla-
mark í uppsjávarfiski. Engri loðnu var
úthlutað að þessu sinni. Þess vegna
á heildaraflamark einstakra skipa og
hafna og innbyrðis hlutfall þeirra eft-
ir að breytast í kjölfar slíkra úthlutana
þegar líður á fiskveiðiárið.
Flestir í Ólafsvík og Rifi
Alls fá 489 skip úthlutað aflamarki að
þessu sinni samanborið við 499 á ný-
liðnu fiskveiðiári. Það skip sem fær út-
hlutað mestu aflamarki er Sólberg ÓF
1, en það fær 9.716 þorskígildistonn
eða 2,6% af úthlutuðum þorskígild-
um yfir landið. Alls eru það 87 skip
og bátar á Vesturlandi sem fá úthlut-
að aflamarki. Flest þeirra eru skráð
í Ólafsvík og Rifi, eða 19 á hvorum
stað. Í Stykkishólmi eru skráð 14 skip
og bátar, 10 á Akranesi og í Grundar-
firði, 7 bátar á Arnarstapa, 4 á Hell-
issandi og 4 með heimahöfn í Borg-
arnesi. Þrjár heimahafnir á landinu
skera sig úr eins og undanfarin ár með
að skip sem þeim tilheyra fá töluvert
mikið meira úthlutað í þorskígildum
talið en þær hafnir sem á eftir koma.
Mest fer til skipa með heimahöfn í
Reykjavík eða 12,3% af heildinni sam-
anborið við 12,1% í fyrra. Næstmest
fer nú til Grindavíkur, eða 10,8% af
heildinni samanborið við 10,6% á
fyrra ári. Skip með heimahöfn í Vest-
mannaeyjum ráða fyrir 9,9% úthlut-
unarinnar eins og í fyrra.
HB Grandi með lang-
stærsta hlutdeild
Fimmtíu stærstu útgerðarfyrirtækin fá
úthlutað sem nemur um 87,8% af því
aflamarki sem úthlutað er og er það
1,2% hærri tala en í fyrra. Alls fá 372
fyrirtæki eða lögaðilar úthlutað nú eða
26 aðilum færra en í fyrra. Sé litið til
þeirra sem eru með mesta úthlutun
fær HB Grandi, líkt og í fyrra, mestu
úthlutað til sinna skipa eða 9,5% af
heildinni. Næst kemur Samherji með
5,9% og þá Þorbjörn hf. í Grindavík
með 5,5%. Þetta er sama röð efstu
fyrirtækja og undanfarin ár.
Úthlutun eftir
útgerðarflokkum
Bátar með krókaaflamark eru nú 277 á
landinu eins og í fyrra. Skipum í afla-
markskerfinu fækkar um tíu á milli ára
og eru nú 212. Athygli vekur að tog-
urum fækkar enn. Þetta árið um fimm
en þeim hefur fækkað um 17 frá upp-
hafi fiskveiðiársins 2013/2014. Tog-
ararnir eru nú 39 í íslenska flotanum.
Samkvæmt útgerðarflokkun Fiski-
stofu fá skuttogarar úthlutað rúmum
206 þúsund tonnum af því heildar-
aflamarki sem úthlutað var að þessu
sinni og skip með aflamark fá 165
þúsund tonn. Smábátar með aflamark
og krókaaflamarksbátar fá tæp 51.700
tonn. Krókaaflamarksbátar fá ein-
göngu úthlutað þorski, ýsu, ufsa, gull-
karfa, löngu, keilu og steinbít. Loks er
2.042 þorskígildistonnum úthlutað nú
í upphafi árs sem skel- og rækjubótum
en það er um 500 tonnum meira en í
fyrra og fara þau til 40 báta samanbor-
ið við 30 báta á fyrra ári.
mm
Nýtt fiskveiðiár er
gengið í garð
Mynd er úr safni Skessuhorns frá 2008. Þarna er áhöfn á línubátnum Kristni SH að landa
tveimur 120 kílóa stórlúðum. Ljósm. af.