Skessuhorn


Skessuhorn - 06.09.2017, Síða 18

Skessuhorn - 06.09.2017, Síða 18
MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 201718 „Mér líst fádæma vel á að vera hingað komin. Hér er óhemju fal- legt, fjölbreytt landslag og dýralíf. Hafernir fljúga fyrir utan gluggann með morgunkaffinu og uglur kitla koll, þegar skyggja tekur. Okkur hefur verið afar vel tekið og skóla- bragurinn hér er til fyrirmynd- ar. Það er því ekki annað hægt en að líða vel bæði í vinnu sem og heima,“ segir Ingveldur Eiríksdótt- ir, skólastjóri Laugargerðisskóla í Eyja- og Miklaholtshreppi. Hún tók við skólastjórastöðunni 1. ágúst síðastliðinn af Kristínu Björk Guð- mundsdóttur, sem lét af störfum síðastliðið vor eftir áratug í starfi. Blaðamaður Skessuhorns hitti Ing- veldi í Laugargerðisskóla í síðustu viku og ræddi við hana um sýn hennar á skólastarfið og uppvaxtar- árin á Þingvöllum. Ákvað að verða kennari fyrsta skóladaginn Ingveldur hefur lengi fengist við kennslu og kveðst hafa ákveðið ung að árum að leggja fagið fyrir sig. „Eftir minn fyrsta dag í skóla var ég staðráðin í því að verða kenn- ari. Stærstan hluta minnar kennslu- reynslu hef ég úr fámennum skól- un. Sjálf var ég í fámennum heima- vistarskóla og hef svolítið haldið mig við þá, fyrir utan þrjú ár sem ég kenndi á Selfossi. Áður en ég kom hingað var ég í eitt ár í afleysingum sem aðstoðarskólastjóri á Lauga- landi í Holtum en þar á undan var ég skólastjóri í fjögur ár á Þórshöfn á Langanesi. Lengst hef ég þó ver- ið við kennslu í Grímsnesinu,“ seg- ir hún. „Allir þessir skólar eiga það sammerkt að vera fámennir skól- ar þar sem þjónustustigið er hátt. Þannig vil ég hafa það og ég held að flestir skólar sækist etir því að gera það sem hægt er að gera í minni skólunum. Þegar litlir skólar eru góðir eru þeir flestum vinnustöðum betri, bæði fyrir börn og fullorðna. Ég tel að vellíðan í námi og starfi sé grunnur þess að við getum lært og notið okkar,“ bætir hún við. ,,Í fámennari skólum gefst eftirsókn- arvert tækifæri til þess að huga að þörfum, vilja og væntingum krakk- anna og þannig aðlaga námið að hverjum og einum.“ Spennandi vinna framundan En hvað kom til að hún gerðist skólastjóri í Laugargerði? „Eftir ár á Laugalandi, þar sem ég var meðal annars að velta því fyrir mér hvað ég vildi fást við í framhaldinu, þá fann ég að mig langaði að halda áfram sem stjórnandi. Ég hef alltaf kunnað vel við mig í þessum fámennari skólum þannig að þegar mér var bent á þetta starf, sló ég til og sótti um. Hér sé ég fram á spennandi tíma við að vinna með þróun kennsluhátta og að halda áfram með það góða starf sem hér hefur verið unnið,“ segir Ingveldur. „Síðan skemmir staðsetningin ekki, ég þekki vel til í Borgarfirðinum og á þar skyldmenni og börnin mín fjöl- skyldur þeirra búa norðan og austan við okkur. Staðsetningin er því góð,“ segir Ingveldur. „Einnig þykir mér frábært hve mikið samstarf er milli skóla og stjórnenda á Vesturlandi. Það er til eftirbreytni því litlum skól- um er mikilvægt að vera í góðum tengslum við aðra skóla, bæði fyrir nemendur og starfsfólk.“ Óvenjulegur uppvöxtur Ingveldur er fædd og uppalin á Þing- völlum þar sem faðir hennar, sr. Ei- ríkur J. Eiríksson var prestur og þjóðgarðsvörður frá 1960 til 1981. Móðir Ingveldar var Kristín Jóns- dóttir og systkini hennar níu tals- ins. Þegar Ingveldur lítur til baka kveðst hún sjá að bernskuárin hafi verið óvenjuleg og telur það hafa mótað hana töluvert. „Ég hugsaði auðvitað aldrei út í þetta þegar ég var barn því ég þekkti ekkert annað. En þegar litið er til baka sést að þetta var í meira lagi sérstakt,“ segir hún. „Þessi ótrúlega náttúra var bara leik- völlurinn minn þegar ég var barn. Það var mikill árstíðamunum á verk- efnum og mannaferðum. Á sumr- in var alltaf margt fólk á Þingvöll- um en fáir komu yfir veturinn enda samgöngur aðrar þá en nú. Þingvellir voru mjög afskekktir þegar ég var að alast upp,“ segir Ingveldur. Sagði Olof Palme sögur Sú var auðvitað tíðin að enginn er- lendur þjóðhöfðingi kom til Íslands án þess að sækja Þingvelli heim. „Þannig fékk ég sem barn sterka tengingu við heimsmálin, fylgdist með fréttum og ég man að ég hafði ægilegar áhyggjur af veröldinni. Ég svaf ekki á tíma út af kalda stríðinu og því að halastjarnan Haley átti að skella á jörðinni, eins og spáð var,“ segir hún og brosir. ,,Morð Olofs Palme var mér þungbært því ég hafði setið í fangi hans og sagt hon- um miklar sögur – á hvaða tungumáli veit ég ekki, en hann ruggaði mér og hló á réttum stöðum,“ segir Ingveld- ur. „En gestirnir voru ekki bara þjóð- höfðingjar og fyrirmenni. Á Þing- velli kom líka fólk úr lægstu þrepum samfélagsins. En heima var eins tek- ið á móti öllum, hvort sem þeir voru forsetar eða rónar,“ bætir hún við. Laumaðist yfir til ráðherranna „Fyrstu æviárin mín var bærinn á Þingvöllum þrjár burstir. Öðr- um megin var sumarbústaður Þing- vallanefndar en í hinum helmingn- um vorum við fjölskyldan. Það var þröngt á þingi á sumrin sérstaklega. Mörg systkinin unnu í þjóðgarð- inum, eða á símstöðinni auk okk- ar þriggja yngstu. Iðulega var einnig vinnufólk til húsa í bænum og mikill gestagangur. Erillinn var því veruleg- ur,“ segir Ingveldur. „Og mér þótti á stundum nóg um. Ég laumaðist því oft yfir í hinn hlutann til ráðherra og þingmanna þar sem var heldur ró- legra og kynntist nokkrum íslensk- um stjórnmálaleiðtogum sem barn. Best kynntist ég Eysteini Jónssyni. Hann kenndi mér til dæmis margt af því sem ég vissi um náttúru Ís- lands sem barn. Ég man eins og gerst hefði í gær þegar bústaður forsætis- ráðherra brann og við óttuðumst öll að þau hjónin Bjarni Ben og Sigríður væru enn fyrir austan en við höfðum orðið þeirra vör daginn áður. Þetta var atburður sem hafið mikil áhrif á okkur öll,“ segir hún. Snemma beygist krókurinn En Ingveldur kynntist ekki bara þjóðhöfðingjum, stjórnmálaleið- togum og öðrum mektarmönnum á uppeldisárunum á Þingvöllum, held- ur börnum þeirra einnig. „Eitt var það sem ég lærði af þessu öllu saman, og það var að taka tillit til þarfa ein- staklinga. Þar sem gestagangurinn var mikill á sumrin þá átti ég oft að hafa ofan af fyrir börnum gestanna. Þar tel ég hafa kennt mér að ein- staklingsmiða viðfangsefni. Ég lærði snemma að suma krakka væri hægt að fara með í göngutúr um svæðið, leika úti en aðra var best að hafa ofan af fyrir heima við. Sumir voru glann- ar og ætluðu sér um of og því mikil- vægt að velja leiðir og viðfangsefni af varúð svo enginn færi sér nú að voða og gæslan varð mun ánægjulegri þegar ég mér tókst að finna viðfangs- efni sem hæfði hverjum gesti. Þetta er eitthvað sem ég hef alltaf viljað leggja áherslu á í skólastarfinu, koma til móts við áhuga og getu hvers og eins,“ segir Ingveldur. Börn taki virkan þátt í að móta nám „Barnið á að fá tækifæri til að taka virkan þátt í að móta nám sitt með vali á viðfangsefnum og þar með námsefni. Það er nefnilega hægt að læra um svo margt á fjölbreyttan hátt,“ segir Ingveldur. „Skólinn ætti að vera lærdómssamfélag þar sem all- ir eru að læra og miðla á jafnræðis- grundvelli. Við þurfum stöðugt að skoða og ígrunda starfið og viljum að krakkarnir geri það líka. Um leið og börnum er leyft að hafa sitt að segja um námið læra þau að bera ábyrgð, undir handleiðslu að sjálfsögðu,“ bæt- ir hún við. Námsmatið segir hún að verði einnig að taka mið af þessu. „Ég lenti í því á sínum tíma að fá ægileg- an áhuga á námsmati. Sá áhugi kom mér á óvart, en ég hef eiginlega ver- ið heltekin af þessu oft á tíðum miður vinsæla vandræðabarni skólastarfsins! Síðastliðin 13 ár hef ég unnið mörg þróunarverkefni sem tengjast náms- mati. Margt af því sem mér hefur verið hugleikið er að komast í fram- kvæmd núna í skólum landsins. Hluti af skólastarfi er að meta hæfni krakk- anna og matið skal endurspegla það sem kennt er. Þessu mati þarf svo að koma vel til skila inn í skólastarfið, til nemenda og foreldra. Það gerum við best með leiðsagnarmati, þar sem það er nýtt til frekara náms. Námsmat ætti ekki að vera lokadómur held- ur vegvísir í átt að frekara námi. Að leggja sama próf fyrir alla virkar ekki í einstaklingsmiðuðu námi. Það þarf að meta það sem hefur verið unn- ið með og þjálfað á svipaðan hátt og unnið var með það,“ segir hún. Tekur við góðu búi Við grunnskóladeild Laugargerð- isskóla eru 17 nemendur og útlit er fyrir að þeir verði tíu í leikskóladeild- inni á komandi vetri. Fjórar kennara- stöður eru við grunnskólann og tveir leikskólakennarar. Stuðningsfulltrúi, skólaliði og bílstjórar. Einn kennara vantar til starfa og Ingveldur upplýs- ir þar sem við sitjum í matsal Laug- argerðisskóla að tvær umsóknir hafi borist um stöðuna. Hún kveðst hæst- ánægð með það og vonast til að nýr kennari geti hafið störf sem fyrst með þeim reynda hópi starfsfólks sem fyrir er í Laugargerði. „Hér er hár starfsaldur og mikil reynsla saman komin. Það segir mér að hér sé gott að vera. Stöðugleiki er mikilvægur í öllu skólastarfi. Mér fannst mjög gott að koma inn í svona traustan hóp. Það vill þannig til að margt sem ég vil leggja áherslu á í skólastarfinu er þegar í gangi hér. Skólinn er mjög langt kominn að innleiða nýja nám- skrá. Hér hefur öllu verið vel stjórnað og ég tek við mjög góðu búi,“ segir hún. ,,Vonandi get ég unnið hér eitt- hvað gagn,“ segir Ingveldur að end- ingu. kgk Ingveldur Eiríksdóttir skólastjóri Laugargerðisskóla: Áhersla á einstaklingsmiðað nám í lærdómssamfélagi Ingveldur Eiríksdóttir, skólastjóri Laugargerðisskóla. Laugargerðisskóli í Eyja- og Miklaholtshreppi. Frá föndurdegi leikskólanema og foreldra þeirra síðastliðinn vetur. Ljósm. úr safni/iss. Kennt utandyra í blíðviðri undir lok síðasta mánaðar. Ljósm. Laugargerðisskóli.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.