Skessuhorn


Skessuhorn - 06.09.2017, Qupperneq 22

Skessuhorn - 06.09.2017, Qupperneq 22
MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 201722 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. „Ef þú mættir ráða hver spurning vikunnar hjá Skessuhorni væri, hvað myndi þú spyrja um?“ Spurni g vikunnar (Spurt á Akranesi) Hugrún Vilhjálmsdóttir „Ætlar þú að hafa plastlausan september?“ Hugi Sigurðarson „Hvenær átt þú afmæli?“ Alexía Mist Baldursdóttir „Ætlar þú að horfa á landsleik- inn?“ Jóhannes Simonsen „Ég myndi spyrja; hver er þín framtíðarsýn fyrir Akranes?“ Íslandsmeistaramótin í réttstöðu- lyftu, bekkpressu og klassískri bekk- pressu fara fram helgina 9.-10. sept- ember næstkomandi. Mótin verða haldin í íþróttahúsinu við Vestur- götu á Akranesi. Keppt verður í bekkpressu laugardaginn 9. septem- ber, fyrst í klassískri bekkpressu frá klukkan 10 að morgni og síðan bekk- pressu með útbúnaði frá klukkan 15. Á sunnudeginum verður síðan keppt í réttstöðulyftu. Það mót hefst klukk- an 12 á hádegi. Mótshaldari er Kraftlyftinga- félag Akraness og Lára Bogey Finn- bogadóttir er mótsstjóri. Hún segir að þetta vera í fyrsta sinn sem þessi þrjú mót eru haldin saman. „Bekk- pressumótin hafa verið í febrúar og mars en réttstöðumótið jafnan í sept- ember. Undanfarið hefur orðið svo mikil fjölgun í mótum að ákveðið var að prófa að hafa þetta svona og keyra þessi þrjú mót saman á einni helgi,“ segir Lára í samtali við Skessuhorn. Fulltrúar Kraftlyftingafélags Akra- ness á mótunum um helgina verða sex talsins. „Við eigum sex keppend- ur á þessum mótum. Tveir af okkar bestu yngri keppendum, þeir Svavar Örn Sigurðsson og Arnar Harðar- son munu reyndar ekki taka þátt að þessu sinni. Svavar er á leið á Norð- urlandamót unglinga í vikunni á eftir og Arnar er meiddur,“ segir hún og bætir því við að heilt yfir sé skrán- ingin góð; 39 munu keppa í klassískri bekkpressu, 16 í bekkpressu með útbúnaði og 36 í réttstöðulyftu og meðal keppenda er allt fremsta kraft- lyftingafólk landsins. „Hvert mót er stórmót og margir rosalega góðir keppendur hafa boðað komu sína. Til dæmis eru skráð til leiks Fanney Hauksdóttir, Norðurlandameistara í klassískri bekkpressu, og Júlían J.K. Jóhannsson, heimsmeistari í rétt- stöðulyfti. Síðan ætlar okkar maður Einar Örn Guðnason að keppa, en hann er margfaldur Íslandsmeist- ari í kraftlyftingum. Þannig að þetta verður svakaleg kraftlyftingaveisla og ég hvet alla sem hafa áhuga á kraft- lyftingum til að líta við á Vesturgöt- unni um helgina. Það verður frítt inn og allir velkomnir,“ segir Lára að endingu. kgk Þrjú kraftlyftingamót verða á Akranesi um helgina „Þetta verður svakaleg kraftlyftingaveisla“ Kraftlyftingafélag Akraness á sex keppendur í mótunum á Akranesi um helgina. Einn þeirra er Einar Örn Guðnason, margfaldur Íslands- og bikarmeistari í Kraftlyftingum. Ljósm. fengin af Facebook-síðu RIG. Það mátti finna glaðværa en þreytta hlaupara í heitu pottunum við Hreppslaug í Skorradal síðastlið- inn fimmtudag, síðasta dag ágúst- mánaðar. Þeir höfðu þá nýlokið við Hreppslaugarhlaupið sem Ung- mennafélagið Íslendingur stóð fyrir en þetta var í fimmta sinn sem það var hlaupið. Alls voru 53 þátttak- endur í hlaupinu sem skiptust á þær vegalengdir sem í boði voru;, 3, 7 og 14,2 kílómetra. Lengsta hlaupið var hringur um neðsta hluta dalsins eða frá Hreppslaug, niður að Borg- arfjarðarbraut, upp norðanverðan Skorradalinn að Andakílsvirkjun og svo að lokum aftur að Hreppslaug. Hlaupið gekk vel en veður var þó misjafnt, í það minnsta höfðu tíma- verðir orð á því að það gæti hafa ver- ið hlýrra þegar þeir biðu með tíma- klukkurnar í endamarkinu. Fyrstur í mark í lengsta hlaupinu var strand- amaðurinn Birkir Þór Stefánsson úr hlaupahópnum Trölla en hann hljóp á tímanum 59:54. Það var hann mjög ánægður með en markmið hans var að ná undir klukkutíma. Að loknu hlaupi var svo veitingasala í laugar- húsinu, úrdráttur á vinningum og verðlaunaafhending fór fram á sund- laugarbakkanum við Hreppslaug sem hlaupið er kennt við. 87 ár eru síðan fyrsta sundnámskeiðið var haldið í henni og er hún núna friðlýst mann- virki. Miklar endurbætur fóru fram á laugarsvæðinu á síðasta ári og er það til mikillar fyrirmyndar. Aðskóknin verið góð í sumar Hlaupið hefur verið einskonar loka- viðburður sumarsins í sundlaug ung- mennafélagsins, en þar hefur verið opið fyrir gesti yfir sumartímann en nú fer laugin í dvala þar til hún verð- ur opnuð að nýju í vor. Að vísu nýta grunnskólanemarnir í grunnskóla- deild GBF á Hvanneyri laugina fyrstu vikur skólaársins í sundkennslu fyrir sína nemendur og er hún því ekki al- veg komin í dvala enn sem komið er. Að sögn Sigurðar Guðmundssonar, formanns Umf. Íslendings, hefur að- sóknin verið með ágætum þetta sum- arið og er hann spenntur fyrir því að opna sundlaugina aftur næsta sumar. Auk hlaupsins hefur verið mikið um að vera hjá félaginu síðustu daga. Á mánudeginum fyrir hlaupið fór fram Ármót í sundi í lauginni og síðasta sunnudag hélt félagið Sverrismót í knattspyrnu á Sverrisvelli á Hvann- eyri. Mótið og völlurinn eru nefnd í höfuðið á Sverri Heiðari Júlíussyni knattspyrnuþjálfara frá Hvanneyri. Skaginn 3x afhendir hjartastuðtæki Í tilefni af því að þarna voru komn- ir saman fjölmargir unnendur laug- arinnar var tækifærið nýtt til afhend- ingar á gjöf til Umf. Íslendings. Það var tæknifyrirtækið Skaginn 3x sem gaf félaginu hjartastuðtæki sem verð- ur staðsett í laugarhúsinu. Barnabörn Ingólfs Árnasonar, aðaleiganda fyrir- tækisins, afhentu Sigurði tækið og um leið og hann þakkaði þá rausn- arlegu gjöf hafði hann á orði að það myndi vonandi aldrei verða notað og myndi aðeins safna ryki uppi á hillu en það væri þó mjög mikilvægt að tækið væri til staðar fyrir öryggi sundlaugargesta. sla Hreppslaugarhlaup Umf. Íslendings í fimmta sinn Birkir Þór fylgdist vel með tímanum á lokametrunum til að ná markmiði sínu. Hann kom fyrstur í mark á tímanum 59:54. Barnabörn Ingólfs Árnasonar, þau Una Guðrún og Guðjón Valur Jónmundsbörn, afhenda Sigurði formanni Umf. Íslendings hjartastuðtækið frá Skaganum 3x. Sælir hlauparar létu fara vel um sig í pottunum á meðan verðlaunaafhendingin fór fram og úrdráttur á vinningum. Golfarinn Birgir Leifur Hafþórs- son fagnaði sínum fyrsta sigri á áskorendamótaröðinni í golfi en mótinu lauk í Frakklandi á sunnu- daginn. Birgir var með sjö högga forskot fyrir lokahringinn og stóð því uppi sem sigurvegari, en fella þurfti niður lokaumferðina sök- um úrkomu. Þetta er í fyrsta sinn á löngum ferli Birgis Leifs sem hann nær að sigra á atvinnumóti erlend- is, en áskorendamótaröðin er næst sterkasta atvinnumótaröðin í Evr- ópu. Birgir setti mótsmet þrátt fyrir að hafa ekki leikið nema 54 holur en hann lék hringina þrjá á -18 samtals (63-65-64). Gamla mótsmetið var -15 á 72 holum. Í frétt á vef Golf- sambandsins segir að mótshaldar- ar hafi ákveðið að fella niður loka- umferðina þegar fyrstu keppendur höfðu farið út á völlinn um morg- uninn. Fyrir sigurinn fékk Birgir Leifur 4,3 milljónir króna að laun- um. Alls hefur hann fengið um 6,4 milljónir króna í verðlaunafé á þessu tímabili á alls ellefu mótum. Birgir Leifur hóf atvinnumanna- ferilinn árið 1997 og hefur aldrei leikið betur en í ár á áskorenda- mótaröðinni. Með sigrinum fer hann upp í 16. sæti á stigalistanum á áskorendamótaröðinni og eygir nú keppnisrétt á sjálfri Evrópumóta- röðinni. mm/golf.is Birgir Leifur sigraði á áskorendamótaröðinni í golfi

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.