Hlynur - 15.09.1960, Side 3

Hlynur - 15.09.1960, Side 3
Norræna verzlunarmannasambandiö Jönsson Arið 1918 var stofnað í Kaupmannaht'-fn Den nordiske samarbejdskomite for handel- og' kontormedhjælpere, eða samtök verzlunarmannasambanda á Norðurlöndum. Að stofnuninni stöðu samtök skrifstofu- og verzlunarmanna í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Finnland gerðist aðili að Nordisk samarbejdskomite (eins og samtökin nefanst í dag) 1924 og nú loks hefir aðild Landssambands íslenzkra verzl- unarmanna verið samþykkt frá og með 1. janúar 1960. Tilgangur N.S. er svo sem segir í lögum þess: „að efla samvinnu milli verzlunarmannasamtakanna í hvívetna, reyna af fremsta megni skipulagslega, með stéttarlegri baráttu og enn fremur fjárhagslegri aðstoð að styðja og styrkja sam- böndin í baráttunni fyrir bættum kjörum skrifstofu- og verzlunarfólks.“ Þessum tilgangi hyggst N.S. ná „með gagnkvæmri skip- an sendinefnda á þing og námskeið sambandanna, með út- gáfu blaða og tímarita um almenn málefni ásamt skrifum og upplýsingum um fagleg þjóðfélagsleg og efnahagsleg mál- efni.“ A þeim rúmum 40 árum, sem N. S. hefir starfað, ber öllum aðilum saman um að samstarfið hafi haft geysimikla hagnýta þýðingu. Að málaflokkum, sem ræddir eru á þingum N.S. og tekin afstaða til, má nefna: Alþýðulög- gjöf, samstarf við vinnuveitendur og viðhorf þeirra til samninga skrifstofu- og verzlunarfólks, samvinnuhreyfing- in og fagsambönd, lokunartími sölubúða, skipulagsmál, ráðningarskrifstofur og atvinnuleysistryggingar, verkföll og verkfallssjóðir, lög varðandi skrifstofu- og verzlunarfólk, stefna í launamálum, vinnutími o. fl. Þá er að geta þess að stofnaður hefur verið sameiginlegur verkfallssjóður, en hans hlutverk er svo sem segir í lcgun- um „að styðja samböndin, sem standa að N.S. þegar þau eiga í deilum við vinnuveitendur vegna nýrra samningsgerða eða endurnýjunar samninga.“ Þessi sjóður er nú orðinn 5 hundruð þúsund danskar krón- ur. Af 1 )ví sem að framan er sagt má sjá að hér er um að ræða félagsskap mjög mikilvægan fyrir skrifstofu- og verzl- unarfólk. A ferðalagi um Noreg og Danmörku í ársbyrjun 1958 kynnti formaður L.I.V., Sverrir Hermannsson, sér starfsemi þessa félagsskapar og ræddi óformlega við forystumenn verzlunarmannasamtakanna um mögulega aðild L.I.V. að honum. Var því strax tekið með velvild. Innan L.I.V. vaknaði strax mikill áhugi fyrir máliiiu og á þingi þess í maí 1959 var stjórn L.Í.V. falið að sækja um inngöngu í N.S. I janúarbyrjun sl. barst L I.V. bréf frá N.S. Þar voru fulltrúar L.I.V. boðaðir til Sverrir Guðmundur HLYNUR 3

x

Hlynur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.