Hlynur - 15.09.1960, Síða 12
Hér hefur Agúst Sigurðsson
þunga byröi aS bera, en virðist þó
bera sig vel. ByrSin heitir ann-
ars Helga Ásbjarnardóttir, og hef-
ur þegar unnið sér öruggan sess
í bókmenntum íslendinga. í bak-
sýn eru þau hjónin Inga GuS-
mannsdóttir og Elís R. Helgason,
en iengra frá grillir í Hildi Krisf-
jánsdóttur. Myndirnar voru allar
teknar í ferð Nemendasambands-
ins i sumar. Ljósmyndari var
Jónatan Þórmundsson, starfsmað-
ur Samvinnutrygginga.
Síðla í júlí síðastliðnum efndi Nem-
endasamband Samvinnuskólans til helg-
arferðar upp í Borgarfjörð. Var leigður
til ferðarinnar langferðabíll frá Bif-
reiðastöð ísiands. Ákveðið hafði verið,
að lagt skyldi af stað frá Sambandshús-
inu klukkan hálfþrjú á laugardag, en
framkvæmd þess atriðis seinkaði um
nokkrar mínútur, enda voru heimtur
fremur tregar á því fólki, er látið hafði
skrá sig til ferðar. Þess á meðal var ung-
ur maður, sem mætti á staðnum í sívil-
skrúða og kvaðst hljóta að afturkalia
þátttöku sína sökum blánkheita. Tvær
ungmeyjar, sem einnig voru á farþega-
listanum, mættu alls ekki.
Engu að síður var ekið af stað og far-
ið um Þingvöll og Uxahryggi til Skorra-
dals og tjaldað í mjög fallegu og róm-
antísku umhverfi við Skorradalsvatn.
Um kvöldið var farið á dansleik í
Brautartungu, og skemmtu leiðangurs-
menn sér þar hið bezta. Að þeirri gleði
lokinni var ekið heim í tjöld og sofið
af nóttina. Daginn eftir var hið ágæt-
asta veður með hita og sterku sólskini. Nutu menn þess í ríkum mæli, unz
tími kom til að halda heimleiðis. Munu allir hafa verio sammála um að ferð-
in hafi heppnast vel, enda þótt þátttakendur væru fremur fáir, eða aðeins
16 að tölu. Gat ástæðan
til þess vel verið sú,
að sumarleyfi voru óð-
um að hefjast og fólk
því farið að tínast út
um hvippinn og hvapp-
Þrjár ungfreyjur njóta
sólar og sumars. Þær
eru (talið frá vinstri)
Margrét Sigvaldadótt-
ir, Þóra Karlsdóttir
og Hildur Kristjáns-
dóttir.
12 HLYNUR
Nokkur orð um
nemendasambandið