Hlynur - 15.09.1960, Síða 15

Hlynur - 15.09.1960, Síða 15
Búðarstörf Framhald af bls. 9. rétt hitastig og „baða” grænmetið. Baðtíminn er mismunandi eftir tegundum, allt frá 5 mín. upp í 30 mín. Radísur ca. 5 mín. Persilja ... 10 mín. Salat .. .......... 5 mín. Blómkál .......... 30 mín. Gæta verður þess að vatnið renni vel af grænmetinu eftir böðunina því annars getur það hitnað í græn- metinu og valdið rotnun. Ýmsar teg- undir grænmetis þurfa ekki böðun t. d. gúrkur, tómatar, rófur o. fl. Þegar þið fáið nýtt grænmeti í verzlunina og eigið eldra grænmeti fyrir, er það rangt að láta það nýja fram á lager meðan þið eruð að reyna að koma því gamla út. Það rétta er að lækka verðið á því gamla sem er orðið óútgengilegt og gefa þar með fólki kost á að kaupa lak- ara grænmeti á vægu verði. Annars yrði það í flestum tilfellum ónýtt á sama tíma, sem þið hefðuð nýja grænmetið. Umfram allt geymið ekki nýja grænmetið frammi á lager þang- að til það er orðið léleg vara. Þegar verzluninni er lokað á kvöld- in ber að taka grænmetið úr búð- inni og koma því á svalari stað yfir nóttina til þess að draga úr uppguf- uninni. Ekki er vandalaust að taka á móti ávöxtum og grænmeti og koma því sómasamlega fyrir á lager. Það fyrsta er að muna að grænmeti og ávextir eru viðkvæmar vörur og þola ekki hnjask. Annað, það á ekki að setja kassana á bert gólfið. Nauðsynlegt er að láta kassana standa á flekum til þess að loft geti leikið um þá. Ekki er sama hvernig kössunum er staflað, varast ber að stafla þeim þannig að inni- haldið skaðist. Munið: 1. Að grænmeti geymist bezt 1 kulda. 2. Að grænmeti þarf mikið vatn. 3. Að grænmeti og ávextir þurfa mikla umhirðu jafnt á lager, sem í búð. 4. Að velhirt grænmetis- og ávaxta- borð er prýði hverrar búðar. NB. Gott er að bera matarolíu á gúrkur, þær halda sér þá lengur og útgufunin minnkar. Geymist á svölum stað — ekki í kæli. Þegar þið fáið tómat- sendingu skuluð þið athuga á hvaða þroskastigi þeir eru. Óþroskaðir tómatar þroskast bezt á björtum stað. Tómatar eiga ekki að vera 1 kæli, nema þegar á að aftra þeim frá að þroskast. Ódáinsveigin Konungur nokkur hafði þegið að gjöf flösku, er innihélt vín, sem sagt var að gerði þann ódauðlegan, er drykki. Er því vel hægt að gera sér í hugar- lund reiði konungs, er hann uppgötvaði að einn ráðgjafa hans hafði slokað í síg hvern dropa úr flöskunni. Eins hátt og raddbönd hans þoldu öskraði hann til liermanna sinna að handsama afbrotamanninn og kreista lir lionum lífið með öllum hugsanlegum pínslum. „En herra,“ sagði hinn skynugi ráð- gjafi og brosti ánægður, „úr því að ég drakk úr flöskunni get ég ekki dáið. En sé ég samt sem áður dauðlegur, þá er augljóst að vínið er engin ódáins- veig og þá fremjið þér hið mesta rang- læti, ef þér látið taka mig af lífi.“ Konungurinn varð að gefa honum grið. (Kínverskt ævintýri). HLYNUR 15

x

Hlynur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.