Hlynur - 15.07.1968, Síða 2
Samvinnufólkið slái
skjaldborg um félögin
— Frá aðalfundi SÍS. -
Aðalfundur SÍS árið 1968 var
haldinn að Bifröst í Borgarfirði
dagana 20. og 21. júní sl. Á fund-
inum kom m. a. fram, að SIS
hefur átt við mikla rekstrarerf-
iðleika að etja sl. ár, og sýndi
rekstursreikningur ársins 1967
tæplega 40 milj. kr. rekstrar-
halla. Þá urðu miklar umræður
um landbúnaðarmál á fundin-
um, og einnig var f jölgað í stjórn
SÍS, úr 7 í 9.
í upphafi fundar minntist
stjórnarformaður, Jakob Frí-
mannsson, látinna samvinnu-
manna, og gat hann sérstaklega
þeirra Sigurðar Þórðarsonar frá
Nautabúi, Davíðs Þorsteinssonar
á Arnbjargarlæk, Sigurðar Bene-
diktssonar frkvstj., Jóns Eyþórs-
sonar veðurfræðings og Jónasar
Þorbergssonar fyrrv. útvarps-
stjóra, sem allir létust á árinu.
Risu fundarmenn úr sætum til
heiðurs hinum látnu.
Að lokinni rannsókn kjörbréfa
voru kosnir starfsmenn fundar-
ins, og voru fundarstjórar kosn-
ir þeir Karl Kristjánsson fyrrv.
alþm. og Steinþór Þorsteinsson
kfstj. Síðan flutti Jakob Frí-
mannsson skýrslu stjórnarinnar.
Gerði hann grein fyrir helztu
viðfangsefnum hennar á árinu
og gat þess, að rekstrarfjárörð-
ugleikar og almennur samdrátt-
ur í rekstrinum hefðu verið
meginviðfangsefni hennar á ár-
inu. Af þeim sökum hefði orðið
að leggja niður ýmsar deildir og
fyrirtæki SÍS, og gerði stjórnar-
formaðurinn grein fyrir þeim
málum í einstökum atriðum. Þá
gat hann um þá erfiðleika, sem
SÍS varð fyrir vegna verðfalls á
sjávarafurðum á bandarískum
markaði og hann kvað hafa ver-
ið eitt erfiðasta mál ársins, og
greindi hann frá þeim ráðstöf-
unum sem stjórnin hefði gert
í því sambandi. Einnig kvað
hann gengislækkunina á sl. vetri
hafa orðið SÍS þunga í skauti,
og hefði það orðið að þola stór-
töp af hennar völdum. Margt
fleira kom fram i skýrslu stjórn-
arformannsins, og að lokum
lýsti hann fullu trausti sínu og
stjórnarinnar á forstjóra, fram-
kvæmdastjóra og deildarstjóra
SÍS.
Þá flutti Erlendur Einarsson
forstjóri SÍS skýrslu sína um
rekstur ársins 1967. Var hún
mjög ítarleg og yfirgripsmikil og
í henni rætt mjög rækilega um
einstaka þætti í rekstri SÍS og
kaupfélaganna á starfsárinu.
Fyrst ræddi hann nokkuð um
rekstur sambandsfélaganna og
gat þess, að félagsmönnum hefði
fækkað um 1.1% á árinu, en til
þess að fylgja eftir fólksfjölgun-
inni hefði þeim þurft að fjölga
um 2%, og væru nú um 15.3%
landsmanna í kaupfélögunum.
Staða félaganna gagnvart SÍS
hefði versnað mjög á árinu, og
stafaði það fyrst og fremst af
því, að skuldir félagsmanna við
félögin hefðu aukizt stórlega. Þá
gat hann þess, að almennur tap-
rekstur kaupfélaganna væri orð-
inn alvarlegt vandamál, en sam-
kvæmt þeim upplýsingum sem
fyrir lægju, sýndi mismunurinn
á tekjuafgangi og reksturshalla
á rekstursreikningum allra fé-
lagánna um 41 milj. kr. beint
tap, og starfsfólki félaganna
hefði fækkað úr 2.206 í 2.090 á
árinu. Til að mæta þessari öfug-
þróun væri nauðsynlegt að
minnka eða stöðva fjárfestingar,
auka hagræðingu í rekstrinum,
vinna að skipulagsbreytingum
og stefna að því að litlu félögin
sameinuðust hinum stærri. Þá
taldi hann og, að nauðsynlegt
væri að finna leiðir til þess að
auka tekjustofnana og efla
neyzluvöruverzlunina í þéttbýl-
inu. Síðan las og skýrði forstjór-
inn reikninga SÍS fyrir árið
1967, en rekstursreikningurinn
sýndi halla að upphæð kr. 39.8
milj. í því sambandi gat hann
þess, að áður hefði verið fært
til gjalda kr. 22.4 milj. í afskrift-
ir, kr. 4.9 milj. vextir af stofn-
sjóði, kr. 17.1 milj. opinber gjöld,
og loks hefði gengistap af völd-
um gengislækkunarinnar orðið
Séð yfir fundarsalinn á aðalfundinum.
2 HLYNUH