Hlynur - 15.07.1968, Page 4
og horfur í landbúnaðinum og
um markaðsmál hans. Voru er-
indi þeirra hin fróðlegustu, og
urðu allmiklar umræður að
þeim loknum, þar sem margir
tóku til máls.
Þessu næst hafði Jakob Frí-
mannsson framsögu fyrir
hönd stjórnar SÍS fyrir tillögu
til breytingar á samþykktum
þess, sem gerði ráð fyrir, að í
stað 7 manna verði 9 menn í
stjórn SÍS, kosnir til þriggja ára
og a. m. k. einn úr hverjum
landsfjórðungi, og gangi 3 úr
stjórninni árlega. Kvað stjórn-
arformaðurinn þessa tillögu m.
í sambandi við aðalfund SÍS
að Bifröst var haldinn fundur til
stofnunar sjóðs, er ber heitið
Tryggingarsjóður innlánsdeild-
anna. Er verkefni sjóðsins að
tryggja innistæður í innláns-
deildum kaupfélaganna um allt
land.
Til þessa fundar var boðað af
stjórn SÍS, sem hafði áður falið
nefnd þriggja manna, þeirra
Ragnars Ólafssonar, Vilhjálms
Jónssonar og Helga Bergs, að
undirbúa málið, og mættu á
honum 47 fulltrúar frá 38 kaup-
félögum. Á fundinum kom fram,
að sjóðnum er ætlað að vera til
tryggingar því, að innistæðu-
eigendur fái fé sitt greitt, ef
kaupfélag verður gjaldþrota eða
á annan hátt ófært um að
standa við skuldbindingar sín-
ar, en til þess er ætlazt, að aðild-
arfélögin greiði gjöld til sjóðsins,
sem svari til þess, að þegar frá
líður sé innistandandi í honum
upphæð sem samsvari 2% af
heildarinnistæðum í innláns-
deildunum. Skilyrði fyrir trygg-
ingu hjá sjóðnum eru m. a.
a. flutta til að skapa aukið svig-
rúm til að auka áhrif neytenda
á þéttbýlissvæðunum innan
samvinnuhreyfingarinnar. Var
þessi tillaga samþykkt sam-
hljóða.
Af öðrum málum, sem rædd
voru á fundinum, má nefna
skýrslu, sem Óskar Jónsson, Sel-
fossi, flutti um störf nefndar
þeirrar, sem kosin var á síðasta
aðalfundi til að kanna og undir-
búa stofnun „þjóðgarðs" sam-
vinnumanna. Skýrði hann svo
frá, að nefndin hefði unnið
talsvert að þessu máli, og væru
nefndarmenn sammála um að
að viðkomandi kaupfélög hafi
tryggan efnahag, eðlilegan og
tryggan rekstur og uppfylli önn-
ur skilyrði, sem sjóðsstjórnin
kann að setja. Á fundinum kom
einnig fram, að þessi sjóðsstofn-
un er fyrst og fremst hugsuð til
tryggingar í erfiðleikatilvikum,
sem upp kunna að koma í fram-
tíðinni, en sjóðurinn er ekki við
það miðaður að hann geti tekið
á sig að leysa vandamál, sem
þegar eru fyrir hendi. Aðal-
fundi sjóðsins á að halda árlega
í sambandi við aðalfund SÍS, og
í stjórn hans skulu sitja 7 menn,
kosnir til tveggja ára.
Á fundinum í Bifröst var
samþykkt að stofna sjóðinn, og
einnig var samþykkt frumvarp
að reglugerð fyrir hann, sem
undirbúningsnefndin lagði fram.
í fyrstu stjórn sjóðsins voru
kosnir þeir Helgi Bergs, Vil-
hjálmur Jónsson, Ragnar Ólafs-
son, Valur Arnþórsson, Sveinn
Guðmundsson, Ólafur Sverris-
son og Ásgrímur Halldórsson.
- e.
leggja áherzlu á að fá land-
svæði fyrir þessa starfsemi að
Hreðavatni. Var ákveðið að fela
nefndinni að vinna áfram að
þessu máli í samráði við stjórn
SÍS. í tilefni af hálfrar aldar af-
mæli Norræna samvinnusam-
bandsins (NAF) samþykkti
fundurinn og að senda forstjóra
og starfsfólki þess skeyti með
heillaóskum sínum og þakklæti
fyrir gott starf á liðnum árum.
Að lokum fóru svo fram kosn-
ingar. í stjórn SÍS sátu áfram
þeir Jakob Frímannsson, for-
maður, Þórður Pálmason, Skúli
Guðmundsson, Finnur Kristj-
ánsson og Guðröður Jónsson, en
kjörtími þeirra Eysteins Jóns-
sonar, varaformanns, og Guð-
mundar Guðmundssonar var út-
runninn. Guðmundur Guð-
mundsson gaf ekki kost á sér til
endurkjörs, og var kosinn í hans
stað Þórarinn Sigurjónsson á
Laugardælum, og Eysteinn Jóns-
son var endurkjörinn. Auk
þeirra voru kosnir í stjórnina
í samræmi við þá breytingu sem
gerð var á samþykktum SÍS fyrr
á fundinum þeir Ragnar Ólafs-
son, Reykjavík, og Ólafur Þ.
Kristjánsson, Hafnarfirði. Vara-
menn voru kosnir þeir Ólafur
Sverrisson, Borgarnesi, Ólafur
E. Ólafsson, Króksfjarðarnesi,
og Ingólfur Ólafsson, Reykjavík.
Þá vár og kosinn endurskoðandi,
Tómas Árnason, í stað Jóns
Skaftasonar, sem ekki gaf kost
á séf til endurkjörs, en fyrir var
Björn Stefánsson. í stjórn Líf-
eyrissjóðs SÍS var kosinn Skúli
Guðmundsson, og til vara Þórð-
ur Pálmason, og í stjórn Menn-
ingarsjóðs SÍS þeir Karl Kristj-
ánsson fyrrv. alþm. Húsavík, sr.
Sigurður Haukur Guðjónsson,
R'eykjavík, og Magnús Sigurðs-
son, Gilsbakka. Einnig voru
kosnir 11 aðalfulltrúar og 6 til
vara í fulltrúaráð Samvinnu-
trygginga og Líftryggingafélags-
ins Andvöku. — e.
Tryggingarsjóður innlánsdeildanna
4 HLYNUR