Hlynur - 15.07.1968, Side 5
Skipulagsbreytingar á
samvinnuhreyfingunni í Evrópu
— Fyrri hluti —
Árið 1953 voru kaupfélögin í
Danmörku 1.962 að tölu, árið
1963 voru þau 1.895 og árið 1966
voru þau aðeins 1.250. í Svíþjóð
voru 720 kaupfélög árið 1953, 400
árið 1963 og aðeins 297 árið 1966.
í Sviss voru 927 kaupfélög árið
1953, 863 árið 1963 og árið 1966
hafði þeim fækkað niður í 456.
I Noregi ráku samvinnumenn
2.103 verzlanir árið 1962, en árið
1966 hafði þeim fækkað í 2.027.
í Vestur-Þýzkalandi voru verzl-
anir samvinnumanna 9.045 árið
1962, en 7.130 árið 1966, og hlið-
stæðar tölur frá Frakklandi er”
9.746 árið 1962 og 9.217 árið 1966.
Þetta er aðeins lítið sýnishorn
af þeirri þróun, sem átt hefur
sér stað í málefnum kaupfélaga.
i flestum löndum Evrópu síð-
ustu árin. f fljótu bragði gætu
þessar tölur þótt benda til bess.
að samvinnumenn væru á stöð-
ugu undanhaldi og þyrftu í stór-
um stíl að loka verzlunum sín-
um og gera upp félögin, en þessu
er þó síður en svo þannig varið.
Yfirleitt hafa kaupfélög Evrópu
aukið bæði markaðshlutfall sitt
og meðlimafjölda, og í málefnum
þeirra er ekki um neina stöðnun
eða afturför að ræða.
Hins vegar hefur það gerzt, að
nútímaaðstæður gera allt aðrar
kröfur til félaganna en áður, ef
þau eiga að standast samkeppn-
ina við keppinauta sína. Vel-
ferðarþjóðfélag nútímans kallar
á stórar reksturseiningar, og nú
á dögum vill fólk verzla í st^r-
um verzlunum, sem geta boðið
mikið vöruúrval og fjölbreytta
þjónustu. Þess vegna hafa kaup-
félögin brugðið á það ráð að
sameinast í stærri félagseining-
ar, sem hæfari eru til að stand-
ast samkeppnina, og þau hafa
lokað litlu búðunum, sem ekki
uppfylla lengur kröfur tímans,
en opnað í stað þeirra stórar
kjörbúðir með fjölbreytt vöru-
úrval.
Alþj óðasamvinnusambandið
(ICA) hefur fylgzt gaumgæfi-
lega með þróun þessara mála
undanfarin ár og reyndar haft
um þau nokkra forgöngu, og
fyrir skömmu birtist í tímariti
þess, Review of International
Cooperation, yfirlit yfir það,
hvernig skipulagsmálin væru á
vegi stödd i ýmsum af aðildar-
löndunum. Þar sem þessi mál
hafa nú um nokkurt skeið verið
ofarlega á baugi hér á landi, er
ekki ófróðlegt fyrir íslenzka
samvinnumenn að kynnast ýms-
um þeim viðhorfum sem fram
koma í þessari skýrslu.
Samvinnusambönd.
Allvíða hefur verið unnið mik-
ið starf að því að endurskinn-
leggia uppbyggingu samvinnu-
sambandanna með það fyrir
augum að gera þau hæfari til
að mæta harðnandi samkennni
oe auðvelda stjórnendum beirra
að taka mikilvægar ákvarðanir
á skömmum tíma. f fiórum E^r-
ópulöndum, Bretlandi. Frakk-
landi. Þýzkalandi og Svíbiö*.
hafa undanfarin ár verið starf-
andi skipulagsnefndir innan
samvinnusambandanna, sem
gert hafa tillögur um breyting-
ar á heildarskinulagi beirra. á-
samt bví sem þær hafa fjallað
um samband beirra við hin ein-
stöku kaupfélög o. s. frv., og
HLYNUR 5