Hlynur - 15.07.1968, Blaðsíða 6

Hlynur - 15.07.1968, Blaðsíða 6
hafa tillögur slíkra nefnda nú þegar verið afgreiddar á aðal- fundum samvinnusambandanna í öllum þessum löndum sem grundvöllur til að byggja á skipulag þeirra í framtíðinni. Svipaða sögu er að segja frá Hollandi, þar sem skipulagsmál- in eru nú í endurskoðun hjá þar til kjörinni nefnd, og í Austur- ríki er verið að vinna að samn- ingu fimm ára áætlunar, sem leiða á af sér mikilvægar endur- bætur á skipulagi allrar sam- vinnuverzlunar þar í landi. í Finnlandi er verið að safna til- lögum um endurbætur á sem flestum þáttum verzlunarinnar frá kaupfélögum innan SOK, og í Danmörku er stöðugt unnið að framkvæmd samþykktar frá ár- inu 1963, sem gerir ráð fyrir því, að öll kaupfélög landsins sam- einist smátt og smátt í eitt og sama félag. í Sviss hafa þegar verið gerðar nokkrar breytingar á æðstu stjórn samvinnusam- bandsins í samræmi við tillögur frá skipulagsnefnd, sem starfaði innan þess, og í Noregi hefur verið unnið geysimikið síðustu árin að því að laga skipulag samvinnuverzlunarinnar eftir nútímakröfum og búa hana undir framtíðina. Eitt af því sem áherzla er lögð á í sambandi við skipulagsbreyt- ingar í öllum þessum löndum er það, að samvinnuhreyfinguna í hverju landi fyrir sig verði að skoða sem órofa heild og nauð- synlegt sé að byggja upp traust heildarskipulag í sérhverju landi, ef fullur árangur eigi að nást. Það nægi þannig ekki að endur- skipuleggja starf samvinnusam- bandanna einna saman, heldur verði einnig að endurskoða skipulag kaupfélaganna og laga þetta tvennt hvort eftir öðru, þannig að verzlunin og dreifing- arkerfið verði rekin á sem hag- kvæmastan hátt. Jafnframt því verður vitaskuld einnig að gæta þess vandlega, að réttur félags- mannanna til að hafa áhrif á stjórn félaga sinna sé hvergi fyr- ir borð borinn, og verður hér á eftir gefið nokkurt yfirlit yfir það, hvernig ætlunin er að haga þessum málum innan samvinnu- sambandanna í nokkrum Evr- ópulöndum. Svíþjóð. Jafnt innan kaupfé- laganna sem hjá samvinnusam- bandinu KF er hugmyndin að sameina í eitt stjórn og fram- kvæmdastjórn. Hinar nýju stjórnir verða stærri en hinar fyrri, og vald þeirra og ábyrgð aukast. Innan kaupfélaganna fer stjórnarkjörið fram á aðal- fundi þeirra, en stjórn KF verð- ur kosin á nýjum landsfundi. Verkefni þessara nýju stjórna verður að fylgjast með starfi forstjóranna eða kaupfélags- stjóranna, taka allar meiri hátt- ar ákvarðanir um reksturinn og undirbúa þau mál, sem leggja þarf fyrir aðalfundi til með- ferðar. Fyrir utan stjórnirnar er gert ráð fyrir sérstökum ráðum inn- an félaganna, sem stjórnirnar kjósi og skipuð séu forstjórum og deildarstjórum. Starf þeirra verður að framkvæma ákvarð- anir stjórnanna og annast dag- legan rekstur. Ætlunin er, að landinu verði skipt niður í ellefu kaupfélags- svæði, og af þessum svæðum verði kosnir samtals 200 fulltrú- ar, sem sitja nýjan landsfund KF, en fjöldinn af hverju svæði fari eftir félagsmannafjöldanum á því. Landsfundurinn á svo að marka heildarstefnuna í mál- efnum samvinnuhreyfingarinn- ar, samþykkja reikninga KF, kjósa stjórn o. s. frv. Jafnframt þessu er hugmynd- in að koma á fót landsráði, ein- göngu skipuðu kaupfélagsstjór- um, sem á að vera ráðgefandi Fjölskyldunni í velferðarpjóSjélagi nútímans . . . . . . pýðir ekki að bjóða verzlanir á borð við pessa, sem er frá upphafi samvinnustarfsins- Myndirnar eru frá Danmörku. aðili í meiri háttar skipulags- og hagræðingarmálum. Loks á að halda neytendaráðstefnu ekki sjaldnar en á fjögurra ára fresti, til þess að ræða og fá fram í dagsljósið sjónarmið þeirra í ýmsum meiri háttar málum. Sviss. Þar var fyrir skömmu sett á laggirnar ný stjórnar- nefnd, og er hlutverk hennar að safna upplýsingum og fá álit sérfróðra manna, sem komið getur að gagni við þær meiri háttar ákvarðanir varðandi verzlunarreksturinn, sem sam- o HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.