Hlynur - 15.07.1968, Blaðsíða 10

Hlynur - 15.07.1968, Blaðsíða 10
Fylgizt með nýjungum Árið 1955 opnuðum við okk- ar fyrstu kjörbúð. Verzlunar- menn þurftu að aðlagast nýjum starfsháttum, leggja niður vinnubrögð, sem margir höfðu tileinkað sér árum eða áratug- um saman. Samfara þessari breytingu komu lítt eða áður óþekkt tæki, svo sem lokunar- tæki fyrir plast og sellofan, og verðmerkistimplar og -vélar í stað penna. Sellofan og plast ruddi sér meira og meira til rúms við innpökkun, og ekki má gleyma áður óþekktum kæli- og frystiborðum og ýmsum gerðum af sölugrindum og körfum. Reynslan hefur kennt okkur, að nauðsynlegt er að fylgjast vel með og sjá hvað nýtt kemur á markaðinn af tækjum, þó í mörgum tilvikum geti orðið bið á því að eignast hlutinn. — Jœja, ég kemst þá víst elclci hjá því lengur að reyna að útvega þér hnífa- slcúffu. Úr gamalli afgreiðsluverzlun. Fyrstu störfin að morgni 1. Athugið, að vinnusloppar séu heilir og hreinir. 2. Athugið, hvort næg skiptimynt er í kassanum. 3. Athugið, hvort nægilega margar kvittanarúllur eru í kassa- skúffunni. Skiptið um rúllu strax að morgni, ef lítið er eftir af henni. Oft er erfitt um vik að sinna slíku í mikilli ös. 4. Athugið, hvort kassaborðin eru ekki vel hrein. 5. Athugið, að verðlistar séu við hendina, og að þeir séu réttir. Lærið þá utanbókar. 6. Athugið, hvort þið hafið ekki nægan pappír og allar stærð- ir af pokum. 10 HLYNTJR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.