Hlynur - 15.07.1968, Qupperneq 13

Hlynur - 15.07.1968, Qupperneq 13
/--------------------- N Auglýsingatextar v_______________________________y Það er viðurkennt, að textar og slagorð í auglýsingum, sem vel eru samin, geta haft gífur- lega mikið auglýsingagildi, en hins vegar getur illa samin auglýsing beinlínis spillt fyrir sölunni á þeirri vöru, sem aug- lýsa á. Auglýsendur jafnt hér heima á íslandi sem úti í hinum stóra heimi leggja þvi mikla áherzlu á það að semja auglýsingatexta sína þannig, að þeir séu munn- tamir og hljómi þannig að eftir þeim sé tekið. Hins vegar hafa flestir þeir, sem við samningu á auglýsingum hafa fengizt, ekki sízt fyrir innfluttum vör- um, rekið sig á það, að allt ann- að en auðvelt getur verið að ís- lenzka slagorð, sem e. t. v. hljóma prýðilega á einhverju erlendu tungumáli, en verða hjákátleg, þegar reynt er að snúa þeim á íslenzku. Þetta er reyndar ekkert sérís- lenzkt vandamál, því að eftir því sem millilandaviðskipti vaxa og Það færist í aukana, að stór- fyrirtæki reyni að leita mark- aða fyrir framleiðslu sína í hiörgum löndum, fer þörfin fyrir góða auglýsingatexta á mörgum tungumálum vaxandi. Við rák- umst fyrir skömmu á grein um þetta efni í þýzka fréttablaðinu Der Spiegel, þar sem rætt er um erfiðleika fyrirtækja í ensku- hiælandi löndum, sem auglýsa vilja vörur sínar í Þýzkalandi, °g þótt við vitum að vísu ekki, hve margir af lesendum okkar hafa nægilega kunnugleika á viðskiptasviðinu í þessum lönd- uni til að hafa áhuga á slíku, setlum við að reyna að endur- segja hér nokkuð af efni grein- urinnar. Bandaríska flugfélagið TWA (Trans World Airlines) reynir að fá Þjóðiverja til að fljúga með vélum sínum, og það hefur fund- ið ágætt slagorð fyrir auglýs- “Up up and away“ - was meinen wirdamit? Auglýsing frá TWA með textanum sem frá segir í greininni. ingar sínar í Bandaríkjunum, sem er „Up, up and away“. Það hefur tekið upp þá stefnu að reyna ekki að þýða það á þýzku, heldur nota enska textann í auglýsingum sínum í þýzkum blöðum. Þetta hefur að vísu vakið nokkur mótmæli, en um- boðsmenn flugfélagsins þar í landi hrósa sér þó af því, að slagorð þeirra hafi þegar unn- ið sér þegnrétt í málinu, svo að nú orðið tengi velflestir Þjóð- verjar þetta slagorð við flugfé- lagið TWA. Og í fótspor þessa flugfélags hafa bandarísku stórfyrirtækin fetað hvert af öðru, er þau hafa leitað fyrir sér um sölu á þýzk- um markaði. Meðal þeirra eru Esso, Coca-Cola, Pan American, Avis, Imperial Chemical Indu- stries (ICI) og United Air Lines. Öll þessi fyrirtæki hafa gefizt upp við að þýða auglýsingaslag- orð sín, sem gefið hafa góða raun við að vinna hylli kaup- enda í heimalandinu, og láta þau koma óþýdd í erlendum auglýsingum sínum. Þannig syngur Coca-Cola kórinn nú í flestum þýzkum kvikmyndahús- um „Things go better with Coke“, og í fatnaðarauglýsingum sínum segir ICI í Þýzkalandi „The Manline is Terylene". Viskýauglýsingar fyrirtækisins sem framleiðir VAT 69 hljóma „Old Scotch for Youngsters“, United Airlines segir „Fly the friendly skies of United“, og vefnaðarvörufyrirtækið Mc- Gregor auglýsir „the young ideas“. Oft hafa fyrirtækin þó reynt sitt bezta til að þýða slagorð sín, en með misjöfnum árangri. Pan American reyndi t. d. að þýða slagorð sitt „Who was the guy who said the sky is the limit“, sem er orðaleikur með bandarískan talshátt, og á þýzku hljóðaði það „Der Himmel ist die Grenze — wer hat denn das gesagt“, og annað slagorð, „Panam makes the going great“, varð að „Panam macht den grossen Flug“, en hvorug þessi útgáfa féll að þýzkum smekk, svo að þessar þýðingartilraunir féllu um sjálfar sig. Nokkru öðru máli gegndi um slagorð bilaleigufyrirtækisins Avis, sem varð „Wir geben uns mehr Muhe“ á þýzku, en náði þó tæplega fyrirmynd sinni „We try harder“. Oft vilja bandarísku fyrirtæk- in beinlínis ekki láta þýða slag- orð sín, því að þau eru hrædd um að það skaði alþjóðlegt svip- mót sitt. Þannig er því t. d. varið um slagorð TWA, sem ekki hefur verið gerð tilraun til að þýða. Oft treysta fyrirtækin heldur ekki erlendum auglýs- ingamönnum, svo að þau láta sína menn semja auglýsingarnar og slagorðin á ensku og þýða þau síðan. Yfirleitt þykja slík HLYNUR 13

x

Hlynur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.