Hlynur - 15.07.1968, Qupperneq 14

Hlynur - 15.07.1968, Qupperneq 14
vinnubrögð þó ekki gefa góða raun, en fyrir kemur þó, að þýð- ingin tekst. Þannig þykir t. d. slagorð Esso í Þýzkalandi, „Pack den Tiger in den Tank“ ekki standa hinni bandarísku fyrir- mynd sinni að baki, sem er „Put a tiger in your tank“. Sama máli gegnir um Coca-Cola aug- lýsinguna „Mach mal Pause“, sem er þýðing á „The pause that refreshes“. Og stoltir þýzkir auglýsingamenn benda á banda- ríska slagorðið „Get that good Goodrich feeling“ í auglýsingum samnefnds hjólbarðafyrirtækis, en það er bein þýðing á þýzku slagorðií, „das gute Goodricih Gefuhl“. — e. Áskrifendahapp- drætti Samvinnimnar Hinn 15. júlí s.l. var dregið um Malloroaferð fyrir tvo, sem Sam- vinnan bauð heppnum áskrifanda, sem greiddi áskriftargjaldið 1938 fyrir 15. þ.m. Óskar Hlynur vinnings- hafanum og gesti hans ánægjulegr- ar dvalar á sólarströnd Mallorca, en útdregið númer var 9192, og reynd- ist eigandinn vera Gísli Friðbjarnar- son, Skuld, Húsavík. Aðaltilgangurinn með þessum vinningi var að örva fólk til að geraist áskrifendur að Samvinnunni, en ekki verður sagt, að eftirtekjan hafi reynzt í samræmi við vonirnar. Sumstaðar náðist þó athyglisverð- ur árangur, m. a. á Höfn í Horna- firði, þar sem áhugasömum manni, Vilhjálmi Guðmundssyni, tókst að afla Samvinnunni 44 nýrra kaupenda á stuttum tíma. Er án efa hægt að ná slíkum árangri hvar sem er á landinu, ef áhugi og framtak er fyrir hendi. •— Mér er sama hvað hver segir, eftir teilcningunni á að vera hrekka hér! Abalfundur Kaupfélags Eyfirðinga Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga var haldinn í samkomuhúsi Akur- eyrarbæjar dagana 5. og 6. júní sl. Rétt til fundarsetu höfðu 201 fulltrúi úr 24 deildum félagsins, en mættir voru 191 fulltrúi úr 21 deild auk stjórnar félagsins, kaupfélagsstjóra, endurskoðenda, ýmissa gesta og all- margra starfsmanna félagsins. f fundarbyrjun minntist formaður félagsins þeirra félagsmanna, er lát- izt höfðu frá síðasta aðalfundi, og þá sérstaklega Þórarins Björnssonar, skólameistara, sem andaðist í janúar sl., en Þórarinn var í stjórn Menn- ingarsjóðs félagsins um langt árabil. Fundarstjórar voru kjörnir Ingvar Gíslason, alþingismaður, Akureyri, og Sigurður Jósefsson, bóndi, Torfu- felli, en fundarritarar Árni Jóhann- esson, mjólkurfræðingur, Akureyri, og Hjalti Kristjánsson, bóndi, Hjalta- stöðum. Formaður félagsins, Brynjólfur Sveinsson, yfirkennari, flutti skýrslu stjórnarinnar fyrir liðið ár. Verkleg- ar framkvæmdir og aðrar fjárfest- ingar höfðu orðið verulega minni en á undangengnum árum. Kaupfélagsst'órinn, Jakob Frí- mannsson, las reikninga félagsins fyrir árið 1967 og skýrði ítarlega frá rekstri þess. Vegna minnkandi kaupgetu almennings, einkum síðari hluta ársins, varð söluaukning í verzlunardeildum félagsins mun minni en undanfarin ár, eða aðeins 1.4% . Heildarvörusala félagsins og fyrirtækja þess á innlendum og er- lendum vörum, þegar með eru taldar útflutningsvörur, verksmiðjufram- ileiðsla og sala þjónustufyrirtækja, jókst hins vegiar um 3.6%, eða úr 925.4 milj. króna í 958.6 milj. kr. Af- skriftir og aukning eigin sjóða námu á árinu alls um 16 milj. kr., en rekstr- arhalli varð rúmlega 4.3 milj. kr., þannig að eigin fjármunamyndun félagsins varð rúmlega 11.6 milj. kr. Meginorsök rekstrarhallans var mik- ill taprekstur á frystihúsum félags- ins, og þá fyrst og freimst á frysti- húsinu í Hrísey, af völdum verðfalls erlendis og verðbólgu innanlands, en einnig varð félagið fyrir talsverðu skakkafalli af völdum gengisfelling- arinnar á sjl. hausti. Aðalfundur ákvað að greiða í reikn- inga félagsmanna 6% arð af við- skiptum þeirra við lyfjabúð félags- ins, Stjörnu Apótek, sem þeir sjálfir höfðu greitt. Úr Menningarsjóði félagsins hafði á árinu verið úthlutað kr. 125.000 til átta aðila, en tekjur sjóðsins voru 250 þús. kr. framlag, samþykkt á að- alfundi í fyrra, auk vaxta. Á aðal- fundinum nú var einnig samþykkt 250 þús. króna framlag til sjóðsins. Á fundinum var samþykkt eftirfar- andi ályktun: „Þar sem rekstrarlán til landbúnaðarins hafa ekki hækkað síðastliðinn áratug, en rekstrarfjár- þörf bænda og sölufyrirtækja þeirra hefur farið ört vaxandi með hverju ári, skorar aðalfundur KEA 1968 á ríkisstjórnina að hlutast til um að rekstrarlánin verði hækkuð svo, að þau verði hlutfallslega jafnhá og þau voru 1958“. í stjórn félagsins var endurkjörinn til þriggja ára Kristinn Sigmundsson oddviti, Arnarhóli. Endurskoðandi til tveggja ára var endurkjörinn Guð- mundur Eiðsson bóndi, Sörlatungu, og varaendurskoðandi til tveggja ára Ármann Dalmannsson, skógarvörður, Akureyri. í stjórn Menningarsjóðs til þriggja ára var endurkjörinn Bernharð Stefánsson, fyrrv. alþingis- maður, Akureyri, og í stjórn Menn- ingarsjóðs var kjörinn til eins árs Árni Kristjánsson, menntaskólakenn- ari, Akureyri, í stað Þórarins heitins Björnssonar skólameistara. Varamað- ur í stjórn Menningarsjóðs var kjör- inn Hólmfríður Jónsdóttir, mennta- skólakennari, Akureyri, í stað Árna Kristjánssonar. Fastráðið starfsfólk félagsins 1 árs- lok var 521 talsins. 14 HLYNUR

x

Hlynur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.