Hlynur - 15.07.1968, Qupperneq 15
Ráðstefna um
stjórnunarmál
Félag kaupfélagsstjóra gekkst fyr-
ir ráðstefnu um stjórnunarmál dag-
ana 28.—30. maí sl. að Bifröst í
Borgarfirði. Rúmlega 20 kaupfélags-
stjórar sóttu ráðstefnuna, sem var
haldin með aðstoð Stjórnunarfélags
íslands.
Á ráðstefnunni flutti Glúmur
Björnsson skrifstofustjóri hjá Orku-
stofnun ríkisins tvö erindi, um
reiknigrundvöll stjórnunaraðgerða
og um bókhaldstækni. Sveinn Björns-
son frkvstj. Iðnaðarmálastofnunar
Islands flutti einnig tvö erindi um
starfsmat og um stjórnunarmál, og
Magnús Björnsson starfsmannastjóri
hjá Flugfélagi íslands flutti erindi
um starfsmannamál. Þá höfðu þrír
haupfélagsstjórar, þeir Ólafur Sverr-
isson, Borgarnesi, Guðni Guðnason,
Vestmannaeyjum, og Ólafur Ólafs-
son, Hvolsvelli, framsögu um vanda-
mál kaupfélagsstjórans, og að því
loknu fóru fram hópumræður og
síðan almennar umræður. Loks sögðu
þeir Ingólfur Ólafsson og Gunnar
Sveinsson frá ráðstefnu um smá-
söludreifingu, sem þeir höfðu ný-
lega sótt í Haag í Hollandi. Tókst
ráðstefnan í heild hið bezta, og voru
þátttakendur almennt mjög ánægðir
nteð framkvæmd hennar. — í stjórn
Bélags kaupfélagsstjóra eru þeir Ing-
ólfur Ólafsson, KRON, formaður,
Gunnar Sveinsson, Kf. Suðurnesja, og
Ragnar Pétursson, Kf. Hafnfirðinga.
Frá Bretlandl
Skozka samvinnuheildsalan, Scott-
ish Co-operative Wholesale Society,
gerði nýlega samning við einka-
fyrirtæki þar í landi, Associated
British Food Ltd., um sameiginlegan
rekstur á nýrri hveitimölunarstöð,
sem á að verða ein hin stærsta í
Evrópu. Stöð þessi, sem byrjað var
a að frumkvæði samvinnuheildsöl-
unnar, á að kosta rúmar tvær milj-
ónir sterlingspunda, og við hana
verður góð aðstaða til að geyma mik-
ið magn bæði af korni og möluðu
hveiti. Stöðin er nálægt höfninni í
Leith, og er stefnt að því að taka
hana í notkun síðar á þessu ári. —
Það fylgir fréttinni, að báðir aðilar
kanni nú leiðir til að auka samstarf
sitt á fleiri sviðum, sem geti orðið
báðum til hagsbóta.
Samstarf um
bókhald
Sex kaupfélög í norðanverðum
Noregi hafa nýlega tekið upp sam-
starf sín á milli um að færa bók-
hald sitt með tölvu. Það er fyrirtæki
í Þrándheimi, sem sér um að undir-
búa bókhaldsefnið til færslu, og síð-
an er það fært mánaðarlega fyrir
hvert kaupfélag um sig í tölvu, sem
er í eigu Tækniháskólans í Þránd-
heimi. Venjulegur vinnugangur er
á þá leið, að á hverjum morgni eru
vörureikningarnir gataðir inn á
spjöld, sem síðan eru mánaðarlega
send til Þrándheims ásamt öðrum
bókhaldsgögnum. Þaðan kemur svo
bókhaldið venjulega eftir örfáa daga,
og gefur allar nauðsynlegar upplýs-
ingar um hag og rekstursafkomu
kaupfélaganna. Eru forráðamenn
hinna sex kaupfélaga mjög ánægðir
með þetta samstarf og benda á,
hversu geysimikil framför þetta sé
frá því sem áður var, þegar ársupp-
gjöri var e. t v. ekki lokið fyrr
en komið var nokkuð fram á næsta
ár.
Prófessor 1
samvinnufræðum
ingfors er orðin allgömul, en árið
1957 var sett þar á stofn fyrir for-
göngu samvinnusambandanna í land-
inu sérstök samvinnumálastofnun,
sem í fyrstu starfaði innan hagfræði-
deildar skólans, en síðar innan fé-
lags- og efnahagsmáladeildar hans.
Hinn nýi aðstoðarprófessor hefur
starfað við þá stofnun í nokkur ár,
og er hann m. a. höfundur nokkurra
bóka um samvinnuhreyfinguna í
Finnlandi.
Nýr skrifstofustjóri
NAF í London
Ráðstefna —
Framh. af bls. 16.
Hinn 1. júlí
urðu skrifstofu-
stjóraskipti á
skrifstofu NAF i
London. — Við
starfinu tók Sví-
inn Leif Wester-
berg, og leysti
hann af hólmi
Norðmanninn
Tor Teian.
Westerberg Leif Wester-
berg er 34 ára
gamall og hefur hann áður unnið
hjá sænska samvinnusambandinu,
fyrst í söludeild Gislaved gúmíverk-
smiðjanna, en frá 1961 á aðalskrif-
stofu KF í Stokkhólmi, þar sem hann
vann síðast við sölu á matarkexi og
brauðgerðarvörum.
Við háskólann í Helsingfors í Finn-
landi hefur nýlega verið sett á stofn
kennaraembætti í samvinnufræðum.
Var skipaður í það dr. Vesa Laak-
konen, og er hann aðstoðarprófessor
í félags- og efnahagsmálum með sér-
staka kennsluskyldu í samvinnufræð-
um.
Hugmyndin að kennslu í sam-
vinnufræðum við háskólann í Hels-
hún þjónar. Til þess hlýtur hún
að kveðja ungt fólk í auknum
mæli til forystu og framkvæmda-
starfa. í trausti þess, að sam-
vinnuhreyfingin ræki hlutverk
sitt í framtíðinni, eins og hún
hefur gert til þessa, og hafi sem
fyrr almannaheill að leiðarljósi,
heitir unga fólkið henni fullum
stuðningi."
HLYNUR 15