Hlynur - 15.07.1968, Qupperneq 16
Ráðstefna um
samvinnumál
Dagana 8. og 9. júní sl. gekkst
Samband ungra framsóknar-
manna fyrir ráðstefnu á Akureyri
um efnið „Samvinnuhreyfingin á
síðari hluta tuttugustu aldar."
Urðu þar miklar og merkar um-
ræður, og þótt HLYNUR taki að
öðru leyti ekki afstöðu til ein-
stakra stjórnmálaflokka, þykir
okkur rétt að segja hér stuttlega
frá ráðstefnunni og birta ályktun
hennar til fróðleiks fyrir sam-
vinnumenn.
Ráðstefnan hófst með stuttu
ávarpi Baldurs Óskarssonar for-
manns SUF, en síðan flutti Jakob
Frímannsson kfstj. og stjórnar-
formaður SÍS ávarp og setti ráð-
stefnuna. Þá flutti Indriði Ketils-
son bóndi að Ytra-Fjaili erindi,
sem nefndist Úr sögu samvinnu-
hreyfingarinnar. Síðan flutti
Hjörtur H:artar frkvstj. erindið
Viðhorf og vandi samvinnuhreyf-
ingarinnar á líðandi stund, og
Erlendur Einarsson forstjóri er-
indi um Þróun samvinnuhreyf-
ingarinnar meðal annarra þjóða.
Að þessum erindum loknum svör-
uðu þeir Hjörtur, Jakob og Er-
lendur fyrirspurnum fundar-
manna, sem urðu allmargar. Síð-
ari dag ráðstefnunnar flutti Einar
Olgeirsson fyrrv. alþm. erindi,
sem hann nefndi Samvinnuhreyf-
ing, þjóðfélagshugsjón og veru-
leiki, og Indriði G. Þorsteinsson
ritstjóri flutti erindi um Félags-
og menningarhlutverk samvinnu-
hreyfingarinnar. Að lokum flutti
Halldór Halldórsson kfstj. á
Vopnafirði stutt ávarp, þar sem
hann ræddi um stöðu kaupfélag-
anna í dag.
Að erindunum loknum urðu
allmiklar umræður, en að lokum
samþykkti ráðstefnan eftirfarandi
ályktun:
„1. Félagsmálahreyfingar gegna
mikilvægu hlutverki í lýðræðis-
þjóðfélagi. Þær eru mótandi afl
í baráttu þjóðarinnar fyrir bætt-
um lífskjörum. Samtök eins og
samvinnufélögin tryggja félags-
legt jafnræði þegnanna og þátt-
töku þeirra í sköpun eigin kjara
og tryggja jafnframt áhrif þeirra
á undirstööur efnahagslífsins,
bæði í framleiðslu, verzlun og
þjónustu. Bein áhrif fólksins á
framkvæmd efnahagsaðgerða og
menningarmála eru grundvöllur
hins félagslega lýðræðis, sem er
lífæð samvinnusamtakanna. Sam-
vinnuhreyfingin hlýtur því aj
gegna mikilvægu hlutverki í
efnahags- og menningarmálum
þjóðfélagsins. Til þess að sam-
vinnuhreyfir.gunni takist að
rækja þetta í framtíðinni, verður
ríkisvaldið að viðurkenna hlut-
verk hennar og tryggja rétt
samvinnuhreyfingarinnar við
skiptingu rekstrar- og fram-
kvæmdaf j ármagns.
2. Samvinnuhreyfingin hefur
reynzt brjóstvörn og sóknarafl
hinna dreifðu byggða í framfara-
baráttu þeirra. Nauðsynlegt er,
að samvinnuhreyfingin njóti
þeirra skilyrða, sem geri henni
kleift að halda þessu forystu-
hlutverki áfram, bæði innan vé-
banda byggðaáætlana og við fjár-
magnsfyrirgreiðslu til einstakra
verkefna.
3. Ráðstefnan vekur athygli
samvinnumanna á því, að ýmsar
þýðingarmiklar starfsgreinar hafa
ekki verið skipulagðar eftir leið-
um samvinnuhreyfingarinnar,
bæði í iðnaði og sjávarútvegi, og
bendir á möguleika á stofnun
samvinnufélaga innan þessara
greina í skipulagstengslum við
kaupfélögin og Samband ísl. sam-
vinnufélaga.
4. Ráðstefnan fagnar því sam-
starfi, sem tekizt hefur milli SÍS
og ASÍ um bréfaskóla, og hvet-
ur til aukins samstarfs
samvinnuhreyfingarinnar og
verkalýðshreyfingarinnar á sviði
félags- og efnahagsmála til hags-
bóta fyrir alþýðu til sjávar og
sveita. í því skyni verði komið á
samstarfsnefndum, sem taki til
meðferðar frekari samvinnu sam-
takanna.
5. Ráðstefnan leggur áherzlu á,
að stóraukinn verði félagafjöldi í
KRON, og að efld verði eftir
mætti samvinnuverzlun á höfuð-
borgarsvæðinu með nýjum liðs-
mönnum.
6. Samvinnuhreyfingin er al-
mannahreyfing, sem hvorki má
staðna né slitna úr lífrænum
tengslum við þann fjölda, sem
Framhald á bls. 15.
H L Y N U R
Blað um samvinnumál
7. tbl. 16. árg.
júlí 1968
Hlynur er gefinn út af Sambandi íslenzkra samvinnufélaga, Starfsmannafélagi SÍS og Félagl
kaupfélagsstjóra. Ritstjórar eru Sigurour A. Magnússon (ábm.) og Eysteinn Slgurðsson. Auk
þeirra eru í ritnefnd Ragnar Jóhannesson og Gunnar Sveinsson. Ritstjórn og afgrelðsla eru
hjá Fræðsludeild SÍS, Sambandshúsinu, Reykjavík. Verð: kr. 100.00 árgangurlnn, kr. 10.00 heftlð.
Kemur út mánaðarlega. — Prentun: Prentsmiðjan Edda hf.
16 HLYNUR