Fréttablaðið - 03.01.2012, Síða 4
3. janúar 2012 ÞRIÐJUDAGUR4
Í yfirlitsgrein yfir leiklistarárið sem
birtist í blaði gærdagsins láðist að
geta höfundar, Elísabetar Brekkan.
haldið til haga
SAmfélAGSmál Vanski l hjá
Félagsbústöðum stefna í að verða
yfir 100 milljónir í ár eða 4 pró
sent af veltunni. Húsaleigan hækk
ar ársfjórðungslega í samræmi við
vísitölu til verðtryggingar en húsa
leigubæturnar hafa verið óbreytt
ar frá miðju ári 2008, að sögn
Sigurðar Kr. Friðrikssonar, fram
kvæmdastjóra Félagsbústaða.
Hann segir leigu á fjögurra her
bergja íbúð hjá Félagsbústöðum
hafa hækkað um 21,6 prósent frá
því í október 2008. Greiðslubyrðin
hafi hins vegar hækkað um 60 til
70 prósent vegna þess að bæturnar
hafi ekki fylgt verðlagi.
Árið 2008 tvöfölduðust vanskilin
frá árinu 2007 og fóru úr 0,7 pró
sentum af veltunni í 1,5 prósent.
„Við þurftum að gjaldfæra 12
milljónir 2007. Þá var þetta komið
í ótrúlega gott horf. Árið 2008
urðu vanskilin hins vegar tæpar
30 milljónir,“ segir Sigurður.
Árið 2009 voru vanskilin komin
í 52 milljónir sem voru 2,1 prósent
af veltunni og árið 2010 fóru van
skilin í 86 milljónir eða 3,6 prósent
af veltunni.
Sigurður kveðst gera sér vonir
um að greiðslubyrði leigutaka
hjá Félagsbústöðum lækki þegar
nýju bótakerfi verði komið á.
„Það stendur fyrir dyrum að
endurskoða bótakerfið. Hug
myndin er að færa á milli vaxta
bóta og húsaleigubóta til þess að
efla leigumarkaðinn þannig að
fólk standi jafnt að vígi hvort sem
það kaupir húsnæði eða leigi það.
Ég vona að þetta verði komið til
framkvæmda árið 2013 að loknum
undirbúningi á næsta ári.“
Það er mat Sigurðar að skilin
ættu að verða betri þegar
bótunum hefur verið jafnað
saman. „Fólk reynir auðvitað
alltaf að borga leiguna. Það skipt
ir alla máli að hafa þak yfir höf
uðið. Leigutakarnir hjá okkur
eru með lágar tekjur og auðvitað
höfðu þeir lítið á milli handanna
árið 2007 þegar skilin voru betri.
En minnkandi stuðningur vegur
töluvert og kemur fram í vanskil
um. Þegar fólk er svo orðið tvo til
þrjá mánuði eftir á með leiguna er
mjög erfitt að ná til baka.“
Sigurður segir þrautalend
inguna vera að bera fólk út. „Allt
er samt reynt í samvinnu við vel
ferðarsvið borgarinnar til að
ekki komi til þess. Oft er valið
á milli matar og húsaleigu hjá
leigjendum. Ef það sýnir sig hins
vegar að fólk eigi að geta borgað
leiguna getur það lent í því að fá
ekki þann stuðning sem það biður
um.“
Í ár hafa sjö verið bornir út með
aðstoð sýslumanns vegna van
goldinnar leigu, að sögn Sigurðar.
Hann segir það jafnframt koma
fyrir að fólk fari sjálft þegar það
er komið í mikil vanskil. „Við
fáum bara lyklana,“ segir hann.
Útburðum vegna húsreglna
brota hefur farið fækkandi og
voru þeir fimm á þessu ári. Eng
inn þeirra var fyrir tilstuðlan
sýslumanns.
Félagsbústaðir eiga nú og reka
um 2.150 íbúðir. Á biðlista eftir
íbúð eru 714. ibs@frettabladid.is
Vanskil hjá Félagsbústöðum
stefna í rúmar 100 milljónir
Vanskilin hjá Félagsbústöðum stefna í að verða yfir 100 milljónir króna í ár. Húsaleigan hefur hækkað
mikið en húsaleigubætur verið óbreyttar frá miðju ári 2008. Vanskilin 0,7% af veltu 2007 en 4% í ár.
í vanskilum Oft er valið á milli matar og húsaleigu hjá leigutökum, að sögn Sigurðar Kr. Friðrikssonar, framkvæmdastjóra
Félagsbústaða. FréttaBlaðið/gva
VEÐURSPá
alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
gautaborg
Kaupmannahöfn
las Palmas
london
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
heimurinn
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
17°
7°
8°
6°
9°
5°
6°
6°
21°
11°
18°
-1°
8°
2°
12°
15°
4°á morgun
Stíf Na-átt Sa- og v-til,
annars mun hægari.
fimmtudagur
vaxandi Sa-átt S- og v-
til um kvöldið.
0
0
1
-5
-3
-8
-2
-2
-2
-4
-3 5
10
7
5
3
6
5
6
9
5
8
-3
-3
-4
-3
-5 -2
-2
-4
-4
-3
norðanáttir
verða ríkjandi á
landinu fram á
fimmtudagskvöld
en þá gengur í stífa
suðaustanátt með
úrkomu um allt
land á föstudag og
hlánar sunnan og
vestanlands. Fram
að því verður yfir-
leitt fínt veður.
elísabet
margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
AfGAnIStAn, AP Fimmtán ára
afgönsk stúlka, Sahar Gul, verður
send til Indlands þar sem hún fær
aðhlynningu og læknismeðferð.
Hún hafði mánuðum saman sætt
pyntingum af hálfu tengdafólks
síns, bæði tengdamóður og mág
konu, sem reyndu að þvinga hana
út í vændi.
Málið hefur vakið mikla
athygli í Afganistan og gengið
fram af fólki, enda þótt ofbeldi
gegn konum sé algengt þar í
landi. Hamid Karzai forseti segir
að þeim sem þarna stóðu að verki
verði refsað.
„Þetta er ofbeldi sem ekki er
hægt að sætta sig við á 21. öld
inni,“ segir Sediq Sediqi, tals
maður afganska innanríkisráðu
neytisins. „Við erum þakklát
frænda hennar.“
Það var frændi stúlkunnar
sem hringdi í lögreglu í síðustu
viku og lét vita af því, sem var í
gangi. Lögreglan fór á vettvang
og frelsaði stúlkuna úr kjallara á
heimili eiginmanns hennar.
Sediqi sagði ekki hvers konar
meðferð hún muni fá á Indlandi,
en algengt er að Afganar fari
heldur á sjúkrahús í Pakistan eða
Indlandi frekar en í heimalandi
sínu, þar sem læknisþjónusta er
af skornum skammti. - gb
Ofbeldi gegn fimmtán ára stúlku vekur óhug í Afganistan:
Fer á sjúkrahús á Indlandi
sahar gul Sætti mánuðum saman
pyntingum af hálfu tengdafólks síns,
sem reyndi að þvinga hana út í vændi.
NOrdicPhOtOS/aFP
DAnmöRk Þrír af hverjum fjórum
forstjórum og framkvæmdastjór
um danskra fyrirtækja spá því
að efnahagskreppan í Danmörku
endist til ársins 2014. Tæplega
fimmtungur telur þó að henni
ljúki á næsta ári.
Þetta eru niðurstöður skoðana
könnunar, sem gerð var fyrir
danska viðskiptablaðið Børsen
„Það leikur enginn vafi á því
að dimmskýjað verður áfram
yfir Danmörku,“ hafði Børsen
eftir Jørgen Bardenfleth, fram
kvæmdastjóra Microsoft. - gb
Danskir forstjórar:
Spá kreppunni
áfram í tvö ár
BílAR Steinolía kláraðist á sumum
bensínstöðvum á gamlársdag
þegar fjöldi fólk keypti hana
í miklu magni. Eftir áramótin
hækkaði steinolía um 39 prósent
þegar á hana lagðist sama olíu-
gjald og lagt er á bensín og dísil-
olíu, auk hækkunar á vöru- og
kolefnagjöldum ríkisins.
Sala á steinolíu hefur aukist
síðustu ár eftir því sem fleiri
nota hana til að knýja ökutæki
sín, ýmist eintóma eða blandaða í
dísilolíu. Mátti á gamlársdag sjá
menn fylla á stóra jeppa sína og
nokkrir mættu á bensínstöðvar
með olíutunnur til að fylla á.
Steinolíu til húshitunar er hægt
að kaupa á sama verði og litaða
dísilolíu. - óká
Gjald lagt á steinolíu:
Olía hömstruð
á gamlársdag
olíuhamstur víða mátti sjá steinolíu
hamstraða á gamlársdag áður en á hana
lagðist olíugjald. MYNd/hugi hrEiðarSSON
Bílveltur í hálku
Ökumaður velti bifreið sinni á Bisk-
upstungnabraut í Árnessýslu í gær. að
sögn lögreglunnar á Selfossi slasaðist
enginn alvarlega. Önnur bílvelta varð
skammt frá vík í Mýrdal. Fjórir voru í
bílnum en enginn slasaðist alvarlega.
lögreglufréttir
gengið 02.01.2012
gjaldMiðlar KauP Sala
hEiMild: Seðlabanki Íslands
217,376
GenGisvísitAlA krónunnAr
122,38 122,96
189,69 190,61
158,3 159,18
21,294 21,418
20,421 20,541
17,741 17,845
1,5901 1,5995
187,96 189,08
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
japanskt jen
Sdr
auglÝsingadeildir fréttaBlaðsins – auglÝsingastJÓri: jón laufdal jonl@frettabladid.is almennar sími 512-5401: Einar davíðsson einar.davidsson@365.is, guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, laila awad laila@365.is, Örn geirsson
orn.geirsson@365.is allt sími 512-5402: jóna hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is sérBlöð sími 512-5016: Benedikt jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar hansen ivarorn@365.is raðauglÝsingar /fasteignir sími 512-
5403: hrannar helgason hrannar@365.is, viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓnustuauglÝsingar sími 512-5407: Sigurlaug aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, guðný gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún guðmundsdóttir sigrunh@365.is kYnningarstJÓri: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
Ný námskeið hefjast 9. janúar
Faxafeni 14 • www.heilsuborg.is
Ekki hlaupa í spik
hlauptu í Heilsuborg!
Skráning hafin
í síma 560 1010 eða á
mottaka @heilsuborg.is