Fréttablaðið - 03.01.2012, Side 8

Fréttablaðið - 03.01.2012, Side 8
3. janúar 2012 ÞRIÐJUDAGUR8 1. Hversu margir erlendir ferða- menn voru á Íslandi yfir áramótin? 2. Hvað heitir íslenska kýrin sem mjólkaði mest á síðasta ári? 3. Hvaða íslenski knattspyrnu- maður leikur fyrir enska úrvals- deildarliðið Wolves? Svör: VIÐskIptI Síminn seldi jafnmarga síma fyrir jólin og það gerði árið 2007. Þá var meðalverð seldra síma hjá fyrirtækinu tvöfalt hærra en fyrir fjórum árum. Endurspegl- ar sú staðreynd aukna markaðs- hlutdeild snjallsíma en 67 pró- sent seldra síma fyrir jólin voru snjallsímar. „Við fáum ekki betur séð en að fólk hafi verið tilbúið að eyða meiri fjármunum í símana nú en þá,“ segir Margrét Stefánsdóttir, upp- lýsingafulltrúi Símans, og bætir því við að hlutfall snjallsíma af seldum símum hafi tvöfaldast milli ára. Þá bendir Margrét á að næst- söluhæsti síminn hjá fyrirtæk- inu hafi verið Samsung Galaxy S II sem kosti tæplega 100 þúsund krónur. Galaxy-síminn er keyrður á Android snjallsíma-stýrikerfinu sem Google stendur á bakvið. Sér- staka athygli vekur að símar sem notast við Android-stýrikerfið voru 56 prósent seldra síma fyrir jólin samanborið við 15 prósent fyrir ári. Í fréttatilkynningu frá Símanum segir að lokum að þegar þessi mikli vöxtur í sölu á snjallsímum sé skoð- aður í samhengi við netnotkun megi ætla að flutningur á gagnamagni aukist mikið á næstu misserum. - mþl Markaðshlutdeild snjallsíma og þá sérstaklega Android-snjallsíma vex mikið: Jafnmargir símar seldir og árið 2007 Síminn Ætla má að mikil aukning í sölu snjallsíma valdi því að flutningur á gagnamagni aukist mikið á næstu misserum. Fréttablaðið/pjetur Fólk Ný verðlaun fyrir lækna- nema í háskólanum í Manitoba eru kennd við íslenska konu, sem varð fyrsta konan af íslenskum upp- runa í Kanada til að verða læknir. Dr. Sigga Christianson Houston varð læknir frá háskólanum í Manitoba árið 1925. Hún lést árið 1996, þá 102 ára gömul. Fjölskylda hennar vildi heiðra minningu hennar og framlag og stofnaði því ferðaverðlaun og lagði fram 100 þúsund dollara, sem munu gera læknanemum kleift að fá lækna- reynslu á norðlægum slóðum. - þeb Fyrst íslenskra kvenna læknir: Kenna verðlaun við frumkvöðul FréttaSkýring Hvaða ráðuneyti mun úthluta kvóta eftir væntan­ legar breytingar á stjórnarráðinu og hvernig ríma breytingarnar við samstarfsyfirlýsingu ríkis­ stjórnarinnar? Í breytingum sem boðaðar hafa verið á stjórnarráðinu er gert ráð fyrir að til verði bæði atvinnuvegaráðuneyti og auðlindaráðu- neyti. Þau mál sem heyra undir ráðuneytin tvö gætu skarast þegar kemur að úthlutun fiskveiðikvóta. Úthlutun kvóta er nú á hendi sjávarútvegs- ráðuneytis, sem mun verða hluti af atvinnu- vegaráðuneytinu samkvæmt áformum stjórnarmeirihlutans. Fiskurinn í sjónum er óneitanlega ein helsta auðlind þjóðarinnar, og því hlýtur að koma til skoðunar að hversu miklu leyti auðlindaráðuneytið mun koma að nýtingu á fiskistofnunum í kringum landið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stendur ekki til að breyta í grundvallar- atriðum úthlutun kvóta. Það verkefni mun verða á hendi atvinnuvegaráðherrans. Hafrannsóknastofnun Íslands (Hafró) rannsakar ástand fiskistofna og veitir ráðherranum ráðgjöf um heppilegan hámarksafla. Eftir að umhverfisráðuneytið eflist og tekur við auðlindamálunum má þó segja að hluti þeirra verkefna sem Hafró vinnur að ættu með réttu að heyra undir það ráðuneyti. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins innan stjórnarmeirihlutans er verið að skoða hvort og þá hvernig breytingar þurfi að gera á starfsemi Hafró þegar breyt- ingin á ráðuneytunum gengur í gegn. Til dæmis gæti verið talið eðlilegt að rann- sóknir á fiskistofnum væru unnar af undir- stofnun auðlindaráðuneytisins, þó ráð- leggingar um kvótaúthlutun heyri undir atvinnuvegaráðuneytið. Meðal þess sem kemur til greina er að Hafró vinni einfaldlega að verkefnum sem nýtist báðum ráðuneytum. Einnig kemur til greina að skipta stofnuninni upp, þó slíkt gæti verið erfitt í framkvæmd, enda rann- sóknir á auðlindum augljóslega grundvöllur ráðleggingar um kvótaúthlutun. Á næstunni er áformað að skipuð verði ráð- herranefnd sem ætlað er að undirbúa breyt- ingar á ráðuneytunum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er henni ætlað að vinna hratt að útfærslum á fyrirhuguðum breytingum, og skila tillögunum á formi þingsályktunartil- lögu. Alþingi mun því eiga lokaákvörðun um þessa breytingu á stjórnarráðinu, og allt sem henni mun fylgja. brjann@frettabladid.is Skoða breytingar á Hafró Hluti verkefna Hafrannsóknastofnunar gæti færst til auðlindaráðherra þegar breytingar verða gerðar á stjórnarráðinu á vormánuðum. Ekki er áformað að breyta fyrirkomulagi við úthlutun fiskveiðikvóta. verkeFni rannsóknir sem unnar eru um borð í Árna Friðrikssyni, rannsóknarskipi Hafrannsóknastofnunar, gætu fallið betur að verkefnum nýs auðlindaráðuneytis en atvinnuvegaráðuneytis. Fréttablaðið/anton Þær breytingar sem byrjað var á um áramót og til stendur að klára fljótlega eiga sér talsverðan aðdraganda. Í samstarfsyfirlýsingu Samfylkingar­ innar og Vinstri grænna er talað um að fækka ráðuneytunum úr tólf í níu, og að færa til einhver verkefni til að ná samlegðaráhrifum. nú virðist stefnt að því að fækka ráðuneytunum niður í átta. eftir þær breytingar sem gerðar voru um áramót gegnir Steingrímur j. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, starfi sjávarútvegs­ og land­ búnaðarráðherra samhliða starfi efnahags­ og viðskiptaráðherra. Þau ráðuneyti verða kjarninn í atvinnuvegaráðuneytinu þegar það verður stofnað formlega í vor, en hluti verkefna iðnaðarráðu­ neytisins mun einnig færast í það ráðuneyti. Hluti verkefna efnahags­ og viðskiptaráðu­ neytisins mun þó deilast á forsætisráðuneytið og fjármálaráðuneytið. auðlindaráðuneytið verður á sama tíma til úr umhverfisráðuneytinu, og þangað fer einnig hluti þeirra verkefna sem heyra undir iðnaðarráðu­ neytið í dag. Þessi breyting er ekki í samræmi við það sem kynnt var í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar við upphaf kjörtímabilsins. Þar var ekki gert ráð fyrir því að verkefni efnahags­ og viðskiptaráðuneytisins færðust til atvinnuvegaráðuneytisins, heldur átti efnahags­ og viðskiptaráðuneytið að starfa áfram. atvinnu­ vegaráðuneytið átti að ná yfir allar atvinnugreinar aðrar en opinbera geirann og fjármálafyrirtæki. aðrar breytingar á ráðuneytunum sem kynntar voru í stjórnarsáttmálanum hafa þegar gengið í gegn. boðað var að dóm­ og mannréttindaráðu­ neytið myndi sameinast samgöngu­ og sveita­ stjórnarráðuneytinu í nýju innanríkisráðuneyti „fyrir lok kjörtímabilsins“. Sú breyting náði því í gegn talsvert á undan áætlun. ráðuneytin færri en kveðið er á um í samstarfsyfirlýsingu Alla daga kl. 19.00 og 01.00 Piers Morgan tók við af Larry King og er alla daga með þátt sinn á CNN þar sem hann spyr fræga og fína fólkið spjörunum úr og dregur ekkert undan. PIERS MORGAN tonight CNN er fáanleg í Allt FræðslA toppur HeIlbRIGÐIsmál Tekið hefur verið í notkun nýtt tölvustýrt staðsetn- ingartæki á heila- og taugaskurð- deild Landspítala. „Tækið gerir að verkum að skurðaðgerðir á höfði verða bæði nákvæmari og öruggari. Það nýt- ist best við aðgerðir á æxlum í heila,“ segir á vef Landspítalans. Þá nýtist tækið við ýmsar aðgerðir háls-, nef- og eyrnalækna og bæklunarskurðlækna. Tækið, sem er um 25 milljóna króna virði, er gjöf frá Arion banka og sjóði sem verið hefur í vörslu hans og stofnaður var á sínum tíma til að styðja tækjakaup. - óká Nýtt tæki tekið í notkun: Nýtist til heila- skurðaðgerða LandSpítaLinn Heila­ og taugaskurð­ deildinni áskotnaðist í vikunni nýtt tæki. Fréttablaðið/VilHelm UmHVeRFIsmál Áformaðir snjóflóða varnargarðar neðan við Gleiðarhjalla við Ísafjarðarbæ hafa ekki teljandi umhverfisáhrif eftir að framkvæmdum lýkur, samkvæmt skýrslu um mat á umhverfisáhrifum sem gerð hefur verið opinber. Engar fornleifar eða náttúru- minjar verða fyrir spjöllum vegna garðanna og áhrif á dýralíf verða lítil. Áformað er að framkvæmdir við gerð garðanna hefjist í ágúst 2012, og að þeir verði tilbúnir árið 2016. Þeim er bæði ætlað að taka á móti snjóflóðum og aurskriðum úr Gleiðarhjalla. - bj Meta áhrif snjóflóðavarna: Engin teljandi umhverfisáhrif ÍsRAel, Ap Myndir af strangtrúargyðingum í röndótt- um fangafötum, eins og fangar í útrýmingarbúðum nasista voru látnir klæðast, hafa vakið hörð viðbrögð í Ísrael. Þúsundir strangtrúaðra gyðinga komu saman á laugardag í Jerúsalem til að mótmæla því sem þeir segja herferð landsbúa gegn lífsmáta þeirra. Mót- mælendurnir báru gular gyðingastjörnur og kölluðu ísraelska lögreglumenn óhikað nasista. Ungir dreng- ir voru látnir klæðast röndóttu fangabúningunum og börn voru látin lyfta upp báðum höndum eins og drengur á frægri ljósmynd, sem tekin var í gyðinga- hverfinu í Varsjá. Ehud Barak varnarmálaráðherra sagði mótmæl- endahópinn hafa farið yfir strikið og kallaði fram- ferði þeirra hneykslanlegt. „Við verðum að halda helförinni og táknmynd- um hennar utan við pólitískar deilur í Ísrael,“ sagði Moshe Zanbar, sem er formaður ísraelskra samtaka gyðinga sem lifðu af útrýmingarherferð nasista. Fjölmargir aðrir áhrifamenn bæði úr stjórn- málum og trúarsamfélagi Ísraels hafa fordæmt mótmælendurna. Strangtrúarmótmælendur hafa undanfarið orðið æ harðskeyttari, krefjast þess að farið sé eftir ströng- ustu reglum trúarinnar og gerðu meðal annars hróp að átta ára skólastúlku í síðustu viku fyrir að vera of frjálslega klædd að þeirra mati. - gb Óbilgirni strangtrúargyðinga vekur hörð viðbrögð hófsamari íbúa Ísraels: Trúardeilur harðna í Ísrael gyðingadrengir í Fangabúningum mótmæli strangtrúar­ gyðinga hafa gengið fram af fjölmörgum íbúum Ísraels. nordicpHotoS/aFp 1. Ríflega 4.000. 2. Týra. 3. Eggert Gunn- þór Jónsson. veiStu Svarið?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.