Fréttablaðið - 03.01.2012, Side 12
3. janúar 2012 ÞRIÐJUDAGUR12
UtAnRíkIsmál Viðræður við Evrópu
sambandið (ESB) um aukningu
á tollfrjálsum útflutningskvóta
Íslands á lambakjöti frestast fram
á nýja árið. Snemmsumars var frá
því greint að þreifingar væru hafn
ar um aukningu kvótans og svo
bárust af því fregnir í septem
ber að könnunarviðræður ættu að
hefjast í þeim mánuði.
Samkvæmt upplýsingum frá
utanríkisráðuneytinu er enn beðið
umboðs til viðræðna frá fram
kvæmdastjórn ESB. Búist hafi
verið við því fyrir áramót, en nú
sé talið að það verði í janúar.
Skortur á lambakjöti í heimin
um olli á árinu verðhækkunum og
vöruskorti sem gerði að verkum
að útflutningur héðan varð hag
kvæmari en verið hafði. Gildandi
samningur um sölu landbúnaðar
afurða milli ESB og Íslands frá
árinu 2007 kveður á um að héðan
megi flytja tollfrjálst til landa
sambandsins 1.850 tonn af lamba
kjöti, 380 tonn af skyri og 350 tonn
af smjöri.
Á móti mega ríki ESB selja hing
að án tolla um 100 tonn af nauta
kjöti og 200 tonn af svína og ali
fuglakjöti, auk osta og unninna
kjötvara.
Lagt var upp í viðræðurnar við
framkvæmdastjórn sambandsins
á þessu ári með það fyrir augum
að rúmlega tvöfalda útflutning
lambakjöts héðan, færa tollkvótann
í 4.000 tonn. Í viðræðum á nýju ári
kemur svo væntanlega í ljós hversu
mikið þyrfti á móti að heimila
aukningu á innflutningi á landbún
aðarvörum frá ríkjum ESB.
Í sumar sagði Sindri Sigurgeirs
son, formaður Landssamtaka sauð
fjárbænda, að bændur treystu sér
til að auka framleiðslu sína um
10 til 20 prósent á næstu fimm
árum. Slík framleiðsluaukning
hafi verið til umræðu hjá bænd
um vegna horfa á auknum útflutn
ingi. Kæmi til aukningar yrði hins
vegar lögð áhersla á að auka sjálf
bærni í framleiðslunni, ekki ætti
að ganga á landið.
Í sama streng tók Ágúst Andrés
son, forstöðumaður hjá Kaupfélagi
Skagfirðinga, sem taldi framfarir í
beitarstýringu og á öðrum sviðum
þýða að bændur gætu aukið fram
leiðslu sína umtalsvert. Aukningin
yrði þó aldrei nema dropi í hafið í
samanburði við heildarinnflutning
ESB, sem flytti inn um 300 þúsund
tonn af kjöti á ári hverju.
olikr@frettabladid.is
tonn af kjöti
má flytja toll-
frjálst inn frá
löndum ESB.
300
VIÐskIptI Notkun V.D. Hönnunar
húss á heitunum Volcano Design
og Volcano Icelandic Design
brýtur ekki lög um eftirlit með
viðskiptaháttum og markaðssetn
ingu, segir Neytendastofa.
Volcano Iceland ehf. leitaði til
Neytendastofu og taldi að notkun
heitanna gæti valdið ruglingi.
„Orðið volcano þýðir eldfjall
eða eldstöð og ljóst að það heiti er
mjög einkennandi fyrir Ísland,“
segir í umfjöllun Neytendastofu
og talið útilokað að heitið feng
ist skráð sem orðmerki enda hafi
bæði fyrirtækin fengið heitið
skráð sem myndmerki hjá Einka
leyfastofu. „Heitið getur því ekki
notið einkaréttar.“ - óká
Úrskurðað í „volcano“ deilu:
Eldfjöll lýsandi
fyrir landið
GrímsvatnaGos Í úrskurði Neytend-
stofu segir að eldfjöll og eldstöðvar séu
einkennandi fyrir landið.
Fréttablaðið/Vilhelm
neytenDUR Neytendasamtökin eru
ósátt við að vera skrifuð fyrir
greinargerð um fyrirhugaða rækt
un á erfðabreyttum lífverum á
Reykjum í Ölfusi. Á plagginu eru
gerðar fjölmargar athugasemdir
við að heimila skuli ræktunina,
líkt og samtökin greina frá á
heimasíðu sinni.
Jóhannes Gunnarsson, formaður
Neytendasamtakanna, segist
aldrei hafa samþykkt greinargerð
ina, þó svo að hún hafi verið til
umfjöllunar af hálfu samtakanna.
„Þetta eru vinnubrögð sem ekki
á að ástunda. Þegar margir aðil
ar eru að samræma sín sjónarmið
verður að ræða við alla og það var
ekki gert,“ segir Jóhannes. „Þetta
er plagg sem er okkur algjörlega
óviðkomandi.“
Neytendasamtökin fengu sent
upphaflegt skjal á sínum tíma og
er enn með það til umfjöllunar.
Jóhannes segir enga afstöðu hafa
verið tekna í málinu og því hafi
það komið honum á óvart þegar
hann sá að samtökin voru skrifuð
fyrir því.
„Við getum tekið undir hluta
athugasemdanna, meðal ann
ars varðandi kynningu málsins í
heild,“ segir Jóhannes. „Og ég er
ekki að halda því fram að þetta sé
alvont plagg. En málið var aldrei
nægjanlega vel borið undir okkur
þar sem við áttum að vera einn
aðilinn að þessu.“ - sv
Greinargerð um ræktun erfðabreyttra lífvera:
Ekki borin undir
Neytendasamtökin
ErfðabrEytt ræktun Neytendasamtökin eru ósátt við að vera skráð sem
umsagnaraðilar á greinargerð um ræktun erfðabreyttra lífvera.
sVeItARstJóRnIR „Það er ekki þess
virði að berjast fyrir fyrirkomu
lagi sem kostar forseta fjárhags
legar fórnir og hugnast ekki nema
helmingi bæjarstjórnar,“ segir
Sigurborg Kr. Hannesdóttir, for
seti bæjarstjórnar Grundarfjarð
ar, í bókun á síðasta fundi bæjar
stjórnar þar sem hún baðst undan
auknum starfsskyldum.
Sjálfstæðismenn í bæjarstjór
ninni sögðust ekki vita í hverju
þau auknu verkefni væru fólgin
sem urðu til þess fyrir um ári að
laun forseta bæjarstjórnar voru
tvöfölduð.
„Eins og ber
lega hefur komið
í ljós þá fór þessi
launahækkun
verulega fyrir
brjóstið á okkur,
sérstaklega í
ljósi þess að
við höfum stað
ið vel við bakið
á ykkur í þeim
niðurskurði sem
bæjarfélagið óhjákvæmilega hefur
þurft að ganga í gegnum,“ bókuðu
fulltrúar Sjálfstæðisflokks.
Sigurborg, sem er fulltrúi meiri
hluta Llista Samstöðu, sagði
að með viðbótarverkefnum hafi
vinna forseta farið upp í 40 til 50
prósenta starf á vetrarmánuðum.
Laun bæjarstjórans hafi verið
lækkuð sem nam viðbótargreiðslu
til hennar.
„Dlisti hefur ítrekað lýst
óánægju sinni með þetta fyrir
komulag og bendir flest til þess að
hann muni halda því áfram út kjör
tímabilið,“ bókaði forsetinn sem
baðst undan hinum auknu verkefn
um. Hún kvaðst gera ráð fyrir að
bæjarráð taki upp starfslýsingu og
kjör bæjarstjóra. - gar
Forseti bæjarstjórnar í Grundarfirði lætur undan þrýstingi frá minnihlutanum:
Biðst undan auknum verkefnum
siGurborG kr.
HannEsdóttir
heIlsA Þeir sem neyta fæðu sem
sem er rík af vítamínum eða
omega-3 fitusýrum eru ólíklegri
til að verða fyrir heilarýrnun af
því tagi sem tengd er við Alz-
heimer-sjúkdóminn en þeir sem
neyta minna af slíkum næringar-
efnum. Þetta kemur fram í nýrri
rannsókn sem framkvæmd var af
Heilsu- og vísindaháskólanum í
Portland í Bandaríkjunum.
Omega 3 fitusýrur og C-
vítamín má aðallega finna í fiski.
Ávextir og grænmeti eru rík af
B-, C- og E-vítamínum.
Fitusýrur og vítamín:
Fyrirbyggja
heilarýrnun
í sláturHúsinu Viðræður við evrópusambandið um að auka tollfrjálsan kvóta á
lambakjöti sem íslenskir bændur flytja út úr 1.850 tonnum í 4.000 tonn komust ekki
af stað á árinu sem er að líða. Fréttablaðið/GVa
Ráð gert fyrir fundi um
kjötkvóta í mánuðinum
Viðræður við ESB um aukningu á tollkvótum lambakjöts sem boðaðar voru í haust hafa tafist. Stefnt er að
því að tvöfalda kvótann, úr 1.850 tonnum í 4.000 tonn. Heimila gæti þurft aukinn innflutning á móti.
Birt án ábyrgðar
Jólahappdrætti Sjálfsbjargar
Dregið var 24. desember 2011
Vinningar og vinningsnúmer.
1. Kia Picanto EX 1,2 að verðmæti kr. 2.597.777,-
13344
2. - 11. iPhone 4S - 16 GB, hver að verðmæti kr. 169.990,-
113 6103 7112 10157 16785
1117 6265 7121 12998 19601
12. - 21. Sony 40” HD sjónvarp, hvert að verðmæti kr. 159.990,-
1691 9794 10728 15492 22228
2903 10233 13107 16193 23055
22. - 31. Bensínúttektir, hver að verðmæti kr. 100.000,-
7576 13160 13212 18151 19185
11959 13163 17586 18224 23315
32. - 55. Vöruúttektir að eigin vali, hver að verðmæti kr. 60.000,-
513 6932 11039 13182 16185 20041
3845 8164 12599 13617 16407 22998
4628 8175 12744 15325 19267 23143
6816 10601 12867 15995 19836 24185
Þau leiðu mistök urðu við útgáfu happdrættismiða í Jólahappdrætti Sjálfsbjargar að
sendir voru út nokkrir miðar með hærra númeri en 25.000 en einungis var dregið úr
þeim fjölda miða. Þeir sem hafa greitt slíkan miða eru hvattir til að hafa samband
við skrifstofu Sjálfsbjargar í síma 899 0065 til að fá miðann endurgreiddan.
Handhafar vinningsmiða eru vinsamlega beðnir um að framvísa þeim á skrifstofu
Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra að Hátúni 12, Reykjavík, sími 5500360.
Byrjað verður að greiða út vinninga þann 11. janúar nk.
Vinningaskrá er einnig birt á heimasíðu samtakanna, sjalfsbjorg.is og textavarpi RÚV.
Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra þakkar landsmönnum veittan stuðning.
Sjálfsbjörg
landssamband
fatlaðra þakkar
landsmönnum
veittan stuðning.
strandvörður í baði Þessi
strandvörður hvíldi sig í heitu baði á
strönd í helmfurth í Þýskalandi eftir
að hafa synt í köldu vatninu. Um 60
sundmenn tóku þátt í vetrarbaðinu,
sem er árlegur viðburður fyrsta dag
ársins. Nordicphotos/aFp