Breiðholtsblaðið - apr. 2017, Side 4
Þorvaldur Daníelsson stjórnmálafræðingur og MBA hefur unnið að eftir tektar verðu verkefni undanfarin
ár. Nefnist það Hjólakraftur og
byggist á því að tengja ungmenni
við hjólreiðar og nota hjólreiðar-
nar til þess að koma fólki af stað.
Hann er kominn í samstarf við
borgarhluta, sveitarfélög víða um
land og einnig fyrirtæki sem sýnt
hafa þessu framtaki hans verð-
ugan áhuga og stuðning í verki.
Keppendur á vegum Hjólarafts
hafa meðal annars tekið þátt
WOW Cyclothon og nú er hann
að vinna að því að fara af stað
með eitt af verkefnum Hjólakrafts
í Breiðholti. Þorvaldur á sjálfur
rætur í Breiðholti því hann fluttist
með foreldrum sínum úr Fossvogi-
num í Seljahverfið 10 ára gamall.
„Mótunarárin mín voru öll þar
og ég átti marga vini og kunningja í
Breiðholtinu, ekki síður í Fellunum
en í Seljunum. Þetta var á þeim
árum þegar Breiðholtið var að
mótast. Mikið var af krökkum
á svæðinu á þessum tíma og
nýjungar í félagsstarfinu voru að
koma fram. Ég var mikið í Fellahelli
þar sem margar nýjungar í
félagsstarfi ungmenna voru reyndar
og starfsliðið þar á þessum tíma
náði afskaplega vel til okkar. Þar
voru strákar á borð við Þór Eldon,
Sjón og Halldór Þorgeirsson faðir
Dóra DNA að störfum. Sverrir faðir
Sveppa var þar einnig um tíma og
fleiri. Í Breiðholtinu kynntist ég
hjólreiðum vegna þess að maður
hjólaði út um allt. Hjólreiðatímabil
mitt hið fyrra var þarna efra frá því
ég var 10 ára og fram til þess að
ég fékk bílpróf. Þá tók bíllinn við
og hjólið fékk hvíld. Síðar fór ég
að huga að því aftur. Til hvers að
eyða öllu í bíl, bensín og tryggingar
þegar maður gat farið margra
ferða á hjóli. Það gæti líka verið
skynsamlegt að eiga aðeins meira
af peningum, segir Þorvaldur.“
Hjólið nokkuð lengi í fríi
En hjólið var nokkuð lengi í frí
hjá þér. „Já ég var ekkert sérstak-
lega að sinna því fyrr en í byrjun
þessa áratugar – eftir hrun getum
við sagt þótt það tengist ekki
efnahagslegum sveiflum sérstak-
lega. Það bar þannig til að ég var
að vinna hjá Krafti sem er eins og
margir þekkja stuðningsfélag við
ungt fólk sem greinst hefur með
krabbamein. Hluti af því starfi er í
formi hreyfingar og útvistar fyrir
ungt fólk á aldrinum 18 til 40 ára
sem greinst hefur með krabbamein.
Auk þess setti ég á laggirnar forvar-
narverkefni þar sem verið var að
fást við vanda ungmenna sem voru
að tapa baráttunni við lífstílssjúk-
dóma af ýmsu tagi. Ég heillaðist af
þessu verkefni og þegar ég hætti
störfum hjá Krafti og fór aftur í nám
tók ég þetta verkefni með mér, í
fullu samráði við stjórn Krafts.
Hjólreiðar og félagsskapur
fara saman
Hjólakraftur felst í því að fá
krakka til þess að stunda hjól-
reiðar í skipulögðu formi. Þetta er
unnið þannig að hjólreiðarnar og
félagsskapur fara saman.“ Nú hafi
þið farið í langar ferðir jafnvel um
allt land. „Já – við erum búin að
taka þátt í WOW Cyclothon sem er
hjólreiðakeppni hringinn um landið
á reiðhjólum á vegum flugfélags
Skúla Mogesen í nokkur skipti. Í
fyrsta skiptið fór ég með tíu manna
lið, sex krakka og fjóra fullorðna,
svo fór ég með fjögur 10 manna
lið og í fyrra með 13 slík lið. Þótt
ég segi sjálfur frá þá hefur þetta
gengið vel og nú hefur það undið
verulega upp á sig þannig að fleiri
og fleiri taka þátt í þessu. Þessi ferð
okkar vakti áhuga fjölmiðla og við
fengum viðtöl og aðra kynningu á
starfinu. Þetta spurðist út og fleiri
og fleiri fengu áhuga og þá ekki
bara á WOW Cyclothon hringferð-
inni heldur aðallega hinu almenna
félagsstarfi sem Hjólakraftur hefur
byggt upp í kringum reiðhjólið. Ég
áttaði mig á að ekki var um marga
kosti að ræða.“
Samningar við sveitarfélög
Þorvaldur segir að þegar maður
hafi lofað einhverju verði að standa
við það. „Mér fannst ég hafa lofað
krökkunum þessu og því ætti ég því
ekkert val. Ég yrði að halda áfram.
Þetta hefur líka gengið framar
fremstu vonum og í dag er svo
komið að fyrirspurnum rignir inn.
Ég fæ stöðugt spurningar frá fólki
út um allt land hvort Hjólakraftur
sé ekki á leiðinni í byggðina þeirra.
Þetta er eins og hvert annað félag
opið fyrir alla. Ég gerði samning
við Grindavíkurbæ og Sveitar-
félagið Árborg og er með hópa á
báðum þessum stöðum. Ég er
einnig í samstarfi við Sandgerði,
Sveitarfélagið Garð, Ungmenna-
félagið Þristinn á Fljótsdalshéraði,
Höfrung á Þingeyri og Samherja
sem er ungmennafélag í Eyjafirði
innan Akureyrar. Þá get ég nefnt
borgarhluta í Reykjavík, samstarf
við Hagaskóla, við erum í Gufu-
nesbæ í Grafarvogi, Norðlingaskóla
og nú erum við að hefja starfsemi
í mínum gamla heimabæ Breið-
holtinu. Það er líka á döfinni að
efna til hjóladags í Vesturbænum
innan tíðar.“
Hjólakraftur kominn
til að vera
Hjólakraftur er orðið áhrifa-
ríkur félagsskapur sem farinn er
að teygja anga sín út um allt
land og umsvifin orðin mikil. En
hvernig gengur að fjármagna
svo viðamikla starfsemi. „Það er
auðvitað höfuðverkur. Ég hef
verið svo heppinn að hafa fengið
marga til þess styðja við það.
Að öðrum kosti væri þetta ekki
hægt. Þegar við höfum tekið þátt
í WOW Cyclothon hafa fyrirtæki
lánað okkur rútur sem fylgja þátt-
takendum og fylgdarliði þar sem
fólkið getur hvílst og sofið. Einnig
flutningabíla sem flytja kostinn
því við höfum alltaf haft allt nesti
og viðurgjörning með okkur en
ekki keypt neitt á sölustöðum
um landið. Ég legg mikið upp
úr góðu og heilbrigðu fæði í
þessum ferðum. Það er hluti af
prógramminu.“ Er Hjólakraftur
kominn til þess að vera. „Miðað
við þær undirtektir sem þetta starf
hefur fengið bæði hjá þátttakend-
um og stuðningsaðilum þá fæ ég
ekki séð annað. Fyrir mörgum sem
taka þátt í þessu er mikilvægt að
sigrast á sjálfum sér. Eins og ég gat
um miðaðist þetta að nokkru leyti
við að ná til ungmenna sem átt hafa
í erfiðleikum með sjálf sig. Lokast
inn í einhverju – til dæmis tölvu-
leikjum eða öðru sem tekið hafa
hug þess yfir þótt margir fleiri hafi
síðan komið til þátttöku.“
Ég sé mikinn mun
En sér Þor valdur mun á
ungmennum sem hafa átt í erfið-
leikum með sjálf sig eftir að þau
fóru að taka þétt í Hjólakrafti. „Já
sé mun og oft mikinn. Krakkar hafa
til dæmis tekið miklum framförum
í námi. Krakkar sem voru næstum
hætt að sinna því eru komin á
fullt á ný og til þess var leikurinn
upphaflega gerður. Útivera og
áreynslan og ekki síst félagsskapur-
inn hefur þessi góðu áhrif. Því er
ekkert að leyna. Þetta auðveldar
krökkum að stýra hugsun sinni.
Svo tel ég það vera góðan bónus
að hjóla úti í náttúrunni og upplifa
hana á nýjan hátt. En aðal mark-
miðið er að fólk sigrist á sjálfu
sér. Að brekkan sem getur verið
mörgum svo erfið verði auðveld.“
4 Breiðholtsblaðið APRÍL 2017
V i ð t a l i ð
Markmiðið er að fólk sigrist á sjálfu sér
Þorvaldur Daníelsson og að sjálfsögðu með reiðhjólahjálminn.
- segir Þorvaldur Daníelsson sem byggt hefur starf Hjólakrafts upp
Það er hjólað vetur sem sumar oftast tvisvar í viku og kapparnir láta
smá snjó ekki stöðva sig.
Hluti af hjólalífinu er að njóta útiveru og náttúrunnar.
Opið alla daga
frá kl. 11 til 23.
Lóuhólar 4,nálægt Dominospizza Sími: 557 1414
Annast viðhald og viðgerðir
fasteigna fyrir húsfélög,
einstaklinga og fyrirtæki.
Gluggar – Gler – Glerlistar – Opnanleg fög
Þakjárn – Þakkantur – Þakrennur – Niðurföll
Sólpallar – Skjólveggir – Girðingar
Skápar – Innréttingar – Parkett – Flísar
Sími: 897 4425
Helgi smiður