Breiðholtsblaðið - apr. 2017, Blaðsíða 6

Breiðholtsblaðið - apr. 2017, Blaðsíða 6
6 Breiðholtsblaðið APRÍL 2017 www.breiðholt.is Breiðholtsþing var haldið í Gerðubergi miðvikudags- kvöldið 22. mars í tengslum við hugmyndasöfnunina Hverfið mitt 2017. Guðrún Lilja Gunn- laugsdóttir verkefnastjóri á Borgarbókasafni hélt stutta kynningu um sköpun og Sonja Wiium verkefnastjóri í verk- efninu Hverfið mitt skýrði frá verkefnum sem unnin hafa verið í Breiðholti undanfarin ár og sagði frá t ímalínu verkefnisins í ár. Því sem næst var unnið eftir aðferðafræði skapandi samráðs, en það felur í sér að fundargestir skoðuðu stór líkön af Breiðholt- inu og áttu út frá því umræður um hugmyndir sem þeir telja að geti nýst hverfinu og íbúum þess. Hugmyndir voru síðan merktar með sérstökum spjöldum sem búið er að útbúa fyrirfram, en einnig hafði fólk færi á að skapa sínar eigin hugmyndir út fyrir ramma spjaldanna. Fundurinn þótti takast afar vel þó mæting hefði mátt vera betri, en á þrið- ja tug íbúa mættu í Gerðuberg þetta kvöld. Um 160 hugmyndir bárust um hvað betur megi fara í Breiðholti í hugmyndasöfnun á vefnum hver- fidmitt.is. Hugmyndinar bíða nú frumvinnslu þar sem þær verða flokkaðar og hugmyndir valdar til þess að kjósa um en kosning um þær verða á tímabilinu 17. til 31. október í haust. En hvað vilja Breiðhyltingar láta gera. Ef litið er yfir óskir þeirra undanfarinna ár kemur eitt og annað fram. Líkön af Breiðholtinu sýnd á Breiðholtsþingi - um 160 hugmyndir bárust á hverfidmitt.is Séð niður eftir Breiðholtinu. Breiðholtsbrautin er fyrir miðju á myndinni en grónar hlíðar á milli Efra og Neðra Breiðholts sjást greinilega. Séra Jón Ómar Gunn- arsson hefur verið skipaður í embætti prests í Fella- og Hólaprestakalli Reykjavíkurprófasts- dæmis eystra. Tíu umsækjendur sóttu um embættið sem veitist frá 1. apríl. Umsóknarfrestur rann út 1. mars sl. Biskup skipaði í embættið í samræmi við niðurstöðu kjörnefndar prestakallsins. Jón Ómar lauk embættisprófi frá Háskóla Íslands árið 2008 og vígðist sama ár sem Æskulýðsprestur KFUM & KFUK og Kristilegu Skólahreyfingarinnar. Jón Ómar hefur þjónað í Glerárkirkju frá 2014. Hann er fæddur 1982, giftur Berglindi Ólöfu Sigurvinsdóttur, hjúkrunarfræðingi. Jón Ómar ólst upp í Breiðholtinu og gekk í Seljaskóla og síðar í Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Jón Ómar prestur í Fella- og Hólaprestakalli Séra Jón Ómar Gunnarsson. Þangbakka 10 (MJÓDD) • Sími: 557-2053

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.