Breiðholtsblaðið - Apr 2017, Page 16

Breiðholtsblaðið - Apr 2017, Page 16
16 Breiðholtsblaðið APRÍL 2017 Augl‡singasími: 511 1188 Nemendur í Breiðholtsskóla unnu að f jölbreyttum og skemmtilegum verkefnum á þemadögum skólana nýlega. Unglingastigið skiptist þvert á árganga í fjórar stöðvar þar sem unnið var með náttúruna á margvíslegan hátt. N e m e n d u r u n n u m . a . verkefni tengd Elliðaárdal, náttúruhamförum, lífríki og umhverfisvernd. Á miðstiginu vann hver árgangur að ákveðnum verkefnum um Ísland, Norðurlönd og Evrópu. Á yngsta stiginu voru unnin fjölbreytt verkefni meðal annars um mannslíkamann, mannlegar tilfinningar, landnám Íslands og Star wars. Náttúran á Breiðholtsskóla Kyrravika og páskar í Breiðholtskirkju Miðvikudagur 12. apríl Kl. 12.00. Fyrirbænamessa. Prestur sr. Þórhallur Heimisson. Léttur hádegisverður eftir stundina. Skírdagur 13. apríl Kl. 19.00. Orgelandakt á skírdagskvöld. Örn Magnússon leikur verk tengd Kyrruviku á orgel kirkjunnar. Kl. 20.00. Altarisganga á skíradgskvöld. Prestur sr. Þórhallur Heimisson. Organisti Örn Magnússon. Félagar úr kór Breiðholtskirkju syngja. Föstudagurinn langi 14. apríl Kl. 11.00. Helgistund við krossinn. Píslarsagan lesin. Prestur sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Organisti Örn Magnússon. Félagar úr kór Breiðholtskirkju syngja. Páskadagur Kl. 08.00. Hátíðarmessa. Prestur sr. Þórhallur Heimisson. Ræðuefni: Er líf eftir dauðann? Organisti Örn Magnússon. Félagar úr kór Breiðholtskirkju syngja. Morgunverður í safnaðarheimilnu eftir messuna. Kl. 14.00. Ensk messa. Prestur sr. Toshiki Toma. Organisti er Örn Magnússon. Voxis hálstöflur eru unnar úr laufum íslenskrar ætihvannar og njóta mikilla vinsælda. VELDU VOXIS FYRIR RÖDDINA Sykurlaus Voxis, klassískur og sykurlaus með engifer NÝJARUMBÚÐIR NÝJAR BRAGÐ- TEGUNDIR SÆKTU RADDSTYRK Í ÍSLENSKA NÁTTÚRU Gissur Páll Gissurarson, tenór „VOXIS ER MITT FYRSTA VAL“ E N N E M M / S IA • N M 81 14 6 Grímuleikar nefnist dagskrá og fjölskyldusmiðja sem verður í Gerðubergi sunnudaginn 30. apríl n.k. og hefst kl. 13.30. Um er að ræða fjölskyldu- og barnadagskrá í samstarfi við Barnamenningarhátíð. Grímur eru forvitnilegar og oft á tíðum dularfullar. Hvað gerist þegar gríma er sett upp? Hvaða persónu hefur gríman að geyma? Gríman á það til að taka völdin og sá sem setur á sig grímu fer að hegða sér í samræmi við útlit grímunnar. Hvaða dularfullu veru langar þig að breytast í? Í grímusmiðjunni færð þú tækifæri til að líta inn á við og komast í samband við tilfinnin- gar þínar; gleði, reiði, sorg eða hræðslu. Efniviðurinn í grímur- nar er endurunninn eða sóttur í garð og fjöru og tengir okkur við náttúruna sem vaknar af vetrarsvefninum á þes- sum tíma. Smiðjustjóri verður Ingibjörg Huld Halldórsdóttir, myndlistarmaður. Grímuleikar í Gerðubergi Grímur eru forvitnilegar og dularfullar. Frá þemadögum í Breiðholtsskóla. ALLTAF FULLT BORÐ AF FERSKUM FISKI OG FISKRÉTTUM Opið alla virka daga kl. 9 – 18:30.

x

Breiðholtsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.