Breiðholtsblaðið - Apr 2017, Page 17

Breiðholtsblaðið - Apr 2017, Page 17
17BreiðholtsblaðiðAPRÍL 2017 www.breidholt.is Hegningarlagabrotum fer fækkandi í Breiðholtinu en þeim hefur fækkað úr 42 árið 2015 niður í 36 árið 2016 miðað við 1000 íbúa Er þetta undir meðal- tali á Höfuðborgarsvæðinu. Sömu sögu er að segja af fjölda tilkynntra auðgunarbrota fyrir sama tímabil, þau voru 17 á hverja þúsund íbúa í Breiðholti árið 2015 en voru 15 árið 2016 sem einnig er undir meðaltali á Höfuðborgarsvæðinu. Þjófnaðir og innbrot virðast sömuleiðis á niðurleið. Einnig hefur fjöldi tilkynntra ofbeldis- brota fækkað á milli ára úr 6,8 í 6,6, miðað við 1000 íbúa. Fjöldi tilkynntra heimilisofbeldisbrota í Breiðholti rauk upp árið 2015, en þá innleiddi lögregla nýtt verklag og viðmið hvernig slík brot eru talin. Fjöldi tilkynntra heimilis- ofbeldisbrota í Breiðholti fækkaði síðan milli áranna 2015 og 2016 en þau voru 4,5 á hverja þúsund íbúa á árinu 2016. Áhugi á að tengjast skólunum betur Áhugi er meðal lögreglunnar að auka tengsl við skóla í hverf- inu og var haldinn fundur með skólastjórnendum í marsmánuði. Lögreglan lét kanna traust íbúa og kom í ljós að um það bil 74% íbúa í Breiðholti sögðust bera traust til lögreglu og starfa hennar. Lögreglan stöðvaði kannabis- ræktun í hverfinu í marsmánuði og var lagt hald á plöntur ásamt búnaði sem notaður var til ræktunarinnar. Nokkrar tilkynningar bárust til lögreglu vegna átaka á milli ungmenna í Mjóddinni en grunur er um að aðilarnir hafi mælt sér mót í Mjóddinni til að takast á. Eftirlit lögreglu vegna þessa var aukið og bætt við göngueftirliti í Mjódd-inni. Lögreglan stöðvaði 11 ökumenn í marsmánuði grunaða um að vera undir áhrifum vímue- fna og/eða ölvunar. Lögreglustöð 3 á höfuðborgar- svæðinu er staðsett að Dalvegi 18. Þar starfa 34 lögreglumenn sem sinna m.a. útköllum á varð- svæði stöðvarinnar og rannsókn- um mála, varðsvæði stöðvarinnar er Kópavogur og Breiðholt. Hegningarlagabrotum fækkar í Breiðholti Frábær gjöf fyrir dömur á öllum aldri Fáanleg í 12 litum í fullorðins- og barnastærð. Nánar um sölustaði á facebook Helstu útsölustaðir í Reykjavík Allar sundlaugar, Apótekarinn Mjódd, Borgarapótek, Lyf og heilsa; JL húsi, Kringlu og Austurveri, Snyrtivöru- búðin Glæsibæ, Mistý, Lyfjaver, Reykjavíkur Apótek, Árbæjarapótek, Urðarapótek, Balletbúðin Arena. Netverslanir Aha.is, Heimkaup, Krabbameinsfélagið og Netsöfnun. www.borgarblod.is

x

Breiðholtsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.