Breiðholtsblaðið - apr 2017, Qupperneq 18
18 Breiðholtsblaðið APRÍL 2017
Meistaraflokkur Leiknis á Spáni
Meistaraflokkur Leiknis fór í æfingaferð
til Spánar fyrir páska. Var ferðin liður í
undirbúningi fyrir tímabilið í Inkasso-
deildinni sem hefst von bráðar.
Liðið æfði við glæsilegar aðstæður í Oliva
Nova sem er skammt frá Valencia.
Fyrsti leikur Leiknis í Inkasso-deildinni er
gegn Keflavík á Leiknisvelli 5. maí nk. Við
hvetjum alla til að koma og styðja drengina
okkar sem án efa verða sólbrúnir og í top-
pformi. Áfram Leiknir – Stolt Breiðholts!
Í tengslum við verkefnið
Heilsueflandi Breiðholt vinnur
þjónustumiðstöð Breiðholts að
því að bæta tannheilsu barna í
Breiðholti í samstarfi við Heil-
sugæslu höfuðborgarsvæðis
og Embætti landlæknis. Tan-
nverndarverkefnið felur í sér að
koma á góðum venjum varðandi
mataræði og munnhirðu heima
og í leikskólanum og stuðla
þannig að betri tannheilsu barna
og þar með að betri tannheilsu
síðar á ævinni.
Kynning á verkefninu hefur átt sér stað í öllum
leikskólum í Breiðholtinu og taka leikskólar þátt
í öllu eða hluta af verkefninu. Verkefnið felur í
sér að börn eru tannburstuð í leikskólunum eftir
hádegismatinn. Einnig kemur tannlæknir í heim-
sókn til að meta tannheilsu barnanna og veitir
foreldrum barnanna aðstoð við skráningu barna
sinna hjá heimilistannlækni. Fræðsla fyrir foreldra
um mikilvægi þess að hugsa vel um tennur barna
sinna er hluti af verkefninu.
Regluleg kynning á verkefninu til leikskólastjóra
á sér stað með það markmið að allir leikskólar taki
þátt í tannburstun barna fyrir árslok 2017. Í vetur
fengu öll leikskólabörn í Breiðholti tannbursta að gjöf til að taka með sér
heim ásamt upplýsingum til foreldra um mikilvægi tannburstunar.
Foreldrar gegna lykilhlutverki
Foreldrar gegna lykilhlutverki í tannhirðu barna sinna og mikilvægt
er að þeir bursti tennur barna sinna tvisvar á dag með flúortannkremi,
eftir morgunmat og mjög vel áður en farið er að sofa. Tannþráð á að nota
reglulega frá 3ja ára aldri.
Leikskólar sem taka þátt í verkefninu
Starfsfólk á þeim leikskólum sem taka þátt í að bursta tennur barna eftir
hádegismat vinna ómetanlegt starf í að stuðla að betri tannheilsu barna.
Leikskólarnir fá tannbursta og tannkrem í gegn um verkefnið sem hefur hlotið
styrk úr lýðheilsusjóði. Þeir leikskólar sem taka að fullu þátt í verkefninu með
skimun tannlæknis og daglegri tannburstun barnanna eftir hádegismat eru
Hólaborg, Holt, Ösp, Vinaminni, Seljaborg og Suðurborg. Aðrir leikskólar í
hverfinu taka þátt með skimun tannlæknis á tannheilsu barnanna og fræðslu
til foreldra.
En af hverju áhersla á tannvernd í Breiðholti ?
Hærra hlutfall leikskólabarna í Breiðholti eru með skemmdar tennur en
annars staðar á landinu. Börn af erlendum uppruna eru með þrisvar sinnum
fleiri tennur skemmdar en íslensk börn. Í Breiðholti er hátt hlutfall íbúa af
erlendu bergi brotnu og því forvarnastarfið í tannheilsu á leikskólum afar
mikilvægt. Eftirfylgni á stöðu tannheilsu hjá börnunum sem eru tannburstuð í
leikskólunum sýnir jákvæðar niðurstöður þar sem dregur úr tannskemmdum
barnanna.
Tannlæknir starfar með leikskólunum
Tannheilsa er hluti af verkefninu Heilsueflandi Breiðholt og því framsækið
framtak að geta boðið upp á að tannlæknir starfi með leikskólum í hverfinu.
En auk þess að meta tannheilsu barnanna og veita aðstoð við skráningu
barna hjá heimilistannlækni, þá undirbýr hann og kynnir hvernig standa á að
tannburstun eftir hádegismat í leikskólum. Heilsueflandi Breiðholt hefur látið
gera kynningarmyndband um hvernig tannburstun fer fram í leikskólunum.
Uppbyggilegur árangur með tannverndarverkefninu í
leikskólum
Kannanir hafa leitt í ljós þá staðreynd að hægt er að fækka tannskemmd-
um, minnka kostnað við tannviðgerðir og gera fyrstu heimsókn til tannlækn-
is að ánægjulegri upplifun með því að kenna og koma á góðum venjum
varðandi mataræði og munnhirðu heima og í leikskólanum. Samvinna heimila
og leikskóla stuðlar þannig að enn betri tannheilsu barna sem leiðir til betri
tannheilsu síðar á ævinni. Með því að koma í veg fyrir tannskemmdir með
einfaldri aðgerð á leikskólum er hægt að spara mikla fjármuni sem annars
færu í tannviðgerðir með þeim óþægindum sem þeim fylgja fyrir barnið.
Þátttaka í tannheilsuverkefninu nái hámarki í lok árs
Í markmiðum verkefnisins Heilsueflandi Breiðholt er stefnt að því að
allri leikskólar í Breiðholti taki þátt í verkefninu og hefji tannburstun
fyrir lok árs 2017.
Betri tannheilsa
barna í Breiðholti
Þórdís
Gísladóttir. 7. flokkur drengja skellti sér
á dögunum til Hveragerðis þar
sem flokkurinn lék á árlegu
Páskamóti Hamars í Loft-
bóluhúsinu svokallaða. Færðin á
leiðinni til Hveragerðis lék ekki
við leikmenn og foreldra þeirra
en allir komust þó á leiðarenda
að lokum, tilbúnir í slaginn. Alls
voru 26 strákar sem skráðu sig
til leiks þannig að Leiknir tefldi
fram fimm liðum í mótinu.
Miklar framfarir mátti sjá hjá
strákunum sem spiluðu flottan
bolta og tókst öllum liðum að
setja knöttinn í mark andstæðin-
ganna og vinna leik á mótinu.
Við látum eina mynd fylgja hér
með en fleiri liðsmyndir má sjá á
heimasíðu Leiknis.
7. flokkur í Hveragerði
Kátir strákar úr 7. flokki Leiknis með Edda aðstoðarþjálfara.
Nokkrir Leiknismenn Meistaraflokkur kátir eftir æfingu.
Nýr formaður Leiknis tekur við
Guðmundur Ólafur Birgisson er nýr formaður
Leiknis en hann var kosinn á aðalfundi félagsins
sem fór fram í Leiknishúsinu 31. mars sl.
Guðmundur tekur við af Feldísi Lilju Óskarsdóttir
sem hefur verið formaður félagsins frá árinu 2014
en Feldís gaf ekki kost á sér til áframhaldandi
formannsstarfa.
Guðmundur hefur verið viðriðinn félagið í um tvo
áratugi og hefur verið mjög ötull í starfi félagsins.
Hann hefur áður setið í aðalstjórn Leiknis og sinnti
þá meðal annars starfi gjaldkera. Guðmundur var
hluti af þeim hópi sem kom Leikni á góðan kjöl eftir
erfiðan tíma í kringum aldamótin 2000 og á stóran
þátt í því hvernig Leiknir hefur vaxið og dafnað.
Hann hætti í aðalstjórn árið 2016 en hefur nú snúið
aftur eftir eins árs hlé.
Feldís Lilja ákvað að draga sig til hlés sem
formaður en mun þessi í stað gegna í nýju hlutverki
innan félagsins sem varamaður í aðalstjórn.
Leiknir þakkar Feldísi fyrir vel unnin
formannsstörf og óskar Guðmundi velfarnaðar sem
nýr formaður Leiknis.
Aðalstjórn Leiknis er þá þannig skipuð:
Guðmundur Ólafur Birgisson, formaður.
Guðný Sævinsdóttir, gjaldkeri.
Davíð Jónsson.
Guðni Már Egilsson.
Kjartan Örn Þórðarson.
Feldís Lilja Óskarsdóttir, varamaður.
Feldís Lilja lætur af embætti formanns aðalstjórnar
Leiknis og Guðmundur Ólafur tekur við.
5. flokkur kvenna efstur
Stúlkurnar í 5. flokki kvenna eru efstar í
C-riðli Reykjavíkurmótsins.
Til þessa hafa þær unnið þrjá leiki, jafnað tvo
og engum tapað. Þær eiga síðasta leik í mótinu
22. apríl gegn Fylki og verður sá leikur spilaður á
Leiknisvelli.
Stelpurnar í 5. flokki hafa spilað af krafti í þessu
móti og sýnt frábæra takta. Íslandsmótið byrjar
svo upp úr miðjum maí og verður gaman að
fylgjast með þeim í sumar.
Áfram Leiknir - Stolt Breiðholts!
Stelpurnar í 5. flokki á Leiknisvellinum.