Nesfréttir - mar. 2016, Blaðsíða 2

Nesfréttir - mar. 2016, Blaðsíða 2
Nýskipað Öldungaráð Seltjarnar- nesbæjar kom saman til fyrsta fund- ar síns 3. mars sl. í sal bæjarstjórnar. Því er ætlað að vera til ráðgjafar um málefni og hagsmuni íbúa bæjarins 67 ára og eldri -- og getur beint til- lögum til bæjarstjórnar, nefnda og ráða bæjarfélagsins. Verður ráðið vettvangur samráðs og virkur þátttakandi í allri stefnumörkun málaflokksins. Gert er ráð fyrir að það komi saman eigi sjaldnar en 4 sinnum á ári, auk opins fundar með bæjarstjórn og hagsmunaaðilum þegar svo ber undir. Formaður ráðsins er Ólafur Egils- son, kjörinn af bæjarstjórn ásamt Stefáni Bergmann, en einnig sitja í ráðinu þrír fulltrúar Félags eldri borgara á Seltjarnarnesi (FebSel), þau Þóra Einarsdóttir, Birgir Vigfús- son og Magnús Oddsson sem er formaður FebSel. Varamenn valdir af bæjarstjórn eru Guðrún Valgerður Haraldsdóttir og Árni Einarsson, en frá félaginu þær Hildur Guðmunds- dóttir og Sigríður Ólafsdóttir auk eins sem tilnefndur verður síðar. Núverandi fulltrúum er ætlað að sitja til loka kjörtímabils bæjarstjórnar. Unnið að undirbúningi hjúkrunarheimilis Stofnun Öldungaráðsins sem staðfest var á fundi bæjarstjórnar 10. febrúar sl. á m.a. rætur að rekja til íbúaþings og kemur í framhaldi af stofnun Félags eldri borgara í bænum 12. sept. sl. Á fundi Öldungaráðsins á dögunum lýsti Ásgerður Halldórsdótt- ir m.a. stöðu hjúkrunarheimilismál- sins og sýndi líkan sem gert hefur verið af hinu væntanlega heimili á Norðurtúni (sjá mynd). Unnið er nú að undirbúningi útboðs og stefnt að framkvæmdum hið fyrsta þ.e. síðar á þessu ári. Einnig gaf Snorri Aðalsteins- son yfirlit yfir þá fjölþættu almennu og sértæku þjónustu sem eldri borg- urum stendur til boða í bæjarfélaginu. Fór því næst fram í ráðinu ítarleg umræða um hlutverk þess og hugsan- leg næstu verkefni. M.a. var samþykkt að fara vandlega yfir skýrslur sem liggja fyrir um málefni eldri borgara og skoða hvaða aðgerðir sem þar er mælt með gætu enn komið að gagni. Þá mun Öldungaráðið taka við hvers kyns ábendingum frá bæjarbúum. Annast félagsmálastjóri móttöku erinda til ráðsins, en hann ber einnig ábyrgð á framkvæmd ákvarðana þess. Í bænum búa nú nál. 625 eldri en 67 ára og hefur fjölgað um u.þ.b. eitt hundrað á undanförnum 6 árum. Þetta eru um 12% bæjarbúa, örlítið yfir landsmeðaltali. ÚT GEF ANDI:­Borgarblö›­ehf,­Eiðistorgi­13-15,­172­Seltjarnarnes,­Pósthólf­171.­S: 511 1188 • 552 1953 • 895 8298 RITSTJÓRI:­Krist­ján­Jó­hanns­son­•­ÁBYRG‹ AR MA‹ UR:­Krist­ján­Jó­hanns­son­•­BLAÐAMAÐUR: Þórður­Ingimarsson­ UM BROT:­Valur­Kristjánsson­•­NETFANG:­borgarblod@simnet.is­•­HEIMASÍ‹A:­borgarblod.is Nesfréttir koma út mána›arlega og er dreift frítt í hvert hús á Seltjarnarnesi 2 Nes ­frétt ir www.borgarblod.is Deiliskipulag Vestursvæðanna - að mörgu er að hyggja Leið ari Vaknar maður þá upp við hanagal! Nesbúinn Nú stendur yfir kynning á tillögum að nýju deiliskipulagi Vestursvæðanna svonefndu á Seltjarnarnesi. Með tillögunum er skipulagssvæðið stækkað nokkuð og nær meðal annars til íbúðabyggð vestan Lindarbrautar, safnasvæðisins við Nesstofu, athafnasvæði og byggingarreits fyrir áhaldahús við Bygggarðasvæðið, lóð fyrir hjúkrunarheimili og golfvöll í Suðurnesi. Eflaust sýnist sitt hverjum um hinar nýju tillögur og gera má ráð fyrir að athugasemdir berist inn í skipulagsferlið. Hér er um nokkuð viðkvæmt mál að ræða. Á undanförnum árum hefur þeim sjónarmiðum vaxið fiskur um hrygg að þessi hluti Seltjarnarnes eigi að vera ósnertanlegur. Þar eigi ekki að koma mannvirkjum fyrir en nýta svæðið til útivistar – jafnvel þó með takmörkunum. Gera má ráð fyrir að þorri Seltirninga séu andvígur því að taka Suðurnesið til byggðar, hvorki fyrir íbúðabyggð eða atvinnusarfsemi. Öðru máli gegnir um norðursvæðið þar sem um árabil hafa verið áætlanir um að breyta iðnaðarsvæði í íbúðabyggð. Á milli þeirra er hið svokallaða safnasvæði – á Nesstofutúninu og þar í grennd. Þar er einnig um viðkvæmt svæði að ræða og ekki sér fyrir endann á uppbyggingu þess meðal annars af því að hugmyndir um lækningaminjasafnið virðast hafa dagað uppi – alla vega lagst í dá um hríð. Þótt fólk hafi ýmsar skoðanir á vesturhluta Seltjarnarness, nýtingu þessara svæða eða nýtingarleysis þeirra ber að gjalda varhug við að um ósnortin víðerni sé að ræða í þröngri skilgreiningu þess hugtaks. Á Seltjarnarnesi var landbúnaðarbyggð um aldir þar sem búfénaður var á beit og bændur öfluðu honum vetrarforða með grasslætti og heyþurrkun. Flest svæði Nessins hafa því verið nýtt byggðinni og mannlífinu til framdráttar á sögulegum tíma. Svæðið á milli Gróttu og Golfvallarins þar sem gamla Seltjörnin var það svæði er friðað, en spyrja má hvað felist í þeirri friðlýsingu. Að norðan er strandlengjan varin með varnargörðum allt frá Gróttu og inn að Vogum í Reykjavík. Að öðrum kosti væri sjórinn búinn að taka sinn toll af landi. Hætta er á slíkt muni verða á Suðurnesinu og út að Gróttu verði ekkert að gert. Er verið með friðlýsingu að gefa hafinu eftir að taka land af Seltjarnarnesi undir því yfirskini að náttúran eigi að njóta vafans. Ljóst er að mörgu er að hyggja og margs að gæta við gerð deiliskipulags vestursvæðanna. Geri við allar tegundir startara, alternatora, beinar innspýtingar, rafmagn í bílum og bátum. Sævar Bíla- og bátarafmagn Sími 561-1466 - Kirkjubraut 13, Seltjarnarnesi ra fm ag n@ m i.i s Öldungaráðið á fyrsta fundi

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.