Nesfréttir - Mar 2016, Page 3
Nes frétt ir 3
Um 700 unglingar fylltu Hertz Höllina þegar
Való – Hagó dagurinn var haldinn hátíðlegur í
8 skiptið 18. febrúar síðastliðinn. Hátíðin sem
skipulögð er af nemendaráðum skólanna tveggja
í samstarfi við starfsfólk Selsins og Hagaskóla er
einn stærsti viðburðurinn í félagslífi Valhýsinga.
Dagurinn samanstendur af íþróttakeppnum í
Íþróttamiðstöð Seltjarnarness um daginn þar
sem keppt var í þrautabraut, kappáti, körfubolta,
handbolta, fótbolta, reiptogi og dansi. Um
kvöldið fór svo fram ræðukeppni og ball í
Hagaskóla. Dagurinn var hinn glæsilegasti í ár en
þrátt fyrir harða keppni Valhýsinga rétt mörðu
Hagskjælingar sigur í ræðukeppninni sem skilaði
Hagaskóla titlinum Való – Hagó meistara 2016.
Um 700 unglingar á Való – Hagó degi
SUMARSTÖRF HJÁ SELTJARNARNESBÆ 2016
Seltjarnarnesbær vill ráða ungt fólk til sumarstarfa 18 ára og eldri (fædd 1998 og eldri).
Um er að ræða almenn garðyrkjustörf, verkamannastörf, skapandi sumarstörf og ýmis afleysingastörf.
Einnig er auglýst eftir ungmennum 20 ára og eldri (1996 og eldri) í störf flokkstjóra og leiðbeinenda.
Skilyrði fyrir ráðningu er að eiga lögheimili á Seltjarnarnesi.
Opnað verður fyrir umsóknir um störf 10. mars. Sjá nánar á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar.
Umsóknarfrestur er til 29. mars 2016
Sótt er um störfin á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar, www.seltjarnarnes.is, - Störf í boði.
Nánari upplýsingar eru veittar á heimasíðu og í þjónustuveri Seltjarnarnesbæjar í síma 5959 100.
ViNNUSkóLi 8. – 10. BEkkUR og 17 ÁRA F. 1999
Vinnutími Vinnuskóla verða 7 stundir á dag, 4 daga vikunnar fyrir umsækjendur sem fæddir eru
1999 og 2000.
Vinnutími verður 3,5 stundir á dag, 4 daga vikunnar fyrir umsækjendur sem fæddir eru 2001 og 2002.
Ekki er unnið á föstudögum. Vinnutímabil Vinnuskólans er frá 9. júní til 21. júlí.
Umsóknarfrestur er til 2. maí 2016
Vinnuskólinn verður settur 8. júní kl. 11:00 í Valhúsaskóla