Nesfréttir - mar. 2016, Side 12
„Nemendur eru mjög áhuga-
samir og hafa gaman af að leysa
verkefnin og spá mikið í hvað
hlutirnir kosta“ segir Anna
Sigríður Guðnadóttir starfsmaður
í útibúi Íslandsbanka á Granda.
Anna Sigríður er einn af fjölmörg-
um starfsmönnum íslenskra fjár -
málafyrirtækja sem hafa heimsótt
grunnskóla víðsvegar um land
undanfarið ár og kynnt verkefnið
Fjármálavit sem er námsefni um
fjármál fyrir nemendur í 8 til 10.
bekk og Samtök fjármálafyrirtæk-
ja hafa þróað til þess að efla fjár -
málalæsi ungmenna.
Anna Sigríður fór ásamt starfs-
mönnum úr Arion banka og Lands-
bankans í heimsókn í Valhúsaskóla
í lok janúar og hitti nemendur í
10. bekk með fræðslu um fjármál.
Rætt var við krakkana um mikilvægi
fyrirhyggju í fjármálum og unnu
með þeim verkefni sem tengjast
Fjármálaviti en þau miða að því
að fá krakkana til þess að hugsa
um markmiðasetningu og hvað
sparnaður skiptir miklu máli til
þess að láta draumana rætast.
Aðspurð eftir heimsóknina segir
Anna Sigríður að nemendur séu
fljótir að átta sig á því að það er
mun skynsamlegra að safna fyrir
því sem maður vill eignast frekar en
að taka lán fyrir því.
Fjármálavit – hvernig gott
er að skipuleggja fjármálin
Kristín Lúðvíksdóttir er verk-
efnisstjóri Fjármálavits. Hún segir
að í heimsóknum í vetur hafi
verið reynt við að fá nemendur til
að hugsa um hvernig gott er að
skipuleggja fjármálin og setja sér
markmið, en það sé aldeilis ekki
of snemmt að byrja á því þegar
ungmenni eru 16 ára og á allt lífið
framundan.“ Það eru ekki síst
kennarar og foreldrar sem eru
þakklátir fyrir að krakkarnir fái
fræðslu um peninga. Margir segja
að þeim hefði nú sjálfum ekki veitt
af slíkri kennslu á unglingsárunum.
Foreldrarnir eru mjög jákvæðir. “
Fjármálavit er þróunarverkefni með
þann tilgang að kennarar og aðrir
áhugasamir geti haft auðveldan
aðgang að fjölbreyttu námsefni um
fjármál á vefsíðu Fjármálavits. Liður
í þeirri þróun er gott samstarf við
kennaranema í Háskóla Íslands um
frekari þróun á kennsluefni".
Heimsóknin er hluti af röð
heimsókna í grunnskóla á öllu
landinu og frá því Fjármálavit var
fyrst kynnt til sögunnar fyrir ári
hafa nálægt 4000 nemendur í 10.
bekk fengið Fjármálavit í heimsókn
og leyst verkefni, en unnið er með
hverjum bekk fyrir sig.
12 Nes frétt ir
U M H V E R F I S H O R N I Ð
Það eru forréttindi að búa á
Seltjarnarnesi í nálægð við nánast
ósnortna náttúru og fjölbreytt
fugla- og dýralíf. Seltjarnarnesbær
hefur nú auglýst tillögu að nýju
deiliskipulag fyrir Vestursvæðin.
Æskilegt er að sem flestir
kynni sér þær, en frestur til að
skila athugasemdum rennur
út 23. mars n.k. Í tillögunni er
deiliskipulagssvæðið stækkað og
er nú innan þess, m.a. íbúðabyggð
vestan Lindarbrautar, safnasvæði
við Nesstofu, athafnasvæði og
byggingarreitur fyrir áhaldahús
við Bygggarðasvæðið, lóð
hjúkrunarheimilis og golfvöllur í Suðurnesi, en leitast skal við að
styrkja útivistargildi þess, m.a. með breiðum malbikuðum stíg;
einnig er Svartibakki skilgreindur sem mikilvægur útsýnisstaður
og mælt með að gera steingervinga þar sýnilega. Hlúa skal að
fjölbreyttu dýra- og fuglalífi. Gert er ráð fyrir sérstakri aðstöðu
til fuglaskoðunar á deiliskipulagssvæðinu með fuglaskoðunarskýli
vestan Bakkatjarnar. Þá er lagt til að aðalstígar með ströndinni verði
upplýstir með lágri lýsingu. Ekki hefur náðst full sátt um tillöguna í
stjórnkerfi bæjarins og ber þar hæst athafnasvæði og byggingarreit nýs
áhaldahúss á Vestursvæðinu.
Afar mikilvægt er við alla skipulagsvinnu að náttúran fái að njóta sín,
aðgengi íbúa að útivistarsvæðum sé gott og borin virðing fyrir óspilltri
náttúru. Margs konar útivist hefur aukist á Seltjarnarnesi og íbúar eru
meðvitaðir um þá sérstöðu og lífsgæði sem náttúra Seltjarnarness
býr yfir.
Vestursvæðin eru ýmist á náttúruminjaskrá, friðuð eða eiga að
njóta hverfisverndar samkvæmt deiliskipulagi. Suðurnesið ásamt
strandlengju svæðisins að Bygggörðum er á náttúruminjaskrá,
en Grótta og Bakkatjörn eru friðlýst svæði. Seltjarnarnesbær hefur
umsjón með þessum svæðum, skuldbindur sig til að gæta þeirra og
upplýsa almenning um varðveislugildi þeirra. Skv. tillögu að nýju
deilisskipulagi eiga eftirtalin hverfisverndarákvæði að gilda: miðað
er að því að vernda sögu-, menningar-, búsetu- og náttúruminjar, -
hvorki má raska landslagi né gróðri og framkvæmdir eru háðar
framkvæmdaleyfi,- viðhalda skal vistkerfi svæðisins og styrkja ef kostur
er, -útivistarmöguleikar og menningarminjar skulu njóta forgangs
miðað við hagsmuni annarra landnotkunar. Vandinn er að fá þessi
hverfisverndarákvæði tekin alvarlega. Og spyrja má hvort þeim hafi
verið beitt á tillögur í hinu nýja deiliskipulagi.
Friðlandið Grótta er nú undir auknu álagi vegna aukinnar ásóknar
fólks. Því er mjög brýnt að meta stöðuna og móta tillögur til
úrbóta. Umhverfisnefnd vinnur að hugmyndum um vöktun Gróttu
sérstaklega á varptíma 1. maí - 15. júlí og um stýringu umferðar í
Gróttu til að verja varplandið ágangi. Í nýju deiliskipulagstillögunni
er gert ráð fyrir hliðrun heimreiðar í Gróttu um 2-3 m frá bátaskýli og
göngustíg umhverfis eyjuna sem ekki virðast samræmast hugmyndum
umhverfisnefndar. Kríuvarpið í Snoppu var óvenju gott sl. sumar og í
Gróttu óx það nokkuð og voru þar 430 hreiður (JÓH,2015)
Deiliskipulagstillagan er aðgengileg á heimasíðu bæjarins undir
skipulagsmál og á bæjarskrifstofunni. Athugasemdum og ábendingum
má skila á netfangið: postur@seltjarnarnes.is eða í bréfi til
skipulagsfulltrúa.
Margrét Pálsdóttir, formaður umhverfisnefndar
Nýtt deiliskipulag Vestursvæða
- náttúra og íbúar í sátt?
heitur matur
í hádeginu
og á kvöldin
taktu meÐ
borÐaÐu á staÐnum
eða
Alvöru matur
eða
„Við erum oft dýrari
en við höldum“
- Krökkum kennt að skipuleggja fjármálin
Auglýsingasími:
511 1188
borgarblod@simnet.is