Nesfréttir - mar. 2016, Blaðsíða 14

Nesfréttir - mar. 2016, Blaðsíða 14
14 Nes ­frétt ir G r ó t t u s í Ð a n www.grottasport.is Báðir meistaraflokkar Gróttu höfðu í seinasta mánuði tryggt sér sæti í undanúrslitum bikar- keppni HSÍ árið 2016 helgina 25. - 27. febrúar. Stelpurnar riðu á vaðið á fimmtu- dagskvöldinu þar sem þær mættu sterku liði Hauka í undanúrslitum, leikurinn var gífurlega spennandi allt frá fyrstu mínútu og þurfti tvær fram- lengingar til þess að okkar stelpur næðu að knýja fram sigur 30-29 eftir frábæra frammistöðu Írisar Bjarkar í framlengingunum, og því voru stelpurnar komnar í bikarúrslit á laugardeginum þar sem þær mættu Stjörnunni. Leikurinn gegn Stjörnunni gekk ekki alveg jafn vel og leikurinn gegn Haukum og endaði leikurinn með fjögurra marka sigri Stjörnunnar. Strákarnir kepptu á föstudags- kvöldið á móti Stjörnunni í hörkuleik sem endaði með glæsilegum þriggja marka sigri, 25-28. Stóðu strákarnir sig allir frábærlega í leiknum. Úrslitaleikurinn hjá strákunum var svo á móti Val þar sem Gróttu- strákarnir byrjuðu vel og leiddu leikinn framanaf fyrri hálfleik en Vals- menn leiddu með tveimur mörkum í hálfleik. Valsmenn náðu svo að auka í forskot sitt í byrjun seinni hálfleiks en með sterkri baráttu náðu strákarnir að minnka muninn í endann en það var ekki nóg og unnu Valur 23-25. Þrátt fyrir þessi úrslit þá er þetta frábær árangur hjá Gróttu, eina liðið sem komst með bæði karla og kvennaliðið í úrslitaleikina, með stóran meirihluta leikmanna upp- aldna hjá félaginu, og er það eitthvað sem við megum vera stolt af ! Áfram Grótta Báðir meistaraflokkar Gróttu í Final4 Seinni hluti Þrepamóts FSÍ var haldið helgina 12. til 14. febrúar í íþróttamiðstöðinni Versölum, í umsjón Gerplu. Keppt var í 1., 2., og 3. þrepi íslenska fimleikastigans í fjölþraut og á einstökum áhöldum og átti Grótta 5 keppendur á mótinu. Sóley Guðmundsdóttir varð í 3 sæti á stökki og slá í 1. þrepi 13 ára og yngri. Fjóla Guðrún Viðarsdóttir varð í 2. sæti í fjölþraut, 3. sæti á stökki og í 1. sæti á tvíslá í 2. þrepi 13 ára og eldri. Katrín Aradóttir varð í 1. sæti í fjölþraut, á tvíslá og slá og í 2. sæti á gólfi í 2. þrepi 12 ára og yngri. Teresa Nukun varð í 4. sæti í fjölþraut og Ásta Hlíf Harðardóttir varð í 9. sæti í 3. þrepi 13 ára og eldri. Þjálfarar stúlknanna eru þau Svetlana Nazarova og Sergey Bialkov. Fjóla, Katrín og Sóley GETRAUNANÚMER GRÓTTU ER 170 Glæsilegur árangur á Þrepamóti FSÍ Sími: 588 9705 www.skautaholl.is Opnunartímar: Mánud., Þriðjud. og Miðvikud. 12:00 til 15:00. Fimmtudaga 12:00 til 15:00 og 17:00 til 19:30. Föstudaga 13:00 til 19:00. Laugardaga og Sunnudaga 13:00 til 18:00. Skólar og sérhópar: Mánudag til föstudags 10:00 til 15:00. www.grottasport.is

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.