Vesturbæjarblaðið - febr 2015, Qupperneq 1
Íbúðaverð í Vesturbænum hefur hækkað mikið
á undanförnum árum og eru dæmi um allt að
50% hækkun á síðustu árum. Mest hækkun hefur
verið á minni eignum en þó hafa sérbýlin einnig
hækkað þó nokkuð meira en sérbýli í öðrum
hverfum.Vinsælustu göturnar í Vestubænum eru
Ægisíðan, Starhaginn, Kvisthaginn og Tómasar-
haginn. En annars eru Melar og Hagar almennt
mjög vinsælir á meðal íbúðakaupenda.
Ólafur Finnbogason sölustjóri hjá fasteignasölunni
Miðborg segir að fermetraverð sé mjög teygjanlegt
eftir staðsetningu, stærð, aldri og hvort um er að
ræða fjölbýli, hæð eða sérbýli. Fermetraverð sé
mjög hátt í Vesturbænum og það hæsta á landinu
ásamt Miðbæ Reykjavíkur. Hann segir góða sölu
á því litla sem í boði sé en ekki hafi verið byggðar
neinar nýjar íbúðir í Vesturbænum í meira en 10
ár fyrir utan eitt og eitt lítið fjölbýli eins og við
Grenimel. Góð sala hefur verið í nýbyggingu við
Mýrargötuna og eru í dag innan við 10 íbúðir eftir
af 66 íbúðum í því húsi. Einnig seldist Skerjabraut
1 til 3 á Seltjarnarnesi nánast upp áður en tókst að
byrja að byggja hana og eiga byggingaraðilarnir þar
eina íbúð eftir en þó hafa nokkrar komið í endursölu
vegna breytinga hjá eigendum. Ef litið er til Sel-
tjarnarness segir Ólafur að á Hrólfsskálamel 10 til
18 séu allar íbúðir á efstu hæð seldar, þrjár eftir á
2. hæð og eitthvað meira á þeirri fyrstu. Þá verði
áhugavert að fylgjast með gangi mála þegar Lýsis-
reiturinn fer í sölu sem verður líklega í lok þessa
árs. „Ef mér skjátlast ekki er það fyrsta nýbyggingin
í póstnúmeri 107 frá því Boðagrandi 2 var byggður
árið 2000,“ segir Ólafur. Ljóst er að eftirspurn er
langt umfram framboð á íbúðarhúsnæði í Vesturbæ
Reykjavíkur og fátt virðist geta breytt því annað en
frekari byggingar. Þær eru þó ekki í sjónmáli þar
sem lítið byggingarland er eftir. Gert er ráð fyrir að
Búseti byggi íbúðir á svokölluðum SÍF reit við Keilu-
granda 1 og hefur verið gert ráð fyrir 70 íbúðum á
því svæði auk aðstöðu fyrir KR.
2. tbl. 18. árg.
FEBRÚAR 2015Dreift frítt í öll hús í póstnúmer 101 og 107
Gnoðarvogi 44 - Ánanaustum og Eddufelli 6
Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is
Afgreiðslutími:
Virka daga: kl. 9-18:30
Laugardaga: kl. 10-16Í gamla Héðinshúsinu, Seljavegi 2
Góð þjónusta – Hagstætt verð
Vesturbæjarútibú við Hagatorg
Fyrir heimili - húsfélög - fyrirtæki
Úrval slökkvitækja. Leitið tilboða!
OPIÐ
allan sólarhringinn
á Eiðistorgi
Dæmi um 50% hækkun
íbúðaverðs í Vesturbænum
- bls. 4 og 5
Friðarhátíð
í Reykjavík,
viðtal við Ými
Björgvin Arthúrsson
- bls. 10
Pathfinderklúbbur
í Frosta
Ægisíða 121
Sími 551 1717
Opið alla virka daga
frá kl. 10 – 17.30.
PANTAÐU Á
DOMINO’S APP SÍMI 58 12345
FLJÓTT & GOTT UMFERÐAMIÐTÖÐIN
www.fljottoggott.is
Heimilismatur
alla daga frá 11 til 20
ALLTAF NÆG, FRÍ BÍLASTÆÐI
Góð sala hefur verið í nýbyggingu við Mýrargötuna og eru í dag
innan við 10 íbúðir eftir af 66 íbúðum í því húsi.
- beint úr tunnunum
léttsaltað á gamla mátann
Allt fyrir sprengidaginn...
Saltkjöt
Kjötið o
kkar
klikkar
ekki
pr
en
tu
n.
is
- 1
88
49