Vesturbæjarblaðið - feb. 2015, Síða 6

Vesturbæjarblaðið - feb. 2015, Síða 6
6 Vesturbæjarblaðið FEBRÚAR 2015 www.borgarblod.is Bílakjallari, þjónustukjarni og íbúðir á Hörpureit Ásýnd hafnarsvæðisins mun breytast mikið með framkvæmdum sem nú eru fyrirhugaðar á reitum eitt og tvo fyrir austan Tollstöðvarhúsið við Tryggvagötu. Gert er ráð fyrir að byggja fyrst bílakjallara með allt að 120 stæðum. Í framhaldi af því er áformað að reisa byggingar sem munu hýsa verslunar- og þjónustukjarna ásamt 80 íbúðum. Reitir eitt og tvö eru í eigu Regins hf. sem gengu frá kaupum á þeim á síðasta ári en fasteignafélagið Stólpar muni annast framkvæmdir í samvinnu við Reginn. Eru þetta fyrstu framkvæmdir sem fyrirhugðar eru á byggingareitnum frá því byggingu tónlistarhússins Hörpu lauk og er gert ráð fyrir að framkvæmndir við bílakjallarann geti hafist á næstu vikum. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við hinar fyrirhuguðu byggingar taki um þrjú ár. Ætlunin er að byggja allt að 450 búseturéttaríbúðir í Reykjavík á næstunni auk þess að auka framboð smærri íbúða í borginni. Þessar íbúðir munu rísa við Árskóga í Breiðholti, Keilugranda í Vesturbæ við Skógar veg í Fossvogi og víðar. Lögð verður áhersla á fjölbreytni í íbúðum þar sem gert er ráð fyrir að byggja allt frá stúdíóíbúðum til sex herbergja fjölskylduíbúða. Nýlega skrifuðu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og G ís l i Örn B jarnhéðinsson framkvæmdastjóri Búseta undir viljayfirlýsingu þess efnis að Búseti fái byggingarrétt fyrir 226 íbúðir á nokkrum stöðum í borginni. Er þetta til viðbótar þeim 225 íbúðum sem Búseti er með í undirbúningi eða smíðum. Alls er því gert ráð fyrir að um 450 búseturéttaríbúðir verði byggðar í Reykjavík af Búseta á næstu þremur til fimm árum. Undirskriftin fór fram við Árskóga í Suður-Mjódd, en þar er gert ráð fyrir að Búseti byggi 50 íbúðir. Auk þeirra er í viljayfirlýsingunni með fyrirvörum um endanlegt deiliskipulag gert ráð fyrir 60 íbúðum að Keilugranda 1, 20 íbúðum við Skógarveg 16 og síðan allt að 100 íbúðum á smærri þéttingarreitum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að gert sé ráð fyrir að húsnæði verði hannað í samræmi við markmið húsnæðisstefnu um fjölbreyttar húsagerðir, blöndun íbúðagerða innan hverfa og aukið framboð smærri íbúða fyrir alla félagshópa. Með úthlutun lóðanna verði stuðlað að fjölbreyttara h ú s n æ ð i s f r a m b o ð i b re i ð s hóps í samfélaginu og reynt að skapa húsnæðisgrundvöll fyrir fjölda einstaklinga sem annars gætu þurft á aðstoð að halda. Með því er verið að byggja brú milli leigu- og eignaríbúða. Reykjavíkurborg stuðli þannig að b löndun e ignaforma í samvinnu við félag sem rekið er án hagnaðarsjónarmiða. Vilji sé til að stuðla að öryggi í húsnæðismálum og mæta þörfum í samfélaginu fyrir fjölbreytt húsnæðisform. Allt að 450 búseturéttaríbúðir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Gísli Örn Bjarnhéðinsson undir- rita samninginn undir berum himni og leggja með því áherslu á að allir þurfa þak yfir höfuðuð. Hugmyndavinna við Keilugranda 1 er að hefjast. Skúli Ólafsson skipaður prestur í Neskirkju Skúli Ólafsson hefur verið skipaður í embætti prests í Nesprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Frestur til að sækja um embættið rann út 7. janúar síðastliðinn. Ellefu umsækjendur voru um embættið. Skúli hefur starfað sem sóknarprestur í Keflavíkurprestakalli en starfað áður sem settur sóknarprestur í Ísafjarðarprestakalli og einnig sem prestur Íslendinga í Svíþjóð. APOTEK RESTAURANT Austurstræti 16 Sími 551 0011 apotek.is EFTIRRÉTTUR OG KAFFI 1.390 kr. frá kl. 11.30–18.00 SÆTUR FEBRÚAR Café Lingua í Stúdentakjallaranum Deild erlendra tungumála, Íslenska sem annað mál, Íslenskuþorpið og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur við Háskóla Íslands efna í samstarfi við Café Lingua Borgar -bókasafnsins til stefnumóts tungumála og tungumálanemenda í Stúdentakjallaranum. C a f é L i n g u a – l i f a n d i t u n g u m á l “ e r tungumálavettvangur á vegum Borgarbókasafnsins í samstarfi við ýmsa aðila í samfélaginu. Eitt af markmiðum Café Lingua er að virkja þau tungumál sem hafa ratað til Íslands, með fólki hvaðanæva að, og auðgað mannlíf og menningu ásamt því að vekja forvitni borgarbúa á heiminum í kringum okkur. Café Lingua er gátt inn í mismunandi tungumála - og menningarheima og tilvalinn vettvangur fyrir þá sem vilja efla tungumálakunnáttu sína og hafa áhuga á að spreyta sig á hinum ýmsu tungumálum. Café Lingua fer fram víða um borgina; m.a. í Borgarbókasafninu í Grófinni og í Gerðubergi, Norræna húsinu og í Stúdentakjallaranum. Samstarfsaðilar Café Lingua á þessu misseri eru: Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda og námsleiðin Íslenska sem annað mál við Háskóla Íslands, Íslenskuþorpið, Norræna húsið og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Ungt og áhugasamt fólk á Café Lingua.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.