Vesturbæjarblaðið - feb. 2015, Page 9

Vesturbæjarblaðið - feb. 2015, Page 9
9VesturbæjarblaðiðFEBRÚAR 2015 Kristján Baldursson Kundalini jógakennari efnir nú til jóga- námskeiða í Galleri Vest við Hagamelinn í Vesturtbænum þessa dagana. Námskeiðin er u einkum ætluð heldri borgurum eða fólki sem náð hefur sextugsaldrinum. Kristján er menntaður bygg inga - tæknifræðingur en þegar tók að hylla undir hin heldri ár í lífi hans fór hann að snúa sér að jóga. Vesturbæjarblaðið leit við hjá honum á dögunum þar sem hann var að undirbúa námskeið og forvitnaðist um hvað sjötugur tæknifræðingur væri eiginlega að gera með því að fást við þessi fræði. “Ég hef starfað bæði í Noregi þar sem ég lærði á sínum tíma og einnig hér heima og þegar eftirlaunaaldurinn tók að nálgast fór ég að velta því fyrir mér að ég þyrfti að finna mér áhugamál og jafnvel eitthvað sem ég gæti fengist við. Sem ungur maður hafði ég nokkurn áhuga á dulspeki en sinnti því þó lítið þegar nám og störf tóku við. Eflaust hefur alltaf blundað í mér einhver áhugi eða neisti í þessa veru og þegar dóttir mín sem starfar sem sálfræðingur fór að kynna sér jóga og síðan að fást við það af fullri alvöru fór ég að líta yfir öxlina á henni og skoða hvað hún væri að gera. Ég fór á námskeið og fann fljótlega að þetta átti vel við mig og ég gæti vel hugsað mér að stunda jóga.» Elsta form jóga Kristján segist þó ekki strax hafa tekið stefnuna á að læra þessi fræði til hlítar og gerast kennari. «Nei - þetta koma svona smám saman en á endanum dreif ég mig í skóla og útskrifaðist sem Kundalini jógakennari á liðnu ári.» En hvað er Kundalini jóga. E r þ a ð u n d i rg re i n e ð a frábrugðið öðrum jógagreinum. «Kundalini jóga er í raun og veru elsta form af jóga sem til er og var áður lítt þekkt almenningi. Lengi hvíldi ákveðin leynd yfir því. Rætur hennar liggja trúlega í indversku samfélagi og hinni miklu stéttaskiptingu sem einkennir það. Á meðal yfirsté- ttanna hefur ríkt ótti við að ef Kundalini yrði gert aðgengilegt almenningi gæti það haft áhrif á þjóðfélagsgerðina eða jafnvel splundrað henni.” Nauðsynlegt að finna nokkuð til að fást við Og þá erum við komin að því hvernig það hentar heldri borgurum - fólki sem ætti að geta farið að forðast það álag sem krefjandi starfsævi býður. Kristján segir mikið rætt um starfslok nú og hvernig fólk geti brugðist við þeirri röskun sem það hefur oft á daglegum venjum að hætta að vinna. “Líf svo margra einkennist af vinnu og aftur vinnu. Hver dagur er skipulagður af starfinu og jafnvel aukavinnunni og margir eiga sér takmarkað líf utan vinnutímans og ef til vill sambandi við vin- nufélaganna. Fjölskylduteng- sl fólks geta verið mismunandi þótt margir heldri borgarar taki þátt í ummönnun og uppeldi barnabarna . Fó lk i er þv í nauðsynlegt að finna sér nokkuð til þessa að fást við og ekki er verra ef ný viðfangsefni geta leitt til uppbyggingar líkama og sálar og það gerir Kundalini jóga. Jóga býður upp á leiðir til þess að takast á við álag samtímans hvort sem er vegna streitu sem skapast af mikilli vinnu en ekkert síður því álagi sem miklar breytingar á daglegum lifnaðar- háttum geta haft í för með sér. Að greina á milli vinnu og frítíma Kristján segir að oft sé talað um dugnað fólks á Íslandi og rétt megi vera að Íslendingar teljist vinnusamir miðað við aðra. “Þegar ég bjó og starfaði Noregi sem ég hef gert öðru hvoru varð ég var við annan hugsunarhátt. Með því er ég alls ekki að halda því fram að Norðmenn séu óduglegir eða ekki fyrir vinnu. Flestir Norðmenn sem ég kynntist unnu vel en þeir kunnu þá kúnst að greina á milli vinnutíma og frítíma - nokkuð sem við höfum ekki lært með sama hætti. Þetta hefðbundna vinnulag okkar getur orðið til þess að við hættum að kunna að slaka á og njóta lífsins og þá verða viðbrigðin enn meira þegar að starfslokunum kemur.” Fann leið til að styrkja líkama og sál Telurðu að þetta geti verið orsök, alla vega að einhverju leyti, vaxandi áhuga fólks til þess að leita sér leiða til slökunar og þar með nýjum möguleikum til þess að njóta lífsins. “Ég er í engum vafa um það. Það eru eflaust margar leiðir til að því marki en eftir að hafa kynnst Kundalini jóga hef ég uppgötvað hvernig er hægt að styrkja líkamann með æfingum auk þess að skapa innra jafnvægi. Þetta helst nokkuð í hendur. Um leið og líkaminn styrkist gerir sálin það líka. Þetta er ástæðan fyrir því að sjötugur tæknifræðingur fór að stunda Kundalini jóga. Og eftir að hafa fengið reynslu af því er ég tilbúinn að miðla henni og hef sett mér það markmið að vinna með fólki sem er að nálgast starfslok og eftirlau- naaldur eða er búið að ná því takmarki lífsins.» Kristján nefnir þess starfsemi sína Jógastöð Vesturbæjar. Sjötugur tæknifræðingur gerist Kundalini jógakennari Kristján Baldursson tæknifræðingur og jógakennari ásamt eiginkonu sinni Þóreyju Eyþórsdóttur. Myndin er tekin að vetrarlagi baka til við Hasselvejen 2 í Slemmestad suður af Ósló en þar bjuggu þau um tíma. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 1 5 -0 2 0 2 Nýr hraðbanki – auknir möguleikar Í innleggshraðbönkum okkar geta viðskiptavinir lagt inn seðla og tekið út allt að 300.000 kr. Þú getur líka millifært, greitt reikninga, fyllt á GSM Frelsi og skoðað stöðuna á reikningunum. Allt með því að auðkenna þig með greiðslukortinu þínu. Prófaðu nýja innleggshraðbankann í Vesturbæjar- útibúi við Hagatorg. Arion hraðþjónusta – hafðu það eins og þú vilt

x

Vesturbæjarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.