Vesturbæjarblaðið - feb. 2015, Side 13

Vesturbæjarblaðið - feb. 2015, Side 13
Radisson Blu hótelin á Íslandi fengu hina virtu umhverfis- viðurkenningu Græna lykilinn afhenta við hátíðlega athöfn á Radisson Blu 1919 hóteli þann 28. janúar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæm- dastjóri Landverndar, og Salome Hallfreðsdóttir, verkefnis- stjóri Græna lykilsins, afhentu viðurkenninguna. Þetta þýðir að hótelin uppfylla ströng umhverfisskilyrði og með því að kjósa að dvelja þar stuðla gestir að verndun umhverfisins. Græni lykillinn, eða Green Key, er útbreiddasta alþjóðlega umh- verfisviðurkenningin sem snýr að hótelum og gististöðum og hefur verið starfræktur í 20 ár. Á síðasta ári fengu rúmlega 2300 staðir viðurkenninguna í 46 löndum um heim allan. Græni lykillinn er veittur til hótela og gististaða, ráðstefnusala, veitingastaða, safna, tjaldstæða og skemmti- garða. Til þess að hljóta viðurken- ninguna þurfa rekstraraðilar að uppfylla umhverfisskilyrði er lúta að tólf umhverfisþáttum, þar á meðal vistvænum innkaupum, úrgangsstjórnun og orkuspar- naði. Græni lykillinn leggur áher- slu á að minnka umhverfisáhrif hótelsins, draga úr rekstrar- kostnaði og stuðla að sjálfbærni innan ferðaþjónustunnar. Frá og með janúar 2015 mun Landvernd taka við umsjón Græna lykilsins á Íslandi og því er þetta stór stund, bæði fyrir hótelin tvö og Landvernd. 13VesturbæjarblaðiðFEBRÚAR 2015 Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Útfararþjónusta síðan 1996 ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn Radisson Blu fengu Græna lykilinn Starfsfólk Radisson Blu ánægt með Græna lykilinn. Framundan eru árlegar hverfakosningar í Reykjavík, Betri hverfi 2015, en þær hefjast í næstu viku, þriðju- daginn 17. febrúar og standa yfir til 24. febrúar. Kosið er á milli verkefna í hverfum bor gar innar á s lóð inni https://kjosa.betrireykjavik.is Á undanförnum árum hafa fjölmargar góðar hugmyndir íbúa orðið að veruleika í Vesturbænum en framkvæmt hefur verið fyrir 112 milljónir króna í hverfinu, samkvæmt niðurstöðum kosninga frá 2012-2014. Öl l verkefnin gagnast íbúum hverfisins vel enda snúast þau um það að bæta umhverfið - leiksvæði, útivistaraðstöðu, gönguleiðir, umferðaröryggi, gróðursetningu og fleira sem gerir hverfið miklu betra og meira aðlaðandi til búsetu. Ég hvet íbúa í Vesturbæ til að kynna þér hugmyndirnar sem kosið verður um í hverfinu og dreifa þeim sem víðast. Hægt er að sjá hugmyndirnar fyrir Vesturbæ hér: http://reykjavik. is/betri-hverfi-vesturbaer Það er miki lvægt fyr ir íbúalýðræðið í borginni að sem flestir taki þátt í kosningunum sem nú eru haldnar rafrænt í fjórða sinn. Notast er við Íslykil eða rafræn skilríki til auðkenningar í kosningunum. Ég vil einnig vekja athygli þína á því að aldurstakmark í kosningunum er 16 ár. Kosningarnar eru góð æfing fyrir ungt fólk að læra að nýta kosningarétt sinn. Munum að kjósa Bjarni Brynjólfsson Upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar Munum að kjósa í hverfiskosningum Bjarni Brynjólfsson. Okkur finnst vel við hæfi að tileinka þáttinn „Matur & vín“ hinum frábæra fiski sem við Íslendingar eigum og bestur er hann á vetrarvertíðinni. Hafið fiskverslun er sérverslun með hágæða fiskafurðir og meðlæti fyrir kröfuharða neytendur. Fiskborðin eru þéttsetin af landsins mesta úrvali af tilbúnum fiskréttum til að ofnbaka, steikja eða grilla sem gerir viðskiptavinum kleift að elda dýrindis máltíð á nokkrum mínutum án nokkurar fyrirhafnar. Réttur mánaðarins er frá Fiskbúðinni Hafinu, sem er staðsett á tveimur stöðum Hlíðasmára 8, Kópavogi og Spönginni 13, Rvk. Montalto Pinot Grigio - Sikiley - 1.699 kr. Föllímónugrænt. Létt meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Pera, sítrus, hunangsmelóna, blóm. Montalto Organic (lífrænt-ræktað) Cataratto – Sikiley - 1.799 kr. Ljóssítrónugult. Létt fylling, ósætt, fersk sýra. Ljós ávöxtur, sítrusbörkur, læm, Við mælum með eftirfarandi víni við þennan rétt: Matur og vín: Langa í austurlensku karrí með mini mais, bambus, ananas, mangó og spínati. Réttur þessi fæst tilbúinn hjá Fiskbúðinni Hafinu, hann má fara í ofn á 180 gráðum í um 20 – 25 mín. www.borgarblod.is AUGLÝSINGASÍMI: 511 1188

x

Vesturbæjarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.