Vesturbæjarblaðið - feb. 2015, Page 15
15VesturbæjarblaðiðFEBRÚAR 2015
GETRAUNANÚMER
KR ER 107
Sími: 588 9705
www.skautaholl.is
Opnunartímar:
Mánud. Þriðjud og Miðvikud.
12:00 til 15:00
Fimmtudaga
12:00 til 15:00 og 17:00 til 19:30
Föstudaga
13:00 til 19:30
Laugardaga og Sunnudaga
13:00 til 18:00
Skólar og sérhópar: Mánudag til föstudags
10:00 til 15:00
www.kr.is
Körfubolti:
KR-síÐAN
Hlaupin verða
markvissari í hóp
KR-skokk, h laupahópur
Vesturbæinga, býður upp á
hollan og góðan félagsskap en
allir áhugasamir um hlaup geta
verið með og notið leiðsagnar
reyndra þjálfara og gildir þá
einu hvort skokkarar eru glaðir,
glettnir eða hraðir.
Í hópi verða hlaupin auðveldari
og markvissari og yfirleitt er það
þannig að þú hleypur meira og
hraðar en þú hélst að þú gætir.
Það er líka mun skemmtilegra
að hafa félagsskap í hlaupunum,
þótt það sé auðvitað líka gott að
hlaupa stundum einn, og oftar
en ekki eru ýmis mál leyst á
æfingum, enda mikið spjallað,“
segir Margrét Elíasdóttir, þjálfari
og einn af forkólfum KRskokks.
Að baki KR-skokki standa fjórir
reynsluboltar úr Vesturbænum
sem búa yfir áratuga reynslu
af hlaupum og þátttöku í
maraþonum, bæði hér heima og
erlendis. „Ég og Birgir Sævarsson
höfðum bæði hlaupið um árabil
með öðrum félögum en lengi
gælt við þá hugmynd að stofna
hlaupahóp Vesturbæjar, sem
hentaði öllum, bæði byrjendum
og vönum. Vorið 2012 létum
við loks verða af því, fengum
Ásdísi Káradóttur og Rúnar
Reynisson til liðs við okkur, sem
bæði eru alvanir hlauparar, og
stofnuðum KR-skokk.
Margrét Elíasdóttir,
þjálfari hlaupahópsins KR-skokk.
Guðmundur Stephensen, nýr
landsliðsþjálfari í borðtennis
hefur valið nýjan 14 manna
landsliðshóp til æfinga fyrir
Arctic mótið, sem fram fer á
Grænlandi í maí og Smáþjóða-
leikana í Reykjavík í júní. Sjö
af fjórtán leikmönnum í land-
sliðshópnum eru úr KR.
Eftirtaldir KR-ingar eru í lands-
liðshópnum: Aldís Rún Lárus-
dóttir, Breki Þórðarson, Davíð
Jónsson, Guðrún G. Björnsdóttir,
Kári Mímisson, Pétur Gunnars-
son, Sigrún Ebba Tómasdóttir,
Öll hafa þau leikið landsleiki í
fullorðinsflokki, annað hvort í A-
eða B-liði Íslands.
Sjö KR-ingar í nýjum
landsliðshópi í borðtennis
Á myndinni má sjá Aldísi, Sigrúnu og Davíð, sem léku á HM í
borðtennis í fyrra.
KR og Tindastóll áttust við
í undanúrslitum Powerade-
bikars karla í körfuknattleik
í DHL-höll inni. KR sigraði
88:80 og mætir Stjörnunni í
bikarúrslitaleiknum í Laugar -
dalshöllinni 21. febrúar.
KR-ingar höfðu forystuna
allan leikinn en Stólarnir voru
aldrei langt undan. Þrátt fyrir
ágætar rispur Skagfirðinga tókst
þeim aldrei að komast yfir og
KR-ingar virtust ávallt hafa
visst tak á leiknum. Leikurinn
var nokkuð harður á köflum
og bæði liðin kveinkuðu sér
undan dómgæslunni. Segja má
að um klassískan bikarleik hafi
verið að ræða. KR hefndi þar
með fyrir tapið gegn Tindastóli
í deildinni nýlega en það er eini
tapleikur liðsins í deildinni í
vetur.
Michael Craion var stigahæs-
tur KR-inga með 26 stig og tók
16 fráköst og Pavel Ermolinskij
var með 19 stig og 8 fráköst.
Hjá Tindastóll var Darrel Keith
Lewis með 18 stig og, Ingvi Rafn
Ingvarsson 13 stig og 4 fráköst.
KR í bikarúrslitaleikinn
Leikmenn KR fagna góðum sigri á Tindastóli í bikarkeppninni.
Þrjár KR-konur höfnuðu í
verðlaunasætum í kvenna-
flokki í borðtenniskeppni
Reykjavíkurleikanna, sem fram
fór í TBR-húsinu laugardaginn
24. janúar.
Sigrún Ebba Tómasdóttir
hafnaði í 2. sæti eftir 2 - 4 tap í
úrslitaleiknum fyrir Kolfinnu
Bergþóru Bjarnadóttur úr
HK, sem sigraði á mótinu. Í
undanúrslitum lagði Sigrún
Ebba Guðrúnu G Björnsdóttur
úr KR 4-2 en Kolfinna sigraði
Aldísi Rún Lárusdóttur úr KR
4-0. Nokkrir KR-ingar tóku þátt í
keppni í karlaflokki en náðu ekki í
verðlaunasæti.
Mótið var boðsmót og tóku
nokkrir erlendir keppendur þátt í
karlaflokki.
Þrjár KR-konur í verðlaunasætum
heitur matur
í hádeginu
og á kvöldin
taktu meÐ
borÐaÐu á staÐnum
eða
Alvöru matur
eða
Verðlaunahafar frá borðtennisdeild KR.