Brautin - 19.05.1965, Page 4
SAGAN AF HR. X.
Slysa sumar
BRAUTIN
Útgefandi: Alþýð'uflokksfélögin
i Vestmannaeyjum. — Ábyrgðar-
maður: Jón Stefánsson.
Prentsmiðjan Eyrún h. f.
í Þ R Ó
I .fl. Týs og Þórs hafa tvívegis
keppt síðan síðasta blað kom út.
9. maí sigraði Týr með 6 mörkum
gegn engu. Sá leikur var nokkuð
skemmtilegur og um tíma jafn. Týr
sýndi um tíma afbragðs samleik,
sem gaf af sér öll þessi mörk.
Á sunnudaginn var mættu svo
liðin aftur á mölina og varð nú
hnífjöfn barátta og mátti ekki á
milli sjá, hvor sigraði. Þegar aðeins
6 mínútur mínútur voru til leiks-
loka skoraði Týr eina mark leiksins.
Bæði liðin áttu þó mörg gullin tæki
færi, sem misfórust. T. d. bjargaði
Sigursteinn bakvörður Týs 4 sinn-
um á línu. Leikurinn varð nokkuð
harður og var einum úr liði Týs
vikið af velli. Nokkurs ósamræmis
fannst mér gæta í dómum dómar-
ans.
í yngri flokkunum hafa farið
fram eftirtaldir leikir:
8. maí 5. fl. — Týr 1, Þór 0.
9. maí 4. fl. — Týr 11, Þór 0.
15. maí 2. fl. — Týr 3, Þór 1.
Helgina 8. og 9. maí komu hing-
að piltar úr 3. fl. frá Haukum í
Hafnarfirði og léku hér tvo leiki
við jafnaldra sína úr ÍBV. Fyrri
leiknum lauk með sigri ÍBV, 4—0,
og þeim síðari einnig með sigri
T T I R
ÍBV, 3—1.
Fyrir skömmu varpaði Hallgrím-
ur Jónsson (Týr) kringlunni 50,40
metra á innanfélagsmóti hér í Eyj-
um. Hallgríraur hefur æft mjög vel
í vetur. íslandsmetið, sem Hall-
grímur setti í fyrra er 56,05 metrar.
í sfuttu máli.
Formaður kvenfélags ávarpar fé-
lagskonur: :— Skýrsla þeirrar nefnd
hr okkar, sem fjalla á um „Lausn
alheimsvandamálanna“ mun því
miður tefjast eitthvað, vegna þess
að þrír nefndarmanna gátu ekki
fengið barnapíur í kvöld.
Húsbóndinn við vélritunarstúlk-
una, sem er að skreppa fram rétt
einu sinni: — Ungfrú R., þegar litla
bjallan á ritvélinni yðar hringir, þá
þýðir það ekki, að það sé verið að
hringja í kaffi.
Senn mun líða að því, að bærinn,
síminn, rafveitan og kannski fleiri
aðilar fari að rífa og tæta gangstétt
ir bæjarins. Það má merkilegt vera,
ef ekki verða stórslys hér í sumar.
Tökum sem dæmi hann hr. X. sem
býr við .... (ja, bara við einhverja
götu). í júní kemur rafveitan og
grefur heljarmikinn skurð beint
fyrir framan hliðið hjá honum hr.
X. Svo óheppilega vill til, að eitt
kvöldið gleyma rafveitumennirnir
að setja brú yfir skurðinn og þá er
auðvitað ekki að spyrja um það, hr.
X. steypist á hausinn þegar hann
kemur dauðþreyttur heim úr vinn-
unni, og fer úr liði, aumingja mað-
urinn.
í júlí, þegar hr. X. er búinn að
jafna sig eftir slysið og búinn að
kríja út úr tryggingunum, koma
símamenn askvaðandi með öll sín
tól og byrja að grafa skurð alveg á
sama stað og rafveitan var nýbúin
að róta ofaní sinn skurð. Og ekki
er að spyrja að óheppninni í hr. X,
símamenn létu svo grautfúna göngu
brú yfir skurðinn hjá hr. X, að
einn morguninn , þegar hr. X. var
að staulast grútsyfjaður í vinnuna,
steig hann niður úr hleranum, og
var fluttur fótbrotinn á spítalann
til hans Einars læknis.
Og ekki var hr. X. búinn að líða
nóg fyrir sínar syndir. í ágúst koma
bæjarkarlarnir askvaðandi og segj-
ast ætla að fara að helluleggja
gangstéttina fyrir framan húsið
hans hr. X. En það þarf að grafa
nokkuð djúpt niður og fylla síðan
með sandi. Nú, þegar hr. X. kemur
rallfullur heim af þjóðhátíðinni,
endaslengist aumingja maðurinn á
hausinn ofan í gryfju bæjarkallanna
sem ekki máttu vera að því að
keyra í hana sandinum áður en
þeir fóru í Dalinn. Enn fær lækn-
irinn hr. X. til meðferðar og nú var
hann handleggsbrotinn.
Nú var hr. X. alveg búinn að fá
nóg af þessum sífelldu slysum og
arkaði með hendina í gypsi til
Lauga bæjarstjóra og heimtaði, að
framvegis verði allt þetta bölvað
drasl hulsað í einum og sama
skurðinum. En Laugi svaraði ró-
lega, að ef svo ætti að verða, yrði
skurðurinn að vera svo stór, að ef-
einhver álpaðist ofan í hann þyrfti
Einar læltnir varla að hafa áhyggj-
ur af honum, heldur grafarinn.
Aumingja hr. X. Hann hugsar nú
með hryllingi til þess dags er Vatns
veitan kemur að leggja inn til hans.
Frú X.
BIIKFAXI vientaeilegnr hingað í kvöld
Aflahóngur
Aflakóngur á síðastliðinni vetrar
vertíð varð Óskar Matthíasson á
Leó VE 400. Afli hans varð 1050
tonn.
Óskar er Vestmannaeyingur, fædd
ur 22. marz 1921. Hann byrjaði að
stunda sjóinn 17 ára gamall. Óskar
byrjaði formennsku 1945 á Glað og
hefur alltaf síðan verið einn af
mestu aflamönnum Eyjaflotans.
Á myndinni sést BLIKFAXI, hin nýja flugvél Flugfélagsins á flugvellinuin á Akureyri, en áætlað er
að hún lendi á flugvellinum hér um klukkan hálf sjö í kvöld.
Þórarar. Pilfar - Stúlkur!
Munið frjálsíþróttaæfingar bandalagsins á sunnu-
dagsmorgnana.
íbúð óskast.
2—3 herbergja íbúð óskast til leigu, með eða án húsgagna.
ÞósSur ðfs sísni.
Iþróttafélagið ÞÓR,
VESTMANNAEYJUM.