Brautin


Brautin - 16.03.1977, Blaðsíða 1

Brautin - 16.03.1977, Blaðsíða 1
Ungir blaðamenn! BRAUTIN vill komast í sam- band við ungling eða unglinga, sem hefðu áhuga á því að ann. ast þátt í blaðinu fyrir ungl- inga. Hér er um kjörið tæki- færi að ræða fyrir þá, sem heefðu áhuga á því að spreyta sig á blaðamennsku. Ef einhverjir hafa áhuga, ættu þeir að hafa samband við ritstjóra blaðsins. Mörg undanfarin ár hefur íjöldi Vestmannaeyinga tekið sér far með Ferðaskrifstofunni Sunnu til sólarlanda. Síðastlið ið ár fóru 470 Vestmannaeying- ar í ferðalög með Sunnu eða liðlega tíundi hver maður hér í bæ. Nú þegar er fjöldi fólks búinn að láta bóka sig fyrir sumarið. Á föstudaginn kemur, þann 18. mars, verður umboðsmaður Sunnu hér í Eyjum, Páll Helga- son, með ferðakynningu og bingó í Samkomuhúsinu. Þar mun einnig fara fram fegurðar. samkeppni og munu samkomu- gestir velja ungfrú Vestmanna- eyjar 1977. Sú stúlka, sem hlýt. ur þann titil, mun síðan taka þátt í keppninni um fegurðar- drottningu íslands 1977 og einn ig í erlendum fegurðarsam- keppnum, en Ferðaskrifstofan Sunna er umboðsaðili á ís- landi fyrir alþjóðlegar fegurð- arsamkeppnir. Eflaust verður margt um manninn í Samkomuhúsinu á föstudaginn, en eins og menn muna hélt Páll Helgason ferða. kynningu og bingó hér í síð. asta mánuði og troðfyllti þá Samkomuhúsið. Fólk var í stóra salnum, uppi á balkoni í hverju sæti og» opna varð litla salinn, svo allir fengju sæti. Boðið var upp á góða skemmti- dagskrá og hafði fólk góða skemmtun. Nú er í athugun, að halda SunnuhátíÖ með grísaveislu og tilheyrandi á Hótel Vestmanna eyjar seinna í vetur eða í byrj- un vors. Og svo er það spurningin: Hver verður kjörin ungfrú Vest Klakkur klikkaði Skuttogarinn Klakkur, sem Fiskiðjan, ísfélagið og Vinnslu stöðin eru að fá nýsmíðaðan frá Póllandi hefur verið stopp í Noregi undanfarna daga. Olíu- dæla er ónýt og um helgina stóð í einhverju streði við hína pólsku smíðaaðila skipsinss, sem ekki vildu viðurkenna, að um galla hefði verið að ræða í dælunni. Von var um, að að þetta kæmist í samt lag nú í vikubyrjun, og ljóst er, að nokkrir dagar munu líða áður en heimsigling getur hafist. Systurskip Klakks, Bjarni Herjólfsson, kom til landsins í síðustu viku, en hann er eign Eyrbekkinga og Stokkseyringa. Þykir það skip hið glæsilegasta og verður því fróðlegt að skoða Klakk, þegar hann hefur kom. ist klakklaust til heimahafn- ar. Er víst, að vel verður tekið á móti skipinu, slíkt þarfa at- vinnutæki sem togarinn vissu- lega er. manna eyjar 1977? Svarið við þeirri spurningu fæst á föstu- daginn. Minna má á, að fyrir nokkriun árum var stúlka héð- an úr Eyjum, Erna Jóhannes- dóttir, valin feegurðardrottning íslands. BRAUTIN VIKUBLAÐ Nokkurt hlé hefur orðið á útgáfu blaðsins, sem stafaði af ýmsum ástæðum, sem óþarft er að rekja hér. Þetta hlé, tæpt ár, hefur hins vegar verið notað til þess að end- urskipuleggja útgáfun og er nú í dag ýtt úr vör að nýju og mun blaðið framvegis koma út vikulega — hvern miðviku- dag. Hve lengi okkur tekst að halda blaðinu úti sem viku. blaði er svo hins vegar komið undir imdirtektum og við. tökum frá lesendum og auglýsendum. Lögð verður áhersla á að flytja fréttir og greinar um menn og málefni, íþrótta- skrif munu fá töluvert rými og ýmsar hugmyndir um efn- isval eru uppi og munu koma fram síðar, ef vel tekst til. Við teljum, að tvímælalaust sé þörf fyrir blað sem þetta og við trúum því, að Vestmannaeyingar vilja fá blað, sem hefur fréttir og greinar í fyrirrúmi. Þess vegna er ráðist í að gera BRAUTINA að vikublaði. Til þess að við getum sem best uppfyllt þetta markmið okkar, er það ósk okkar, að bæjarbúar sendi greinar og annað það efni sem það kann að hafa fram að færa. Þá víljum við sérstaklega minna hin ýmsu félög og samtök í bænum, svo sem verkalýðsfélög, sjómannafélög, íþróttafé- lög, samtök í atvinnurekstri, líknar-, kirkju- og menningar- félög, að senda okkur fréttatilkynningar og fréttir, sem þau vilja koma á framfæri til bæjarbúa. Pósthólf blaðsins er nr. 172, en einnig er hægt að koma efni til ritstjóra blaðsins eða þá leggja það inn í Prent- smiðjuna Eyrún h.f. Þeir segja mér, að eina tryggingin sem hann Jói minn getur ekki keypt í Bátaábyrgðarfélaginu sé trygging fyrir öruggu þing sæti. Hm veriur hjörin ungfrú Vestmannaeyjar

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (16.03.1977)
https://timarit.is/issue/406115

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (16.03.1977)

Aðgerðir: