Brautin - 01.05.1998, Blaðsíða 4

Brautin - 01.05.1998, Blaðsíða 4
BRAUTIN s Ognir efnahagslífsins Undirrituð las nýlega viðtal við Viviane Forrester vegna nýútkominnar þýskrar þýðingar úr frönsku á bók hennar, sem kalla mætti á íslensku Ognir efnahagslífsins. Bók þessi seld- ist í 300.000 eintökum í Frakklandi og hefur þegar verið þýdd á níu tungumálum. Samt er þetta ekki tryllir eða skáldsaga heldur stjómmálarit og hefur vakið gífurlega athygli. I Frakklandi er 12 - 13 % atvinnu- leysi, milljónir manna eru þar atvinnulausar. Viðtal þetta birtist í þýsku blaði, en ég vil minna á að í Þýskalandi er nú um 20% atvinnuleysi og því ekki furða þótt erlendum hafi fundist þetta eiga við sig. Viðmælandinn spurði Viviane Forester hvort hún hefði átt von á þessum yfirþyrmandi vinsæld- um bókarinnar; hún svaraði: -Aldrei! Þegar ég vann að bókinni sagði ég oft við sjálfa mig: Ef tíu atvinnulausir lesa þessa bók og fá í kjölfarið minni sektarkennd vegna sinna mála þá hefur vinnan borgað sig. Síst af öllu átti ég von á þeim undirtektum sem bókin fékk. Það getur enginn ímyndað sér hversu margir hafa skrifað mér og hringt í mig til þess að segja; Loks get ég horft á sjálfan mig í spegli vegna þes að ég hef skilið að það er ekki mér að kenna að ég hef ekki ennþá fundið vinnu. Vivianne Forrester er spurð hvemig á því standi að hún sem er bókmenntafræðingur að mennt skuli rita bók um efna- hagsmál. -Hvers vegna skrifaði ég þessa bók ekki fyrr? spyr ég sjálfa mig þegar ég verð vör við það bergmál sem hún vekur - reyndar frá öllum heimshornum. Það sannar að allstaðar í heiminum er fólk að kljást við vandamál atvinnuleysis og fátæktar. Alls staðar vakna sömu spumingar sem lengi hafa valdið mér áhyggjum. -Það em mörg ár síðan ég tók að fyllast andúð þegar ég hlýddi á tal stjórnarmannanna. Það var alltaf talað um tímabundna kreppu. Efnahagur stórfyrirtækjanna batnaði jafnt og þétt jafnframt því sem tala atvinnulausra hækkaði. Eg fór að kynna mér efnið, varð mér úti um skýrslur frá alþjóðasamtökum og hag- reikningafyrirtækja, las blöðin af miklum áhuga, elti fréttir og pólitískar útsendingar í sjón- varpi, og komst að því að ástandið var miklu verra en ég hafði ímyndað mér. Ekki störf fyrir alla. Hvemig þá? spurði blaða- maðurinn; -Það verða ekki störf fyrir alla. Við skulum gera okkur grein fyrir því. Vinnan er ekki lengur driftjöður samfélagsins vegna þess að hægt er að auka framleiðslu æ meira með æ færri starfsmönnum. atvinna er fo- rréttindi. Yfir þessu þegja stjórnmálamenn og hagfræðing- ar. Verðum við þá að hlíta því, spyr þýskur blaðamaður, að áfram verði mikið atvinnuleysi? -Já svo lengi sem menn leita ekki í alvöru að lausnum og valkostum. Og alltaf er verið að reyna að blekkja okkur með því að núverandi kerfi sé það sem gildir. að allir hafi möguleika ef þeir aðeins reyni, leggi hart að sér, aðlagi sig, sýni afköst. Þó er vitað að þeim eru ekki tryggðir atvinnumöguleikar sem hafa lokið löngu námi og náð pró- fum. Sérstaklega kemur þetta niður á ungu fólki, það er búið að forrita atvinnuleysi fyrir það. Vivianne Forrester segir í bókinni að efnahagurinn krefjist þess að vinnandi fólki sé útrýmt, og hún er spurð að því hvort hún gangi ekki of langt með þessari fullyrðingu. -Þeir tímar voru, og alls ekki fyrir svo löngu, að börn, konur og karlar unnu 18 stundir á sólarhring, sex daga vikunnar, fyrir hungurlús, án orlofs, án almannatrygginga. Þetta snerist um áníðslu á mannlegu vinuafli, arðrán. I dag verðum við að slá því föstu að til er það sem er verra en arðrán, nefnilega það að engin þörf er fyrir mann. Þýðir það að milljónir manna verða einskis virði? -Með rökum hinnar hreinu arðsemi er maður án fastrar vinnu, sem lifir á „féló“ eða af öðrum bótum, „einskis virði“. Það er langt síðan farið var að tala niðrandi um „hinn atvinnu- lausa”, „bótaþegann", og það gleymist eða því er bægt frá, að á bak við þetta leynast örlög milljóna einstaklinga. Það er þagað yfir því að aldrei verður aftur atvinna fyrir alla, vegna þess að hinn vinnandi maður er fyrir löngu orðinn fyrir, hann er byrði og kostnaðarliður. Hluta- bréfin hækka! -Það sýnir bein- línis öfuguggahátt að hlutabréf hækka um leið og fyrirtæki auglýsa stórkostlega fækkun á störfum. Við verðum að breyta hugsunagangi okkar, við höfum ekki lengur rétt á því að gildis- meta manneskjuna eftir störfum hennar. Hvað verður um það fólk sem situr eftir? -Eg þori varla að ímynda mér hvað gæti orðið um þá sem hafa verið útilokaðir frá vinnu og tekjum ef einræðisstjórn kæmist til valda. Oánægja, fátækt, örbirgð og félagslegt óöryggi er hin fullkomna gróðurmold fyrir einræði. Þegar eru til sveitar- félög sem reka þá úr miðborg- inni sem ekki eiga þak yfir höfuðið til þess að eyðileggja ekki ímynd borgaranna. Þú hneykslast á því að þeir sem þurfa að fá stuðning frá félagslega kerfinu séu kallaðir bótaþegar? Heyrist nokkurn tíma að athafnamenn séu bótaþegar þó að þeir fái styrki og alls konar ívilnanir og niðurgreiðslur? Er þeim nokkru sinni legið á hálsi fyrir að þiggja greiðslur og styrki án þessað láta nokkuð af hendi rakna á móti? Myndi manni nokkum tíma detta í hug að kalla erfingja bótaþega af því að hann hefði aldrei lagt fram vinnu fyrir peningana sem hann þiggur? Nei, það er allt heilagt. En menn benda feimnislaust á þá sem þurfa að taka við bótum til þess að geta lifað af því að búið er að ýta þeim út af vinnu- markaðnum þar sem þeirra er ekki lengur þörf. Blygðun og hræðsla. Hvað kallar þetta fram hjá þessu fólki? -Hræðslu og blyggðunarkennd. Atvinnulausir líta á sig sem einskis virði og fara með veggjum. Þeir skamm- ast sín fyrir að hafa ekki fengið vinnu. Þeir leita sér alltaf vinnu með þessa blygðunarkennd í far- teskinu. Þeir blygðast sín gagn- vart börnum sínum, gagnvart ættingjum, gagnvart nágrönnum. Þeir skammast sín fyrir að gera ekki gagn. Þetta er vítahringur. Annars vegar eru þeir sem búa við blygðunina af því að þeir finna ekki vinnu og hins vegar þeir sem lifa í stöðugum ótta við að missa hana. Hvernig gerðist þetta? Hverjum varð á í messun- ni? -Öll þessi þróun átti sér stað fyrir augunum á okkur, en hver nennir að lesa efnahagsreikn- inga fyrirtækja, eða viðskipta- blöð, sem maður getur þó hvenær sem er orðið sér úti um? Við ráfum um í þoku stuðlaðra rakara og stuðlaðrar hugsunar. Okkur hættir um of til að leggja ábyrgðina á stjómmálamennina, á stjórnendur fyrirtækja, á sér- fræðinga sem hljóti jú að bjarga þessu. Þeir gera það, en með sínum hætti. Með sínum rökum. Þeir eru undir geysilegum þrýstingi af því að þeir eiga að ná inn hagnaði af rekstrinum. Menn hugsa þannig: Á meðan fyrirtækin ganga vel, þá gengur ríkinu vel, það er að segja okkur öllum. Það er þægilegra og auðveldara að stirðna í tálvonum en að horfast í augu við veruleikann. Ertu að vísa til fjölþjóða fyrirtækjanna? Vissu- lega. Þau em orðin eins konar sýndarfyrirbrigði. Þau gefa tóninn. Þeirra er hið sanna vald, efnahagsvaldið, sem fyrir löngu er hætt að þekkja landamæri. Þau hóta að flytja sig ef þau sjá Framhald á 2. síðu BRAUTIN Útgefandi: Alþýðuflokkurinn í Vm. Ábm.: Guðmundur Þ. B. Ólafsson Prentun: Eyrún ehf. ÁNETINU: # W þitt eigið útibú! www.isbank.is »> Heimilisbókhald ► Reikningsyfirlit ► Kreditkortayfirlit ► Viðskiptayfirlit ► Upplýsingar um gengi ► Leitun í þjóðskrá ► Lánaútreikningur ► Yfirlit hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna ► Millifærslur ► Greiðsla reikninga ► Yfirlit fjárhagslegra aðgerða ► Kaup á hlutabréfum ► Yfirlit yfir stöðu reiknings og síðustu færslur regluiega á tölvupósti ► Viðvaranir um stöðu reiknings á tölvupósti ► Stofnun reikninga ► Stofnun í spariþjónustu ► Upphafsmynd að eigin vali, m.a. með upplýsingum um stöðu reiknings, kreditkorts o.fl. ÍSLANDSBANK! Vestmannaeyjum IJÖr s félð Það er alltaf mikið fjör hjá unglingunum í Féló, sem nær sennilega hápunkti á árshátíðinni þar sem Pizzu fjalli er sporðrennt, kosið nýtt Unglingaráð, það gamla hvatt, og fjölbreytt skemtiatriði eru stór þáttur í hátíðarhaldinu, sem gamla Unglingaráðið ber hita og þunga af. Myndirnar hér á síðunni sýna unglingana í sínu rétta stuði á hinum ýmsu uppákomum sem á dagskrá félagsmiðstöðvarinnar hafa verið í vetur.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.