Morgunblaðið - 30.09.2019, Side 23
DÆGRADVÖL 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2019
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„HVAÐ ÞÝÐIR „ÍGRUNDIÐ VEL ÖLL
VÖRUSKIL”?”
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að taka á móti honum
með opinn faðminn.
HJÓNABANDS-
RÁÐGJÖF
… OG SVO ÞÓTTIST ÉG
ÞURFA AÐ SVARA Í SÍMANN
FINNST ÞÉR ÉG BREIMA
FALLEGA?
UNAÐSLEGA!
HRÓLFUR, FÆ
ÉG HJARTA ÞITT
ENN TIL AÐ
SLÁ AUKASLAG
EFTIR ÖLL
ÞESSI ÁR?
JÁ! OG ÞÚ FÆRÐ MAGANN MINN ENN TIL AÐ …
GAULA
„HANN VILL EKKI AÐ ÉG TALI UM ÞAÐ.
ÉG ER KOMIN Á SJÖTTU SERÍU, TÍUNDA
ÞÁTT, EN HANN HEFUR EKKI ENN KLÁRAÐ
ÞRIÐJU SERÍU.”
2010, og Katrín Svala, f. 2014, en fað-
ir þeirra er Ólafur Stefánsson.
Systkini Sigurðar: Anna Sigur-
karlsdóttir, f. 14.7. 1927, d. 26.4.
2010,: félagsmálafrömuður í Kópa-
vogi, Stefán Guðjón Sigurkarlsson,
lyfjafræðingur í Reykjavík og rithöf-
undur, f. 12.7. 1930, d. 17.12. 2016,
Guðjón Sigurkarlsson, læknir á Sel-
fossi, f. 17.10. 1931, d. 19.5. 2012; Gísli
Kristinn Sigurkarlsson, lögfræðingur
í Reykjavík, f. 24.1. 1942, d. 2.4. 2013;
Sveinn Sigurkarlsson, f. 2.11. 1943,
fv. héraðsdómari í Reykjavík.
Foreldrar Sigurðar voru hjónin
Sigríður Guðjónsdóttir húsfreyja, f.
25.11. 1903, d. 20.10. 1984, og Sigur-
karl Stefánsson, f. 2.4. 1902, d. 30.9.
1995, stærðfræðingur, yfirkennari
við MR og dósent við Verkfræðideild
Háskóla Íslands frá stofnun hennar
til 1970. Þau bjuggu lengst af við Bar-
ónsstíg 24 í Reykjavík og sín efri ár
við Borgarholtsbraut 14 í Kópavogi.
Sigurður Karl
Sigurkarlsson
Eyjólfur Stefánsson bóndi á
Efri-Brunná í Saurbæ, Dal.
Birgitta Stefánsdóttir
kennari og húsfreyja í
Hvítárhlíð í Bitrufi rði
Stefán Gíslason
umhverfi s stjórnunar-
fræðingur og
framkvæmdastj. í
Borgarnesi
Jóhannes Stefánsson
bóndi á Kleifum
Sigríður Jónsdóttir
húsfreyja á Hrauni
Hafl iði Magnússon
bóndi á Hrauni í Grindavík
Engilbertína Hafl iðadóttir
húsfreyja á Hrauni og síðar í Reykjavík
Sigríður Guðjónsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Guðjón Guðmundsson
útgerðarmaður á Hrauni í Grindavík, síðar vélgæslumaður í Rvík
Elín Steingrímsdóttir
húsfreyja á Þórkötlustöðum
Guðmundur Einarsson
bóndi og formaður á
Þórkötlustöðum í Grindavík
Guðlaug
Einarsdóttir húsf.
á Þórkötlustöðum
Ágúst Guðmundsson
útvegsbóndi í
Birtingarholti í Eyjum
Guðmundur
Ágústsson
framkvstj.
Kexverk-
smiðjunnar Frón
Ágúst
Guðmundsson
kvikmynda-
leikstjóri
Ingveldur Sigurðardóttir
húsfreyja á Kleifum
Eggert Jónsson
bóndi á Kleifum í Gilsfi rði
Anna Eggertsdóttir
húsfreyja á Kleifum
Halla Eyjólfsdóttir skáldkona
Leó Eyjólfsson kaupmaður á Ísafi rði
Sjón
skáld og
rithöfundur
Freyja Geirdal
húsfreyja í
Kefl avík
Sigurður Geirdal
bæjarstjóri í
Kópavogi
Steinólfur Geirdal
skólastjóri og
útgerðarmaður í Grímsey
Stefán Eyjólfsson
bóndi á Kleifum í Gilsfi rði
Jóhanna Halldórsdóttir
húsfreyja í Múla
Úr frændgarði Sigurðar Karl Sigurkarlssonar
Sigurkarl Stefánsson
stærðfræðingur í Rvík, yfi rkennari í
MR og dósent við verkfræðideild HÍ
Eyjólfur Bjarnason
bóndi í Múla í Gilsfi rði, afkomandi bæði Bjarna Pálssonar
landlæknis og Skúla Magnússonar landfógeta
Guðmundur Geirdal
hafnargjaldkeri,
kennari og skáld á
Ísafi rði
Á fimmtudaginn birtist hér íVísnahorni skemmtileg upp-
rifjun á kveðskap Kölska í þjóðsög-
unum, sem Ólafur Stefánsson hafði
tekið saman og sett á Leirinn. Mér
láðist að geta höfundarins og bið ég
Ólaf og lesendur velvirðingar á því
um leið og ég þakka frumkvæði
hans. Stuttir pistlar af þessu tagi
eiga fullt erindi á Leirinn og víkka
hann.
Á Boðnarmiði leikur Anton Helgi
Jónsson sér að ljóðabálki Jónasar
Hallgrímssonar „Annes og eyjar“
með undirtitlinum (Með mottó:
„hann er farinn að laga sig eftir
Heine“) í útgáfu „Svarts á hvítu“.
Hér er „Undir Ólafsvíkurenni“ eftir
Anton Helga:
Mín leið virðist greiðfær gata
það glittir í draumalönd
svo ótryggur einhvern veginn
ég ek samt um þessa strönd.
Á þurru mér leiðist lífið
mig langar helst oní sjó
þar held ég sé heimur skárri
en hikandi bíð ég þó.
Um súrnandi haf ég hugsa
sem hörkuna þarf – og vel,
ég spyr hvort mér linum lánist
þar líka að mynda skel.
Sigurlín Hermannsdóttir segir á
Boðnarmiði, að þótt sumarið sé nú
liðið sé ekkert að því að rifja upp
sumarsögu:
Í túnfæti ferðamenn tjalda
(fyrir tjaldstæði vilja’ ekki gjalda).
Ein kýr þar í sveit
á kost þeirra skeit.
Á grillinu glóðast nú Skjalda.
Guðmundur Arnfinnsson yrkir
haustvísu:
Feigð nú skynjar foldin væn,
fölna blómstur valla,
laufin rauð og gul og græn
af greinum trjánna falla.
Nokkrar haustvísur undir ýms-
um háttum eftir Pétur Stefánsson:
Ferskeytt
Sumartíðin enduð er,
allt vill dofna og fúna.
Mig og fleiri heillar hér
haustið fagurbúna.
Frumhent
Hér er þjóð í haustsins klóm.
Húmið skerpir takið.
Fölnar gróður, falla blóm,
fugla þagnar kvakið.
Víxlhent
Himinn gránar, herðir kul,
haustsins gjalla kviður.
Lauf úr trjánum græn og gul
af greinum falla niður.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af Skjöldu og
Annes og eyjar