Morgunblaðið - 30.09.2019, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2019
Meistarakeppni karla
KR – Stjarnan....................................... 77:89
Meistarakeppni kvenna
Valur – Keflavík.................................. 105:81
Þýskaland
Bikarkeppnin, 16-liða úrslit:
Alba Berlín – Würzburg ..................... 92:81
Martin Hermannsson skoraði 9 stig fyrir
Alba Berlín, tók 3 fráköst og gaf 10 stoð-
sendingar.
KÖRFUBOLTI
Bandaríkin
Chicago Red Stars – Utah Royals.......... 2:1
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék allan
tímann með Utah og lagði upp markið.
Reign – Portland Thorns........................ 2:0
Dagný Brynjarsdóttir lék allan leikinn
með Portland Thorns.
Grikkland
Aris Saloniki – Larissa............................ 2:3
Ögmundur Kristinsson lék í marki Lar-
issa.
AEK Aþena – PAOK ............................... 2:2
Sverrir Ingi Ingason var ónotaður vara-
maður hjá PAOK.
Danmörk
SönderjyskE – Bröndby.......................... 2:1
Eggert Gunnþór var ekki í leikmanna-
hópi SönderjyskE en Ísak Óli Ólafsson var
ónotaður varamaður.
Hjörtur Hermannsson var ónotaður
varamaður hjá Bröndby.
AGF – Nordsjælland ............................... 3:1
Jón Dagur Þorsteinsson var ónotaður
varamaður hjá AGF.
Midtjylland – OB...................................... 0:1
Mikael Anderson lék allan tímann með
Midtjylland.
Kolding – BSF.......................................... 2:0
Kristrún Rut Antonsdóttir lék allan tím-
ann með BSF.
Svíþjóð
Elfsborg – AIK......................................... 1:1
Kolbeinn Sigþórsson lék allan tímann
með AIK.
Eskilstuna – Malmö ................................. 0:1
Arnór Ingvi Traustason fór af velli á 72.
mínútu í liði Malmö.
Falkenberg – Norrköping...................... 0:2
Guðmundur lék í 89 mínútur í liði Norr-
köping og lagði upp fyrra markið en Ísak
Bergmann Jóhannesson var ónotaður vara-
maður.
Kungsbacka – Rosengård....................... 1:2
Glódís Perla Viggósdóttir lék allan tím-
ann með Rosengård.
Kristianstad – Piteå ................................ 1:1
Sif Atladóttir og Svava Rós Guðmunds-
dóttir léku allan tímann með Kristianstad.
Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið.
Limhamn Bunkeflo – Växjö ................... 1:1
Andrea Thorisson var ekki í leikmanna-
hópi Bunkeflo.
EM 2020
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
„Frammistaðan var allt önnur og
betri að þessu sinni. Ég er afar stolt-
ur yfir hvernig leikmenn svörðu fyr-
ir sig. Þær eiga skilið mikið hrós fyr-
ir að sýna virkilega úr hverju þær
eru gerðar og með því að ná að rífa
sig upp eftir leikinn í Króatíu,“ sagði
Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari
kvenna í handknattleik, eftir sjö
marka tap íslenska landsliðsins fyrir
heims,- og Evrópumeisturum
Frakka, 23:17, í undankeppni Evr-
ópumótsins í Schenker-höllinni á Ás-
völlum í gærdag. Staðan í hálfleik
var 13:10, Frökkum í vil.
Eftir 21 marks tap fyrir Króatíu,
29:8, á miðvikudaginn vissu áhorf-
endur ekki hverju þeir máttu búast
við af íslenska landsliðinu gegn
stjörnum prýddu landsliði Frakka í
gær. Byrjunin var erfið. Aðeins eitt
mark gegn fjórum fyrstu tíu mín-
úturnar. En í stað þess að brotna þá
efldust leikmenn íslenska liðsins
þannig að þeir áttu í fullu tré við
heimsmeistarana þar til á síðustu tíu
til fimmtán mínútur leiksins.
Forskot Frakka var eitt til þrjú
mörk í fyrri hálfleik. Upphafskafli
síðari hálfleiks var afar góður. Á
honum jafnaði íslenska liði metin,
13:13. Frakkar náðu í framhaldinu
fimm marka forskoti sem íslenska
liðið svaraði vel. Á síðustu tíu til tólf
mínútum leiksins kom munurinn á
liðunum vel í ljós. Íslenska liðinu
gekk illa að opna vörn Frakka og
skoraði liðið aðeins tvö mörk síðasta
stundarfjórðunginn. Munurinn jókst
og leiðir skildi.
Varnarleikur íslenska landsliðsins
var frábær í gær. Ester Óskars-
dóttir og Steinunn Björnsdóttir voru
þar fremstar meðal jafninga. Íris
Björk Símonadóttir átti framúrskar-
andi leik í markinu, varði 13 skot,
þar af þrjú vítaköst. Sóknarleik-
urinn var upp og ofan enda ekki nein
lömb að leika við í frönsku vörninni.
Íslensku leikmennirnir og þjálf-
aranir eiga sem fyrr mikið verk fyrir
höndum að snúa sóknarleiknum til
betra horfs.
„Við verðum að gera betur í
nokkrum þáttum leiksins til þess að
eiga möguleika á að nálgast bestu
liðin í Evrópu. Viljinn og áhuginn er
fyrir hendi til að taka framfaraskref.
Til þess verður hlaupageta og styrk-
urinn til dæmis að vera meiri en nú
er raun á. Það er kominn tími til
þess að vinna með markvissari hætti
í þessum atriðum,“ sagði Arnar Pét-
ursson landsliðsþjálfari.
Héldu heimsmeisturunum
við efnið allan tímann
Allt annað að sjá til íslenska liðsins gegn Frökkum en á móti Króötum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Áfangi Karen Knútsdóttir varð í gær níunda landsliðkona Íslands til þess að leika 100 A-landsleiki. Hún varð
markahæst í íslenska liðinu með sex mörk. Hér sækir hún að Grace Deuna og Pauline Coatanea.
Ásvellir, undankeppni EM kvenna,
sunnudaginn 29. september 2019.
Gangur leiksins: 0:3, 3:4, 4:6, 6:8,
8:10, 10:13, 12:13, 13:16, 15:18,
16:20, 16:22, 17:23.
Mörk Íslands: Karen Knútsdóttir
6/5, Þórey Rósa Stefánsdóttir 4,
Thea Imani Sturludóttir 3, Rut Jóns-
dóttir 2, Steinunn Björnsdóttir 1,
Helena Rut Örvarsdóttir 1.
Varin skot: Íris Björk Símonardóttir
13/3.
Ísland – Frakkland 17:23
Utan vallar: 0 mínútur.
Mörk Frakklands: Gnonsiane
Niombla 5/1, Graze Deuna 4, Camille
Saurina 3, Pauline Coatanea 2,
Oceane Ugolin 2, Estelle Minko 2,
Astridi N’Gouan 1, Chloe Bouquet 1,
Manon Houette 1, Beatrice Edwige 1,
Blandine Dancette 1.
Varin skot: Catherine Gabriel 8/1,
Amadine Leynaud 7.
Utan vallar: 0 mínútur.
Áhorfendur: 600.
Hinn 23 ára gamli Christian Coleman frá Bandaríkj-
unum varð heimsmeistari í 100 metra hlaupi á heims-
meistaramótinu í frjálsum íþróttum í Doha í Katar. Cole-
man kom í mark á besta tíma ársins, 9,76 sekúndum.
Landi hans, hinn 37 ára gamli Justin Gatlin, sem átti titil
að verja, varð annar á 9,89 sekúndum og Kanadamað-
urinn Andre De Grasse hreppti bronsverðlaunin en tími
hans var 9,90 sekúndur.
„Þetta er ótrúlegur tími og ég bætti minn besta árang-
ur. Ég held að ég geti enn bætt mig og náð betri tíma,“
sagði Coleman eftir hlaupið en hann er einnig ríkjandi
heimsmeistari innanhúss í greininni.
Jamaíkamaðurinn Usain Bolt á heimsmetið í 100 metra hlaupi en það er
9,59 sekúndur, sem hann setti á HM í Berlín árið 2009. Bolt á einnig heims-
metið í 200 m hlaupi, 19,19 sekúndur, en hann lagði hlaupaskóna á hilluna
eftir heimsmeistaramótið í London fyrir tveimur árum.
gummih@mbl.is
Coleman vann gullið
Christian
Coleman
Shelly-Ann Fraser-Pryce frá Ja-
maíka kom fyrst í mark í 100 metra
hlaupi kvenna í gær á heimsmeist-
aramótinu í frjálsum íþróttum sem
fram fer í Doho í Katar.
Fraser-Pryce hljóp á tímanum
10,71 sekúnda og var tólf hundraðs-
hlutum úr sekúndu á undan Dinu
Asher-Smith frá Bretlandi sem var
önnur. Marie-Josee Ta Lou frá Fíla-
breinsströndinni fékk brons.
Þetta voru áttundu gull-
verðlaunin sem Fraser-Pryce vinn-
ur á heimsmeistaramóti en hún
verður 33 ára gömul í desember.
bjarnih@mbl.is
Áttundu gull-
verðlaun Pryce
AFP
Fljótust Shelly-Ann Fraser-Price
fagnar með syni sínum Zyon.